Hversu mikils virði er 1 króna til viðbótar? Laun og lífskjör Haukur V. Alfreðsson skrifar 3. janúar 2022 07:30 Einfalt svar er að ein króna kaupir alltaf sama magn af vöru eða þjónustu óháð hver á hana. En það gefur okkur samt enga hugmynd um hvers virði krónunnar er í formi aukinnar lífshamingju eða notagildis. Það fer nefnilega eftir því hver fær krónuna. Þetta er mikilvægt að skilja í umræðunni um kjarabætur. Notum nú einfalda útreikninga til þess að átta okkur á því hvað auka króna, launahækkun, hefur mismikil áhrif fyrir mis tekjuhátt fólk. Smá hint: Ég er að fara leiða mig að því af hverju ég tek undir með nýlegri grein Vilhjálms Birgissonar. Byrjum á að setja upp einfalda sviðsmynd sem sýnir laun og útgjöld þriggja aðila í fullri vinnu. Sá fyrsti er á lágmarkslaunum skv. kjarasamningi VR fyrir 2022, annar í röðinni hefur svo 50% hærri laun og sá þriðji 200% hærri laun. Taflan hér að ofan segir okkur að tekjubil aðilanna að teknu tilliti til grunnframfærslu en mun stærra en samanburður á heildarlaunum gefur til kynna. Við sjáum að aðili tvö hefur um 2,5 falt það sem aðili eitt hefur til að nota í „lúxus“ þrátt fyrir að hafa eingöngu helmingi hærri laun. Aðili þrjú, sem hefur þreföld laun aðila eitt, hefur hinsvegar tæplega sjöfalt á við aðila eitt til þess að nota í „lúxus“. Ég set lúxus í gæsalappir vegna þess hversu varlega grunnframfærslan og húsnæðiskostnaðurinn er áætlaður. Húsaleigan er fengin úr Verðsjá Þjóðskrár og byggir á leigusamningum af höfuðborgarsvæðinu frá 2021 fyrir 1-2 herbergja íbúðir af stærðinni 20-50 fermetrar. Grunnframfærslan án húsnæðis er svo grunnviðmið Velferðarráðuneytisins fyrir einstakling. Það gerir t.d. ráð fyrir 6.233kr í samgöngur á mánuði, engum veitingum og innan við 24.000kr árlega í föt, raftæki og heimilisbúnað samanlagt. Sem sagt, sú sviðsmynd er óraunhæf. Velferðarráðuneytið setur einnig fram dæmigerða sviðsmynd þar sem grunnframfærslan er orðin 198.046kr, þó með bíl. Við sjáum því að laun aðila eitt, lágmarkslaun, duga ekki til dæmigerðrar grunnframfærslu ef hann vill líka leigja. Svo sennilega er það vanmat að sá sem hefur 1,1 m.kr í laun geti eytt sjöfalt á við láglauna manninn í lúxus, sennilega er margfeldið mun hærra. Auður skapar auð Framangreint segir okkur að beinn samanburður á heildarlaunum er lélegur mælikvarði ef við ætlum að reyna átta okkur á hversu vel fólk lifir varðandi efnahagsleg gæði og fjárhagslegt öryggi. Það að horfa á hvað fólk hefur á milli handanna eftir algjöra grunnframfærslu gefur okkur betri mynd af því hvernig lífi fólk getur lifað. Hvort það eigi efni á að kaupa föt, stunda tómstundir, safna í varasjóð, kaupa jólagjafir handa börnunum sínum og allt hitt sem gefur lífinu lit. Við sjáum að sú stærð, afgangurinn, vex ekki í beinu hlutfalli við hækkun launa heldur í veldisvexti. Sem þýðir þá að mörgu leiti að lífið verður einnig talsvert hratt auðveldara með hærri launum. En hér er eingöngu hálf sagan sögð. Á eitthverjum tímapunkti á launaskalanum hætta öll launin að fara í neyslu og fólk byrjar að leggja fyrir og safna upp eignum. Þær eignir geta svo af sér meiri tekjur, t.d. vextir af skuldabréfum og ávöxtun hlutabréfa, eða lækka kostnað grunnframfærslu, t.d. kostar alla jafna minna að greiða af láni en að leigja íbúð sem og að lánið greiðist upp á endanum en ekki leigan. Það veldur því að yfir tíð og tíma þá breikkar bilið á milli láglauna og hálauna fólks meira og meira. Talandi um um þennan vöxt á tekjum og eignum komst Edgar Miles Bronfman svo að orði „Það kostar vinnu að breyta hundrað dollurum í hundrað og tíu dollara. Að breyta hundrað milljónum dollara í hundrað og tíu milljónir dollara er hinsvegar óumflýjanlegt“. Svo hversu mikils virði er 1 króna til viðbótar, og af hverju er ég að ræða það? Ef aðili eitt fær launahækkun þá fer hún nánast pottþétt öll í aukna neyslu. Hann reynir að færa sig nær dæmigerðri neyslu, enda margt sem hann þarf að neita sér um á sínum núverandi launum. Og við það að byrja að geta leyft sér að eiga eðlilegra líf eykst notagildi og hamingja hans mikið. Aðili tvö er sirka í tekjum sem duga fyrir dæmigerðri framfærslu, svo ef hann fær launahækkun þá eyðir hann eflaust eitthverju meira í neyslu en gæti svo jafnvel farið að leggja fyrir eða fjárfesta, sem færir honum aukna lífshamingju en þó eflaust minni en aðila eitt. Aðili þrjú er hinsvegar langt fyrir ofan dæmigerða neyslu nú þegar, hann á efni á margfalt meiri lúxus en aðili tvö og óhemju mikið meiri lúxus en aðili eitt. Launahækkun fyrir þennan aðila skilar aukinni lífsánægju, en umtalsvert minni en fyrir hina tvo að öllum líkindum. Aðili þrjú er raunar á þannig launum að hann fær reglulegar launahækkanir í gegnum eigna uppsöfnun sína sama hvað. Svo hvað getum við tekið úr þessum pælingum? Við sjáum að þeir sem hafa minna á milli handanna bæði njóta hverrar krónu meira en þeir sem hafa hærri laun, en einnig hvað þeir sem hafa hærri laun hafa það í raun margfalt betra en þeir sem hafa lægri laun, nokkuð sem liggur ekki endilega í augum uppi. Og þá komum við loks að beinni umræðu um Ísland. Hér á landi er eilíft barið á verkalýðnum. Honum sagt að sýna ábyrgð og hófsemi. Eins og Vilhjálmur Birgisson rekur í nýlegri grein voru gerðir hér lífskjarasamningar árið 2019 og við þá hefur verkalýðshreyfingin staðið. Það eru aðilar eitt og tvö í framan greindum útreikningum. Aðilarnir sem hafa langmestu notin fyrir hærri laun, þeim sem sannarlega munar um krónurnar. En einkennilega þá hafa aðrir ekki staðið við samningana, til að mynda Seðlabankinn og Alþingi. Það eru aðilar þrjú í dæminu að framan, fólkið sem þegar hefur það mjög gott. Og svo dettur mönnum úr hópi þrjú í hug að koma fram og beina spjótum sínum að hópum eitt og tvö, fólkinu sem stóð við sitt. Alveg ótrúlegt. Ég skil það vel að allir vilji hafa það betra, sama hvaða laun þeir hafa. Ég ætla ekki að þykjast halda að heimurinn verði eitt bræðralag og kærleikur á næstunni, að fólk fari að hugsa fremur um náungann en sjálft sig. En þessi hræsni að ráðast sífellt að hópnum sem hefur það verst, hópnum sem var samið við og hefur staðið við sitt meðan aðrir hafa ekki gert það eða sýnt slæm fordæmi. Gjörsamlega óþolandi og stór furðulegt komandi frá fólki sem skilur hagfræði, skilur að það er í ábyrgðarstöðu og skilur hvaða afleiðingar slæm fordæmi geta haft á stöðugleikann sem þeim er svo annt um. Höfundur er viðskiptafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur V. Alfreðsson Íslenska krónan Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvenær leiddist þér síðast? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Einfalt svar er að ein króna kaupir alltaf sama magn af vöru eða þjónustu óháð hver á hana. En það gefur okkur samt enga hugmynd um hvers virði krónunnar er í formi aukinnar lífshamingju eða notagildis. Það fer nefnilega eftir því hver fær krónuna. Þetta er mikilvægt að skilja í umræðunni um kjarabætur. Notum nú einfalda útreikninga til þess að átta okkur á því hvað auka króna, launahækkun, hefur mismikil áhrif fyrir mis tekjuhátt fólk. Smá hint: Ég er að fara leiða mig að því af hverju ég tek undir með nýlegri grein Vilhjálms Birgissonar. Byrjum á að setja upp einfalda sviðsmynd sem sýnir laun og útgjöld þriggja aðila í fullri vinnu. Sá fyrsti er á lágmarkslaunum skv. kjarasamningi VR fyrir 2022, annar í röðinni hefur svo 50% hærri laun og sá þriðji 200% hærri laun. Taflan hér að ofan segir okkur að tekjubil aðilanna að teknu tilliti til grunnframfærslu en mun stærra en samanburður á heildarlaunum gefur til kynna. Við sjáum að aðili tvö hefur um 2,5 falt það sem aðili eitt hefur til að nota í „lúxus“ þrátt fyrir að hafa eingöngu helmingi hærri laun. Aðili þrjú, sem hefur þreföld laun aðila eitt, hefur hinsvegar tæplega sjöfalt á við aðila eitt til þess að nota í „lúxus“. Ég set lúxus í gæsalappir vegna þess hversu varlega grunnframfærslan og húsnæðiskostnaðurinn er áætlaður. Húsaleigan er fengin úr Verðsjá Þjóðskrár og byggir á leigusamningum af höfuðborgarsvæðinu frá 2021 fyrir 1-2 herbergja íbúðir af stærðinni 20-50 fermetrar. Grunnframfærslan án húsnæðis er svo grunnviðmið Velferðarráðuneytisins fyrir einstakling. Það gerir t.d. ráð fyrir 6.233kr í samgöngur á mánuði, engum veitingum og innan við 24.000kr árlega í föt, raftæki og heimilisbúnað samanlagt. Sem sagt, sú sviðsmynd er óraunhæf. Velferðarráðuneytið setur einnig fram dæmigerða sviðsmynd þar sem grunnframfærslan er orðin 198.046kr, þó með bíl. Við sjáum því að laun aðila eitt, lágmarkslaun, duga ekki til dæmigerðrar grunnframfærslu ef hann vill líka leigja. Svo sennilega er það vanmat að sá sem hefur 1,1 m.kr í laun geti eytt sjöfalt á við láglauna manninn í lúxus, sennilega er margfeldið mun hærra. Auður skapar auð Framangreint segir okkur að beinn samanburður á heildarlaunum er lélegur mælikvarði ef við ætlum að reyna átta okkur á hversu vel fólk lifir varðandi efnahagsleg gæði og fjárhagslegt öryggi. Það að horfa á hvað fólk hefur á milli handanna eftir algjöra grunnframfærslu gefur okkur betri mynd af því hvernig lífi fólk getur lifað. Hvort það eigi efni á að kaupa föt, stunda tómstundir, safna í varasjóð, kaupa jólagjafir handa börnunum sínum og allt hitt sem gefur lífinu lit. Við sjáum að sú stærð, afgangurinn, vex ekki í beinu hlutfalli við hækkun launa heldur í veldisvexti. Sem þýðir þá að mörgu leiti að lífið verður einnig talsvert hratt auðveldara með hærri launum. En hér er eingöngu hálf sagan sögð. Á eitthverjum tímapunkti á launaskalanum hætta öll launin að fara í neyslu og fólk byrjar að leggja fyrir og safna upp eignum. Þær eignir geta svo af sér meiri tekjur, t.d. vextir af skuldabréfum og ávöxtun hlutabréfa, eða lækka kostnað grunnframfærslu, t.d. kostar alla jafna minna að greiða af láni en að leigja íbúð sem og að lánið greiðist upp á endanum en ekki leigan. Það veldur því að yfir tíð og tíma þá breikkar bilið á milli láglauna og hálauna fólks meira og meira. Talandi um um þennan vöxt á tekjum og eignum komst Edgar Miles Bronfman svo að orði „Það kostar vinnu að breyta hundrað dollurum í hundrað og tíu dollara. Að breyta hundrað milljónum dollara í hundrað og tíu milljónir dollara er hinsvegar óumflýjanlegt“. Svo hversu mikils virði er 1 króna til viðbótar, og af hverju er ég að ræða það? Ef aðili eitt fær launahækkun þá fer hún nánast pottþétt öll í aukna neyslu. Hann reynir að færa sig nær dæmigerðri neyslu, enda margt sem hann þarf að neita sér um á sínum núverandi launum. Og við það að byrja að geta leyft sér að eiga eðlilegra líf eykst notagildi og hamingja hans mikið. Aðili tvö er sirka í tekjum sem duga fyrir dæmigerðri framfærslu, svo ef hann fær launahækkun þá eyðir hann eflaust eitthverju meira í neyslu en gæti svo jafnvel farið að leggja fyrir eða fjárfesta, sem færir honum aukna lífshamingju en þó eflaust minni en aðila eitt. Aðili þrjú er hinsvegar langt fyrir ofan dæmigerða neyslu nú þegar, hann á efni á margfalt meiri lúxus en aðili tvö og óhemju mikið meiri lúxus en aðili eitt. Launahækkun fyrir þennan aðila skilar aukinni lífsánægju, en umtalsvert minni en fyrir hina tvo að öllum líkindum. Aðili þrjú er raunar á þannig launum að hann fær reglulegar launahækkanir í gegnum eigna uppsöfnun sína sama hvað. Svo hvað getum við tekið úr þessum pælingum? Við sjáum að þeir sem hafa minna á milli handanna bæði njóta hverrar krónu meira en þeir sem hafa hærri laun, en einnig hvað þeir sem hafa hærri laun hafa það í raun margfalt betra en þeir sem hafa lægri laun, nokkuð sem liggur ekki endilega í augum uppi. Og þá komum við loks að beinni umræðu um Ísland. Hér á landi er eilíft barið á verkalýðnum. Honum sagt að sýna ábyrgð og hófsemi. Eins og Vilhjálmur Birgisson rekur í nýlegri grein voru gerðir hér lífskjarasamningar árið 2019 og við þá hefur verkalýðshreyfingin staðið. Það eru aðilar eitt og tvö í framan greindum útreikningum. Aðilarnir sem hafa langmestu notin fyrir hærri laun, þeim sem sannarlega munar um krónurnar. En einkennilega þá hafa aðrir ekki staðið við samningana, til að mynda Seðlabankinn og Alþingi. Það eru aðilar þrjú í dæminu að framan, fólkið sem þegar hefur það mjög gott. Og svo dettur mönnum úr hópi þrjú í hug að koma fram og beina spjótum sínum að hópum eitt og tvö, fólkinu sem stóð við sitt. Alveg ótrúlegt. Ég skil það vel að allir vilji hafa það betra, sama hvaða laun þeir hafa. Ég ætla ekki að þykjast halda að heimurinn verði eitt bræðralag og kærleikur á næstunni, að fólk fari að hugsa fremur um náungann en sjálft sig. En þessi hræsni að ráðast sífellt að hópnum sem hefur það verst, hópnum sem var samið við og hefur staðið við sitt meðan aðrir hafa ekki gert það eða sýnt slæm fordæmi. Gjörsamlega óþolandi og stór furðulegt komandi frá fólki sem skilur hagfræði, skilur að það er í ábyrgðarstöðu og skilur hvaða afleiðingar slæm fordæmi geta haft á stöðugleikann sem þeim er svo annt um. Höfundur er viðskiptafræðingur.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar