Reykjavíkurborg hafi byggt ákvörðun á röngum upplýsingum Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 29. desember 2021 18:24 Tilboð Vörðubergs var lægst, að fjárhæð 92.452.054 krónur en Reykjavíkurborg tók næstlægsta tilboðinu sem hljóðaði upp á 136.803.337 krónur. Vísir/Vilhelm Kærunefnd úrskurðaði nýlega að Reykjavíkurborg bæri að greiða fyrirtækinu Vörðubergi skaðabætur eftir að hafa hafnað tilboði fyrirtækisins í gangstéttaviðgerðir borgarinnar. Reykjavíkurborg byggði ákvörðunina á því að meintur eigandi fyrirtækisins hafi áður verið dæmdur fyrir skattsvik. Reykjavíkurborg auglýsti eftir tilboðum í gangstéttaviðgerðir í apríl á þessu ári. Fyrirtækið Vörðuberg gerði tilboð upp á 92,5 milljónir sem var langlægsta tilboðið sem barst. Borgin ákvað þó ákvað að sniðganga tilboð fyrirtækisins á þeim grundvelli að meintur eigandi hafi áður hlotið dóm fyrir skattsvik. Reykjavíkurborg ákvað því að taka öðru tilboði sem var tæpum fjörutíu milljónum króna hærra en tilboð Vörðubergs. Reykjavíkurborg bar fyrir sig að höfnun borginnar á tilboðinu mætti rekja til skattlagabrota þáverandi eiganda Vörðubergs. Borginni hafi því verið skylt samkvæmt lögum um opinber innkaup að útiloka fyrirtækið frá útboðinu og hafna tilboðinu. Borgin byggt ákvörðunina á röngum forsendum Vörðuberg bar hins vegar fyrir sig að þegar útboðið fór fram hafi eigandinn, sem dæmdur hafði verið fyrir skattsvik, verið búinn að selja hlut sinn í fyrirtækinu. Samkvæmt því hafi forsenda Reykjavíkurborgar fyrir höfnun tilboðs fyrirtækisins verið röng. Kærunefnd útboðsmála komst að þeirri niðurstöðu að verktakinn hafi ekki lengur verið eigandi fyrirtækisins þegar útboðið fór fram en hann hafði selt hlut sinn í fyrirtækinu um fimm mánuðum áður en Vörðuberg gerði tilboð í gangstéttaviðgerðirnar. Ákvörðun Reykjavíkurborgar hafi því verið reist á röngum upplýsingum um eignarhald. Kærunefndin komst enn fremur að þeirri niðurstöðu að Reykjavíkurborg bæri að greiða Vörðubergi skaðabætur og 700.000 krónur í málskostnað. Úrskurðinn má lesa í heild sinni hér. Reykjavík Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur - nákvæmlega - eins og Íslendingur“ Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð Innlent Fleiri fréttir „Mig langar til að tala eins og Íslendingur - nákvæmlega - eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Sjá meira
Reykjavíkurborg auglýsti eftir tilboðum í gangstéttaviðgerðir í apríl á þessu ári. Fyrirtækið Vörðuberg gerði tilboð upp á 92,5 milljónir sem var langlægsta tilboðið sem barst. Borgin ákvað þó ákvað að sniðganga tilboð fyrirtækisins á þeim grundvelli að meintur eigandi hafi áður hlotið dóm fyrir skattsvik. Reykjavíkurborg ákvað því að taka öðru tilboði sem var tæpum fjörutíu milljónum króna hærra en tilboð Vörðubergs. Reykjavíkurborg bar fyrir sig að höfnun borginnar á tilboðinu mætti rekja til skattlagabrota þáverandi eiganda Vörðubergs. Borginni hafi því verið skylt samkvæmt lögum um opinber innkaup að útiloka fyrirtækið frá útboðinu og hafna tilboðinu. Borgin byggt ákvörðunina á röngum forsendum Vörðuberg bar hins vegar fyrir sig að þegar útboðið fór fram hafi eigandinn, sem dæmdur hafði verið fyrir skattsvik, verið búinn að selja hlut sinn í fyrirtækinu. Samkvæmt því hafi forsenda Reykjavíkurborgar fyrir höfnun tilboðs fyrirtækisins verið röng. Kærunefnd útboðsmála komst að þeirri niðurstöðu að verktakinn hafi ekki lengur verið eigandi fyrirtækisins þegar útboðið fór fram en hann hafði selt hlut sinn í fyrirtækinu um fimm mánuðum áður en Vörðuberg gerði tilboð í gangstéttaviðgerðirnar. Ákvörðun Reykjavíkurborgar hafi því verið reist á röngum upplýsingum um eignarhald. Kærunefndin komst enn fremur að þeirri niðurstöðu að Reykjavíkurborg bæri að greiða Vörðubergi skaðabætur og 700.000 krónur í málskostnað. Úrskurðinn má lesa í heild sinni hér.
Reykjavík Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur - nákvæmlega - eins og Íslendingur“ Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð Innlent Fleiri fréttir „Mig langar til að tala eins og Íslendingur - nákvæmlega - eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Sjá meira