Flugeldaslys: „Fyrst og fremst fullorðnir karlmenn sem voru að brjóta öryggisreglur“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 1. janúar 2022 13:34 Yfirlæknir á bráðamóttökunni segir að fullorðnir eigi að vita betur. Nokkrir slösuðust við notkun flugelda í gærvöldi og í nótt. Meðal slasaðra voru börn og unglingar en fullorðnir karlmenn voru þó stærstur hluti þeirra sem slösuðust af völdum flugelda. Þá vakti furðu yfirlæknis á bráðamóttöku að margir hafi hlotið brunasár á höndum þessi áramótin. Hjalti Már Björnsson, yfirlæknir á bráðamóttöku Landspítalans, segir að enginn hafi slasast alvarlega en einhverjir þurfi að vera í áframhaldandi eftirliti á Landspítalanum á næstu dögum. Brunasár hafi því verið slæm í einhverjum tilfellum, en enginn hafi þurft að gista á spítalanum af völdum brunasára. „Eins og áður var nokkuð um flugeldaslys en það var áberandi þessi áramótin hversu margir höfðu brennst á hendi. Það virðist vera sem snjóleysið hafi ýtt mönnum út í það að vera að skjóta upp flugeldum með höndunum. Og það er að sjálfsögðu alls ekki það sem mælt er með að gera,“ segir Hjalti Fullorðnir karlmenn í flestum tilvikum Þá hafi börn og unglingar einnig verið í minnihluta slasaðra þessi áramótin og Hjalti harmar að fullorðnir sem eigi að vita betur fari ekki að leiðbeiningum um notkun flugelda. Sjö þurftu að leita á bráðamóttöku vegna brunasára en lögregla greindi meðal annars frá því í morgun að flytja hafi þurft tvö ungmenni á bráðamóttöku eftir notkun flugelda. „Það er áberandi með þetta að þetta voru ekki börn eða ungmenni. Þetta voru fyrst og fremst fullorðnir karlmenn sem voru að brjóta öryggisreglur og meðhöndla skotelda á óvarlegan hátt,“ segir Hjalti Már og hvetur fólk til að sýna varkárni. Hjalti fer bjartsýnn inn í næsta ár og segir að fjöldi tilfella á bráðamóttökunni hafi ekki verið meiri en gera mætti ráð fyrir um áramótin. Bráðamóttakan glími þó við manneklu eins og aðrar stofnanir í kórónuveirufaraldrinum en vel hafi tekist að manna vaktina þessi áramótin. „Ég vonast til þess að fólk taki því bara aðeins rólega núna, en ég hef fulla trú á því að árið byrji vel og við náum tökum á þessum kórónuveirufaraldri, og að loksins verði farið að reka Landspítalann með þeim hætti að við getum sinnt okkar verkefnum.“ Landspítalinn Flugeldar Slysavarnir Áramót Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Hjalti Már Björnsson, yfirlæknir á bráðamóttöku Landspítalans, segir að enginn hafi slasast alvarlega en einhverjir þurfi að vera í áframhaldandi eftirliti á Landspítalanum á næstu dögum. Brunasár hafi því verið slæm í einhverjum tilfellum, en enginn hafi þurft að gista á spítalanum af völdum brunasára. „Eins og áður var nokkuð um flugeldaslys en það var áberandi þessi áramótin hversu margir höfðu brennst á hendi. Það virðist vera sem snjóleysið hafi ýtt mönnum út í það að vera að skjóta upp flugeldum með höndunum. Og það er að sjálfsögðu alls ekki það sem mælt er með að gera,“ segir Hjalti Fullorðnir karlmenn í flestum tilvikum Þá hafi börn og unglingar einnig verið í minnihluta slasaðra þessi áramótin og Hjalti harmar að fullorðnir sem eigi að vita betur fari ekki að leiðbeiningum um notkun flugelda. Sjö þurftu að leita á bráðamóttöku vegna brunasára en lögregla greindi meðal annars frá því í morgun að flytja hafi þurft tvö ungmenni á bráðamóttöku eftir notkun flugelda. „Það er áberandi með þetta að þetta voru ekki börn eða ungmenni. Þetta voru fyrst og fremst fullorðnir karlmenn sem voru að brjóta öryggisreglur og meðhöndla skotelda á óvarlegan hátt,“ segir Hjalti Már og hvetur fólk til að sýna varkárni. Hjalti fer bjartsýnn inn í næsta ár og segir að fjöldi tilfella á bráðamóttökunni hafi ekki verið meiri en gera mætti ráð fyrir um áramótin. Bráðamóttakan glími þó við manneklu eins og aðrar stofnanir í kórónuveirufaraldrinum en vel hafi tekist að manna vaktina þessi áramótin. „Ég vonast til þess að fólk taki því bara aðeins rólega núna, en ég hef fulla trú á því að árið byrji vel og við náum tökum á þessum kórónuveirufaraldri, og að loksins verði farið að reka Landspítalann með þeim hætti að við getum sinnt okkar verkefnum.“
Landspítalinn Flugeldar Slysavarnir Áramót Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira