Flugeldaslys: „Fyrst og fremst fullorðnir karlmenn sem voru að brjóta öryggisreglur“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 1. janúar 2022 13:34 Yfirlæknir á bráðamóttökunni segir að fullorðnir eigi að vita betur. Nokkrir slösuðust við notkun flugelda í gærvöldi og í nótt. Meðal slasaðra voru börn og unglingar en fullorðnir karlmenn voru þó stærstur hluti þeirra sem slösuðust af völdum flugelda. Þá vakti furðu yfirlæknis á bráðamóttöku að margir hafi hlotið brunasár á höndum þessi áramótin. Hjalti Már Björnsson, yfirlæknir á bráðamóttöku Landspítalans, segir að enginn hafi slasast alvarlega en einhverjir þurfi að vera í áframhaldandi eftirliti á Landspítalanum á næstu dögum. Brunasár hafi því verið slæm í einhverjum tilfellum, en enginn hafi þurft að gista á spítalanum af völdum brunasára. „Eins og áður var nokkuð um flugeldaslys en það var áberandi þessi áramótin hversu margir höfðu brennst á hendi. Það virðist vera sem snjóleysið hafi ýtt mönnum út í það að vera að skjóta upp flugeldum með höndunum. Og það er að sjálfsögðu alls ekki það sem mælt er með að gera,“ segir Hjalti Fullorðnir karlmenn í flestum tilvikum Þá hafi börn og unglingar einnig verið í minnihluta slasaðra þessi áramótin og Hjalti harmar að fullorðnir sem eigi að vita betur fari ekki að leiðbeiningum um notkun flugelda. Sjö þurftu að leita á bráðamóttöku vegna brunasára en lögregla greindi meðal annars frá því í morgun að flytja hafi þurft tvö ungmenni á bráðamóttöku eftir notkun flugelda. „Það er áberandi með þetta að þetta voru ekki börn eða ungmenni. Þetta voru fyrst og fremst fullorðnir karlmenn sem voru að brjóta öryggisreglur og meðhöndla skotelda á óvarlegan hátt,“ segir Hjalti Már og hvetur fólk til að sýna varkárni. Hjalti fer bjartsýnn inn í næsta ár og segir að fjöldi tilfella á bráðamóttökunni hafi ekki verið meiri en gera mætti ráð fyrir um áramótin. Bráðamóttakan glími þó við manneklu eins og aðrar stofnanir í kórónuveirufaraldrinum en vel hafi tekist að manna vaktina þessi áramótin. „Ég vonast til þess að fólk taki því bara aðeins rólega núna, en ég hef fulla trú á því að árið byrji vel og við náum tökum á þessum kórónuveirufaraldri, og að loksins verði farið að reka Landspítalann með þeim hætti að við getum sinnt okkar verkefnum.“ Landspítalinn Flugeldar Slysavarnir Áramót Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Sjá meira
Hjalti Már Björnsson, yfirlæknir á bráðamóttöku Landspítalans, segir að enginn hafi slasast alvarlega en einhverjir þurfi að vera í áframhaldandi eftirliti á Landspítalanum á næstu dögum. Brunasár hafi því verið slæm í einhverjum tilfellum, en enginn hafi þurft að gista á spítalanum af völdum brunasára. „Eins og áður var nokkuð um flugeldaslys en það var áberandi þessi áramótin hversu margir höfðu brennst á hendi. Það virðist vera sem snjóleysið hafi ýtt mönnum út í það að vera að skjóta upp flugeldum með höndunum. Og það er að sjálfsögðu alls ekki það sem mælt er með að gera,“ segir Hjalti Fullorðnir karlmenn í flestum tilvikum Þá hafi börn og unglingar einnig verið í minnihluta slasaðra þessi áramótin og Hjalti harmar að fullorðnir sem eigi að vita betur fari ekki að leiðbeiningum um notkun flugelda. Sjö þurftu að leita á bráðamóttöku vegna brunasára en lögregla greindi meðal annars frá því í morgun að flytja hafi þurft tvö ungmenni á bráðamóttöku eftir notkun flugelda. „Það er áberandi með þetta að þetta voru ekki börn eða ungmenni. Þetta voru fyrst og fremst fullorðnir karlmenn sem voru að brjóta öryggisreglur og meðhöndla skotelda á óvarlegan hátt,“ segir Hjalti Már og hvetur fólk til að sýna varkárni. Hjalti fer bjartsýnn inn í næsta ár og segir að fjöldi tilfella á bráðamóttökunni hafi ekki verið meiri en gera mætti ráð fyrir um áramótin. Bráðamóttakan glími þó við manneklu eins og aðrar stofnanir í kórónuveirufaraldrinum en vel hafi tekist að manna vaktina þessi áramótin. „Ég vonast til þess að fólk taki því bara aðeins rólega núna, en ég hef fulla trú á því að árið byrji vel og við náum tökum á þessum kórónuveirufaraldri, og að loksins verði farið að reka Landspítalann með þeim hætti að við getum sinnt okkar verkefnum.“
Landspítalinn Flugeldar Slysavarnir Áramót Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Sjá meira