Gylfi enn langlaunahæstur en tveir táningar með hundrað milljónir Sindri Sverrisson skrifar 3. janúar 2022 11:21 Gylfi Þór Sigurðsson er með tæplega tvær milljónir króna í laun á dag, fyrir skatt. EPA-EFE/PETER POWELL Gylfi Þór Sigurðsson og Jóhann Berg Guðmundsson eru tveir launahæstu atvinnumenn Íslands í íþróttum. Fjórtán íslenskir atvinnumenn eru sagðir með yfir 100 milljónir króna hver í árslaun. Þetta kemur fram í árlegri úttekt Viðskiptablaðsins. Þar segir að Gylfi sé með um 750 milljónir króna í áætluð árslaun fyrir skatt hjá Everton, eða um 2 milljónir króna á dag, þrátt fyrir að hann sé ekki í leikmannahópi liðsins í vetur vegna gruns um kynferðisbrot gegn barni. Gylfi kom til Everton frá Swansea fyrir metupphæð í sögu Everton árið 2017, eða 45 milljónir punda, og skrifaði þá undir samning sem gildir fram til næsta sumars. Þó að hann fái engar bónusgreiðslur á þessari leiktíð duga föst laun Gylfa vel til þess að hann sé langlaunahæsti atvinnumaður Íslands, samkvæmt Viðskiptablaðinu. Tíu launahæstu atvinnumenn Íslands, samkvæmt lista Viðskiptablaðsins: Gylfi Þór Sigurðsson, Everton – Um 750 m.kr. Jóhann Berg Guðmundsson, Burnley – Um 500 m. kr Aron Einar Gunnarsson, Al Arabi – Um 290 m.kr. Rúnar Alex Rúnarsson, Arsenal (OH Leuven í láni) – Um 250 m. kr. Alfreð Finnbogason, Augsburg – Um 225 m. kr. Arnór Sigurðsson, CSKA Moskva (Venezia í láni) – Um 200 m. kr Hörður B. Magnússon, CSKA Moskva – Um 200 m. kr Sverrir Ingi Ingason, PAOK – Um 180 m. kr. Rúnar Már Sigurjónsson, CFR Cluj – Um 150 m. kr. Guðlaugur Victor Pálsson, Schalke – Um 150 m. kr. *Áætluð laun á ári í krónum talið fyrir skatta Jóhann, sem leikið hefur með Burnley frá því eftir EM-ævintýrið 2016, er næstur á listanum með 500 milljónir króna í áætluð árslaun, fyrir skatt. Aron Einar Gunnarsson er þriðji með um 290 milljónir króna, sem leikmaður Al Arabi í Katar. Táningarnir í Köben með 100 milljónir hvor Rúnar Alex Rúnarsson, sem hóf árið sem einn af markvörðum Arsenal en var svo lánaður til OH Leuven í Belgíu, er í 4. sæti með um 250 milljónir króna í árslaun og þeir Alfreð Finnbogason, Arnór Sigurðsson og Hörður Björgvin Magnússon eru allir með að minnsta kosti 200 milljónir í árslaun. Sverrir Ingi Ingason, Rúnar Már Sigurjónsson, Guðlaugur Victor Pálsson og Jón Daði Böðvarsson eru með á bilinu 120-180 milljónir króna í árslaun, en fararsnið er á Jóni Daða hjá Millwall þar sem hann hefur ekkert fengið að spila á þessari leiktíð. Táningarnir Andri Fannar Baldursson og Ísak Bergmann Jóhannesson, sem nú eru báðir hjá FC Kaupmannahöfn, eru sagðir vera með 100 milljónir króna hvor í árslaun. Aron og Martin einu sem ekki spila fótbolta Á lista Viðskiptablaðsins yfir 42 launahæstu atvinnumenn Íslands í íþróttum eru aðeins tveir menn sem ekki eru fótboltamenn. Annar er Aron Pálmarsson, landsliðsfyrirliði í handbolta, sem sagður er með um 100 milljónir króna í árslaun. Aron varð Evrópumeistari með Barcelona í sumar en gekk svo í raðir Álaborgar í Danmörku. Hinn er Martin Hermannsson, körfuboltamaður hjá Valencia, sem í Viðskiptablaðinu er sagður vera með um 35 milljónir króna í laun á ári. Samkvæmt upplýsingum Vísis virðast þær tölur þó frá því að Martin var leikmaður Alba Berlín í Þýskalandi. Martin gekk í raðir Valencia sumarið 2020 og nú þegar hann leikur í bestu landsdeild Evrópu munu árslaun hans vera á bilinu 130-140 milljónir króna. Engin kona er á listanum. Tekjur Fótbolti Handbolti Körfubolti Enski boltinn Mest lesið Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Fleiri fréttir Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Fjórir frá hjá Blikum á morgun Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Spáir því að Joshua vinni með hrikalegu rothöggi Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Sjá meira
Þetta kemur fram í árlegri úttekt Viðskiptablaðsins. Þar segir að Gylfi sé með um 750 milljónir króna í áætluð árslaun fyrir skatt hjá Everton, eða um 2 milljónir króna á dag, þrátt fyrir að hann sé ekki í leikmannahópi liðsins í vetur vegna gruns um kynferðisbrot gegn barni. Gylfi kom til Everton frá Swansea fyrir metupphæð í sögu Everton árið 2017, eða 45 milljónir punda, og skrifaði þá undir samning sem gildir fram til næsta sumars. Þó að hann fái engar bónusgreiðslur á þessari leiktíð duga föst laun Gylfa vel til þess að hann sé langlaunahæsti atvinnumaður Íslands, samkvæmt Viðskiptablaðinu. Tíu launahæstu atvinnumenn Íslands, samkvæmt lista Viðskiptablaðsins: Gylfi Þór Sigurðsson, Everton – Um 750 m.kr. Jóhann Berg Guðmundsson, Burnley – Um 500 m. kr Aron Einar Gunnarsson, Al Arabi – Um 290 m.kr. Rúnar Alex Rúnarsson, Arsenal (OH Leuven í láni) – Um 250 m. kr. Alfreð Finnbogason, Augsburg – Um 225 m. kr. Arnór Sigurðsson, CSKA Moskva (Venezia í láni) – Um 200 m. kr Hörður B. Magnússon, CSKA Moskva – Um 200 m. kr Sverrir Ingi Ingason, PAOK – Um 180 m. kr. Rúnar Már Sigurjónsson, CFR Cluj – Um 150 m. kr. Guðlaugur Victor Pálsson, Schalke – Um 150 m. kr. *Áætluð laun á ári í krónum talið fyrir skatta Jóhann, sem leikið hefur með Burnley frá því eftir EM-ævintýrið 2016, er næstur á listanum með 500 milljónir króna í áætluð árslaun, fyrir skatt. Aron Einar Gunnarsson er þriðji með um 290 milljónir króna, sem leikmaður Al Arabi í Katar. Táningarnir í Köben með 100 milljónir hvor Rúnar Alex Rúnarsson, sem hóf árið sem einn af markvörðum Arsenal en var svo lánaður til OH Leuven í Belgíu, er í 4. sæti með um 250 milljónir króna í árslaun og þeir Alfreð Finnbogason, Arnór Sigurðsson og Hörður Björgvin Magnússon eru allir með að minnsta kosti 200 milljónir í árslaun. Sverrir Ingi Ingason, Rúnar Már Sigurjónsson, Guðlaugur Victor Pálsson og Jón Daði Böðvarsson eru með á bilinu 120-180 milljónir króna í árslaun, en fararsnið er á Jóni Daða hjá Millwall þar sem hann hefur ekkert fengið að spila á þessari leiktíð. Táningarnir Andri Fannar Baldursson og Ísak Bergmann Jóhannesson, sem nú eru báðir hjá FC Kaupmannahöfn, eru sagðir vera með 100 milljónir króna hvor í árslaun. Aron og Martin einu sem ekki spila fótbolta Á lista Viðskiptablaðsins yfir 42 launahæstu atvinnumenn Íslands í íþróttum eru aðeins tveir menn sem ekki eru fótboltamenn. Annar er Aron Pálmarsson, landsliðsfyrirliði í handbolta, sem sagður er með um 100 milljónir króna í árslaun. Aron varð Evrópumeistari með Barcelona í sumar en gekk svo í raðir Álaborgar í Danmörku. Hinn er Martin Hermannsson, körfuboltamaður hjá Valencia, sem í Viðskiptablaðinu er sagður vera með um 35 milljónir króna í laun á ári. Samkvæmt upplýsingum Vísis virðast þær tölur þó frá því að Martin var leikmaður Alba Berlín í Þýskalandi. Martin gekk í raðir Valencia sumarið 2020 og nú þegar hann leikur í bestu landsdeild Evrópu munu árslaun hans vera á bilinu 130-140 milljónir króna. Engin kona er á listanum.
Tíu launahæstu atvinnumenn Íslands, samkvæmt lista Viðskiptablaðsins: Gylfi Þór Sigurðsson, Everton – Um 750 m.kr. Jóhann Berg Guðmundsson, Burnley – Um 500 m. kr Aron Einar Gunnarsson, Al Arabi – Um 290 m.kr. Rúnar Alex Rúnarsson, Arsenal (OH Leuven í láni) – Um 250 m. kr. Alfreð Finnbogason, Augsburg – Um 225 m. kr. Arnór Sigurðsson, CSKA Moskva (Venezia í láni) – Um 200 m. kr Hörður B. Magnússon, CSKA Moskva – Um 200 m. kr Sverrir Ingi Ingason, PAOK – Um 180 m. kr. Rúnar Már Sigurjónsson, CFR Cluj – Um 150 m. kr. Guðlaugur Victor Pálsson, Schalke – Um 150 m. kr. *Áætluð laun á ári í krónum talið fyrir skatta
Tekjur Fótbolti Handbolti Körfubolti Enski boltinn Mest lesið Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Fleiri fréttir Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Fjórir frá hjá Blikum á morgun Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Spáir því að Joshua vinni með hrikalegu rothöggi Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Sjá meira