Hagskælingar fluttir í Ármúla Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 4. janúar 2022 13:07 Ætla má að mikið líf verði í Ármúla í vor þegar níundu bekkingar í Hagaskóla verða þar á vappi. Vísir/Vilhelm Miklar skerðingar eru á skólastarfi Hagaskóla vegna myglu sem fannst í einni álmu skólans í vetur. Það mun vera áfram það sem eftir er skólaárs og munu níundu bekkingar skólans sækja námið í Ármúla. S. Ingibjörg Jósefsdóttir, skólastjóri Hagaskóla, sendi foreldrum Hagskælinga tölvupóst í gær þar sem farið var yfir stöðuna. Þar kemur fram að skólastarf verði enn á þremur stöðum, í Hagaskóla, í Ármúla 30 og á Hótel Sögu. Frá því að grunur kom upp um myglu í skólanum hefur hluti nemenda fengið að vera á Hótel Sögu, sem er hinu megin við götuna frá Hagaskóla. Háskóli Íslands og Félagsstofnun Stúdenta keyptu nýlega Bændahöllina og rektor hefur tilkynnt að Hagskælingar fái áfram að nota húsnæði Hótels Sögu. Áttundi bekkur verður því áfram í bændahöllinni, það sem eftir er veturs, níundi bekkur verður sendur í Ármúlann á rútum en krakkar í tíunda bekk verða áfram í Hagaskóla. Svo virðist þó af tölvupóstinum frá Ingibjörgu að húsnæðisvandræði í sambland við sóttvarnaaðgerðir hafi gert skólastjórnendum erfitt fyrir að hefja skólastarf á tilætluðum tíma. Krakkarnir byrja því annað hvort á morgun, fimmtudag eða föstudag aftur í skólanum. Tíundi bekkur verður eins og áður segir í Hagaskóla og fær að mæta aftur eftir jólafrí á morgun. Krakkarnir fá ins vegar aðeins að vera í skólanum frá 8:30 til 12 út þessa viku. Frá og með 10. janúar er þó gert ráð fyrir fullri kennslu. Hagskælingar verða hér til húsa í vetur, í Ármúla 30.Já.is Níundi bekkur verður eins og áður segir í Ármúla þessa önnina og hefst kennsla nú á föstudag. Krakkarnir fá ekki að mæta fyrr en þá þar sem verið er að sótthreinsa húsgögn frá Hagaskóla til að flytja í nýjar vistarverur krakkanna. Þá verður kennsla á föstudag aðeins á milli klukkan 8:30 og 12 en hefst að fullu næsta mánudag. Áttundi bekkur verður áfram á Hótel Sögu og verður þar útbúið rými fyrir list- og verkkennslu. Árgangnum verður þessa vikuna skipt í tvennt. Bekkirnir AK, EÁ, JS og SMV fá að mæta á fimmtudag í skólann, milli 8:30 og 12 en EHH, HÁ, HG og VGS fá að mæta á föstudag. Sannarlegt púsluspil. Full kennsla hefst að nýju hjá þeim, eins og öðrum, 10. janúar. Grunnskólar Mygla Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Tengdar fréttir Háskólinn og FS kaupa Bændahöllina fyrir 4,9 milljarða Ríkissjóður og Félagsstofnun stúdenta munu greiða tæpa fimm milljarða króna fyrir kaupin á Hótel Sögu, Bændahöllinni, sem voru undirrituð í gær. Gert er ráð fyrir að ráðast þurfi í talsverðar viðgerðir og breytingar á byggingunni, sem verður nýtt bæði sem kennsluhúsnæði og í íbúðir fyrir stúdenta við Háskóla Íslands. 23. desember 2021 08:32 Níundi bekkur Hagaskóla verður í Háskólabíói fram að jólum Skólastjóri Hagaskóla segir stöðuna í skólanum sérstaka um þessar mundir. Aðeins einn árgangur er eftir í húsnæði skólans þar sem mygla hefur fundist í álmum áttunda og níunda bekkjar. Þá er einnig mögulegt að mygla leynist í álmu tíunda bekkjar. Unnið er að endurbótum en ómögulegt er að segja hversu langan tíma það muni taka. 30. nóvember 2021 17:11 Engin kennsla í 9. bekk í Hagaskóla eftir myglufund Allir nemendur í 9. bekk í Hagaskóla verða heima í dag vegna þess að mygla hefur fundist í kennslurými hjá árganginum. Eftir að mygla fannst í álmu 8. bekkjar var ákveðið að færa kennslu þess árgangs yfir í tímabundið húsnæði á Hótel Sögu. 30. nóvember 2021 07:01 Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
S. Ingibjörg Jósefsdóttir, skólastjóri Hagaskóla, sendi foreldrum Hagskælinga tölvupóst í gær þar sem farið var yfir stöðuna. Þar kemur fram að skólastarf verði enn á þremur stöðum, í Hagaskóla, í Ármúla 30 og á Hótel Sögu. Frá því að grunur kom upp um myglu í skólanum hefur hluti nemenda fengið að vera á Hótel Sögu, sem er hinu megin við götuna frá Hagaskóla. Háskóli Íslands og Félagsstofnun Stúdenta keyptu nýlega Bændahöllina og rektor hefur tilkynnt að Hagskælingar fái áfram að nota húsnæði Hótels Sögu. Áttundi bekkur verður því áfram í bændahöllinni, það sem eftir er veturs, níundi bekkur verður sendur í Ármúlann á rútum en krakkar í tíunda bekk verða áfram í Hagaskóla. Svo virðist þó af tölvupóstinum frá Ingibjörgu að húsnæðisvandræði í sambland við sóttvarnaaðgerðir hafi gert skólastjórnendum erfitt fyrir að hefja skólastarf á tilætluðum tíma. Krakkarnir byrja því annað hvort á morgun, fimmtudag eða föstudag aftur í skólanum. Tíundi bekkur verður eins og áður segir í Hagaskóla og fær að mæta aftur eftir jólafrí á morgun. Krakkarnir fá ins vegar aðeins að vera í skólanum frá 8:30 til 12 út þessa viku. Frá og með 10. janúar er þó gert ráð fyrir fullri kennslu. Hagskælingar verða hér til húsa í vetur, í Ármúla 30.Já.is Níundi bekkur verður eins og áður segir í Ármúla þessa önnina og hefst kennsla nú á föstudag. Krakkarnir fá ekki að mæta fyrr en þá þar sem verið er að sótthreinsa húsgögn frá Hagaskóla til að flytja í nýjar vistarverur krakkanna. Þá verður kennsla á föstudag aðeins á milli klukkan 8:30 og 12 en hefst að fullu næsta mánudag. Áttundi bekkur verður áfram á Hótel Sögu og verður þar útbúið rými fyrir list- og verkkennslu. Árgangnum verður þessa vikuna skipt í tvennt. Bekkirnir AK, EÁ, JS og SMV fá að mæta á fimmtudag í skólann, milli 8:30 og 12 en EHH, HÁ, HG og VGS fá að mæta á föstudag. Sannarlegt púsluspil. Full kennsla hefst að nýju hjá þeim, eins og öðrum, 10. janúar.
Grunnskólar Mygla Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Tengdar fréttir Háskólinn og FS kaupa Bændahöllina fyrir 4,9 milljarða Ríkissjóður og Félagsstofnun stúdenta munu greiða tæpa fimm milljarða króna fyrir kaupin á Hótel Sögu, Bændahöllinni, sem voru undirrituð í gær. Gert er ráð fyrir að ráðast þurfi í talsverðar viðgerðir og breytingar á byggingunni, sem verður nýtt bæði sem kennsluhúsnæði og í íbúðir fyrir stúdenta við Háskóla Íslands. 23. desember 2021 08:32 Níundi bekkur Hagaskóla verður í Háskólabíói fram að jólum Skólastjóri Hagaskóla segir stöðuna í skólanum sérstaka um þessar mundir. Aðeins einn árgangur er eftir í húsnæði skólans þar sem mygla hefur fundist í álmum áttunda og níunda bekkjar. Þá er einnig mögulegt að mygla leynist í álmu tíunda bekkjar. Unnið er að endurbótum en ómögulegt er að segja hversu langan tíma það muni taka. 30. nóvember 2021 17:11 Engin kennsla í 9. bekk í Hagaskóla eftir myglufund Allir nemendur í 9. bekk í Hagaskóla verða heima í dag vegna þess að mygla hefur fundist í kennslurými hjá árganginum. Eftir að mygla fannst í álmu 8. bekkjar var ákveðið að færa kennslu þess árgangs yfir í tímabundið húsnæði á Hótel Sögu. 30. nóvember 2021 07:01 Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Háskólinn og FS kaupa Bændahöllina fyrir 4,9 milljarða Ríkissjóður og Félagsstofnun stúdenta munu greiða tæpa fimm milljarða króna fyrir kaupin á Hótel Sögu, Bændahöllinni, sem voru undirrituð í gær. Gert er ráð fyrir að ráðast þurfi í talsverðar viðgerðir og breytingar á byggingunni, sem verður nýtt bæði sem kennsluhúsnæði og í íbúðir fyrir stúdenta við Háskóla Íslands. 23. desember 2021 08:32
Níundi bekkur Hagaskóla verður í Háskólabíói fram að jólum Skólastjóri Hagaskóla segir stöðuna í skólanum sérstaka um þessar mundir. Aðeins einn árgangur er eftir í húsnæði skólans þar sem mygla hefur fundist í álmum áttunda og níunda bekkjar. Þá er einnig mögulegt að mygla leynist í álmu tíunda bekkjar. Unnið er að endurbótum en ómögulegt er að segja hversu langan tíma það muni taka. 30. nóvember 2021 17:11
Engin kennsla í 9. bekk í Hagaskóla eftir myglufund Allir nemendur í 9. bekk í Hagaskóla verða heima í dag vegna þess að mygla hefur fundist í kennslurými hjá árganginum. Eftir að mygla fannst í álmu 8. bekkjar var ákveðið að færa kennslu þess árgangs yfir í tímabundið húsnæði á Hótel Sögu. 30. nóvember 2021 07:01