Eggaldinbóndinn gróf sig upp úr djúpri holu en Wade fékk frímiða Sindri Sverrisson skrifar 27. desember 2021 16:54 Dirk van Duijvenbode fagnar í leiknum gegn Ross Smith í dag. Getty/Luke Walker Það er nóg um að vera í Alexandra Palace í dag þar sem fyrstu fjórir keppendurnir hafa nú tryggt sér sæti í 16-manna úrslitunum á HM í pílukasti. Einn þeirra þurfti þó ekkert að hafa fyrir sigrinum. James Wade fór auðvelda leið áfram úr 32-manna úrslitunum því andstæðingur hans, Vincent van der Voort, varð að draga sig úr keppni eftir að hafa greinst með kórónuveirusmit. Því eru tvær viðureignir á dagskrá í kvöld í stað þriggja. Dramatíkin var hins vegar allsráðandi í fyrsta leik dagsins þar sem Hollendingurinn Dirk van Duijvenbode, kallaður „Aubergenius“ vegna vinnu sinnar við að rækta eggaldin, vann sigur. Hollendingurinn vann Englendinginn Ross Smith 4-3 eftir að hafa lent 3-0 undir. Staðan var 2-2 í fjórða setti og Smith fékk tækifæri til að tryggja sér sigur í einvíginu en klúðraði því. Van Duijvenbode nýtti sér það, vann sitt fyrsta sett og leit ekki um öxl eftir það. ' !His reaction says it all!He's not happy with his performance at all here, but Dirk gets a set on the board and he saves his campaign!#WHDarts pic.twitter.com/jKr8XaIQLk— PDC Darts (@OfficialPDC) December 27, 2021 Van Duijvenbode mætir sigurvegaranum úr leik Gerwyn Price og Kim Huybrechts í 16-manna úrslitum, en sá leikur fer fram í kvöld og er sýndur á Stöð 2 Sport 3 eins og allt mótið. Sigur Michael Smith á William O‘Connor var mun meira sannfærandi, þó að Írinn hafi unnið fyrsta settið. Smith vann að lokum 4-2 sigur og á fyrir höndum leik við Jonny Clayton eða Gabriel Clemens í 16-manna úrslitum. Clayton og Clemens mætast í kvöld. Handboltamarkvörðurinn fyrrverandi Florian Hempel frá Þýskalandi varð svo að játa sig sigraðan gegn Raymond Smith frá Ástralíu. Smith tók forystuna og vann fyrstu tvö settin áður en Hempel náði að svara fyrir sig. Það reyndist þó stutt svar og Smith vann öruggan sigur, 4-1. Hann mætir Steve Lennon eða Mervyn King í næstu umferð sem fram fer 29.-30. desember. Pílukast Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Fleiri fréttir Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Skagamenn senda Kanann heim Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Sjá meira
James Wade fór auðvelda leið áfram úr 32-manna úrslitunum því andstæðingur hans, Vincent van der Voort, varð að draga sig úr keppni eftir að hafa greinst með kórónuveirusmit. Því eru tvær viðureignir á dagskrá í kvöld í stað þriggja. Dramatíkin var hins vegar allsráðandi í fyrsta leik dagsins þar sem Hollendingurinn Dirk van Duijvenbode, kallaður „Aubergenius“ vegna vinnu sinnar við að rækta eggaldin, vann sigur. Hollendingurinn vann Englendinginn Ross Smith 4-3 eftir að hafa lent 3-0 undir. Staðan var 2-2 í fjórða setti og Smith fékk tækifæri til að tryggja sér sigur í einvíginu en klúðraði því. Van Duijvenbode nýtti sér það, vann sitt fyrsta sett og leit ekki um öxl eftir það. ' !His reaction says it all!He's not happy with his performance at all here, but Dirk gets a set on the board and he saves his campaign!#WHDarts pic.twitter.com/jKr8XaIQLk— PDC Darts (@OfficialPDC) December 27, 2021 Van Duijvenbode mætir sigurvegaranum úr leik Gerwyn Price og Kim Huybrechts í 16-manna úrslitum, en sá leikur fer fram í kvöld og er sýndur á Stöð 2 Sport 3 eins og allt mótið. Sigur Michael Smith á William O‘Connor var mun meira sannfærandi, þó að Írinn hafi unnið fyrsta settið. Smith vann að lokum 4-2 sigur og á fyrir höndum leik við Jonny Clayton eða Gabriel Clemens í 16-manna úrslitum. Clayton og Clemens mætast í kvöld. Handboltamarkvörðurinn fyrrverandi Florian Hempel frá Þýskalandi varð svo að játa sig sigraðan gegn Raymond Smith frá Ástralíu. Smith tók forystuna og vann fyrstu tvö settin áður en Hempel náði að svara fyrir sig. Það reyndist þó stutt svar og Smith vann öruggan sigur, 4-1. Hann mætir Steve Lennon eða Mervyn King í næstu umferð sem fram fer 29.-30. desember.
Pílukast Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Fleiri fréttir Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Skagamenn senda Kanann heim Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Sjá meira