„Það er þetta sem gerist þegar illa gefinn maður les flókinn texta“ Eiður Þór Árnason skrifar 5. janúar 2022 12:59 Mistökin gerast á bestu bæjum og Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir mikilvægt að fram komi að fyrirtækið hafi almennt átt í góðu samstarfi við stjórnvöld. Vísir/baldur Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar (ÍE), hefur dregið til baka fyrri ummæli sín um að ríkisstjórnin hafi ekki sýnt fyrirtækinu neinn stuðning í deilunni við Persónuvernd. Hann segir að sú túlkun hafi byggt á misskilningi. Haft var eftir Kára í Fréttablaðinu í dag að svarbréf Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra við opnu bréfi, þar sem Kári óskaði eftir stuðningi ríkisstjórnarinnar, hafi verið innihaldslaust og í því ekki falist neinn stuðningur. „Ég hafði ekki lesið þetta bréf hennar Katrínar til hlítar og það er þetta sem gerist þegar illa gefinn maður les flókinn texta, að út úr þessu kom misskilningur,“ segir Kári nú í samtali við Vísi. Persónuvernd birti í nóvember ákvarðanir þar sem fram kom að bæði Íslensk erfðagreining og Landspítali hafa brotið persónuverndarlög með mótefnamælingum með blóðsýnatöku úr Covid-19 sjúklingum vorið 2020. Katrín sammála túlkun Kára Kári og ÍE hafa gert alvarlegar athugasemdir við niðurstöðu Persónuverndar og hyggjast láta reyna á niðurstöðuna fyrir dómstólum. „Katrín hefur veitt okkur nákvæmlega allan þann stuðning sem ég bað um í opna bréfinu sem ég sendi ríkisstjórninni, þannig að ég er afskaplega þakklátur fyrir það. Þetta bréf endurspeglar þá góðu samvinnu sem hefur verið milli okkar og stjórnvalda í vinnunni við þennan faraldur,“ segir Kári. Í bréfinu hafi komið fram að Katrín væri sammála þeirri túlkun ÍE og sóttvarnalæknis að fyrirtækið hafi með mótefnamælingunum í byrjun apríl 2020 verið að hlúa að sóttvörnum. „Við vorum ekki að vinna að vísindarannsókn að gamni okkar eins og Persónuvernd ályktaði,“ segir Kári. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.Vísir/Vilhelm Ekki beðið forsætisráðherra um að skipta sér af ákvörðun Persónuverndar „Það er sjálfsagt að vera kaþólskur í allri persónuvernd en ég skil ekki hvernig Persónuvernd dettur í hug að halda að hún sé sú stofnun sem ákvarði hvort eitthvað séu sóttvarnir eða ekki, hún finni hjá sér hvöt til að gagna gegn sóttvarnalækni. Það er dálítið skringilegt. Þarna í byrjun aprílmánaðar er pestin alveg ný og við erum að reyna að finna út hvað hún sé að gera og hvernig eigi að bregðast við. Við vorum að vinna að beiðni sóttvarnalæknis og Persónuvernd ályktar að við höfum ekki verið að vinna að sóttvörnum.“ Haft var eftir Kára í frétt Fréttablaðsins í dag að í svari Katrínar bendi hún á að Persónuvernd sé sjálfstæð stofnun sem starfi á grundvelli laga og því séu hendur ráðherra bundnar varðandi afstöðu til einstakra mála. Kári segir það ekki rétt að þetta komi fram í umræddu bréfi. „Við vorum ekki að biðja forsætisráðherra um að reyna að hafa áhrif á ákvarðanir Persónuverndar, því að því leyti eru hendur ríkisstjórnarinnar bundnar. Við vorum að biðja hana um að tjá skoðun sína á málinu og þar segir hún alveg klárlega að hún sé sammála sóttvarnalækni og að við höfum verið að vinna að sóttvörnum og engu öðru.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Persónuvernd Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Segist hafa fengið „innihaldslaust“ bréf frá Katrínu Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir að svarbréf Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra við opnu bréfi Kára, þar sem hann óskaði eftir stuðningi ríkisstjórnar vegna deilna Persónuverndar og ÍE, hafi verið innihaldslaust og í því hafi ekki falist neinn stuðningur. 5. janúar 2022 07:39 Opið bréf til Ríkisstjórnar Íslands frá Kára Stefánssyni forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar Dagana sjötta og sjöunda apríl árið 2020 var COVID-19 farsóttin okkur í alla staði ógnvekjandi ráðgáta. Á stundum leit hún að vísu út eins og vopn sem guðirnir væru að nota til þess að refsa dýrategund okkar fyrir sóðaskap hennar. 27. desember 2021 19:31 Undirbúa málsókn en eru enn að raðgreina sýni Íslensk erfðagreining er nú að undirbúa málsókn vegna ákvörðunar Persónuverndar frá því í síðustu viku þar sem fram kom að fyrirtækið hafi brotið persónuverndarlög. Þá er aðkoma fyrirtækisins að raðgreiningu sýna vegna Covid-19 til skoðunar. 6. desember 2021 16:24 Sekta hvorki LSH né ÍE fyrir brot á persónuvernd í tengslum við Covid-rannsókn Vinnsla Landspítalans (LSH) og Íslenskrar erfðagreiningar (ÍE) á persónuupplýsingum í tengslum við rannsókn þeirra á Covid-19 samrýmdist ekki persónuverndarlögum. 29. nóvember 2021 14:02 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Haft var eftir Kára í Fréttablaðinu í dag að svarbréf Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra við opnu bréfi, þar sem Kári óskaði eftir stuðningi ríkisstjórnarinnar, hafi verið innihaldslaust og í því ekki falist neinn stuðningur. „Ég hafði ekki lesið þetta bréf hennar Katrínar til hlítar og það er þetta sem gerist þegar illa gefinn maður les flókinn texta, að út úr þessu kom misskilningur,“ segir Kári nú í samtali við Vísi. Persónuvernd birti í nóvember ákvarðanir þar sem fram kom að bæði Íslensk erfðagreining og Landspítali hafa brotið persónuverndarlög með mótefnamælingum með blóðsýnatöku úr Covid-19 sjúklingum vorið 2020. Katrín sammála túlkun Kára Kári og ÍE hafa gert alvarlegar athugasemdir við niðurstöðu Persónuverndar og hyggjast láta reyna á niðurstöðuna fyrir dómstólum. „Katrín hefur veitt okkur nákvæmlega allan þann stuðning sem ég bað um í opna bréfinu sem ég sendi ríkisstjórninni, þannig að ég er afskaplega þakklátur fyrir það. Þetta bréf endurspeglar þá góðu samvinnu sem hefur verið milli okkar og stjórnvalda í vinnunni við þennan faraldur,“ segir Kári. Í bréfinu hafi komið fram að Katrín væri sammála þeirri túlkun ÍE og sóttvarnalæknis að fyrirtækið hafi með mótefnamælingunum í byrjun apríl 2020 verið að hlúa að sóttvörnum. „Við vorum ekki að vinna að vísindarannsókn að gamni okkar eins og Persónuvernd ályktaði,“ segir Kári. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.Vísir/Vilhelm Ekki beðið forsætisráðherra um að skipta sér af ákvörðun Persónuverndar „Það er sjálfsagt að vera kaþólskur í allri persónuvernd en ég skil ekki hvernig Persónuvernd dettur í hug að halda að hún sé sú stofnun sem ákvarði hvort eitthvað séu sóttvarnir eða ekki, hún finni hjá sér hvöt til að gagna gegn sóttvarnalækni. Það er dálítið skringilegt. Þarna í byrjun aprílmánaðar er pestin alveg ný og við erum að reyna að finna út hvað hún sé að gera og hvernig eigi að bregðast við. Við vorum að vinna að beiðni sóttvarnalæknis og Persónuvernd ályktar að við höfum ekki verið að vinna að sóttvörnum.“ Haft var eftir Kára í frétt Fréttablaðsins í dag að í svari Katrínar bendi hún á að Persónuvernd sé sjálfstæð stofnun sem starfi á grundvelli laga og því séu hendur ráðherra bundnar varðandi afstöðu til einstakra mála. Kári segir það ekki rétt að þetta komi fram í umræddu bréfi. „Við vorum ekki að biðja forsætisráðherra um að reyna að hafa áhrif á ákvarðanir Persónuverndar, því að því leyti eru hendur ríkisstjórnarinnar bundnar. Við vorum að biðja hana um að tjá skoðun sína á málinu og þar segir hún alveg klárlega að hún sé sammála sóttvarnalækni og að við höfum verið að vinna að sóttvörnum og engu öðru.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Persónuvernd Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Segist hafa fengið „innihaldslaust“ bréf frá Katrínu Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir að svarbréf Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra við opnu bréfi Kára, þar sem hann óskaði eftir stuðningi ríkisstjórnar vegna deilna Persónuverndar og ÍE, hafi verið innihaldslaust og í því hafi ekki falist neinn stuðningur. 5. janúar 2022 07:39 Opið bréf til Ríkisstjórnar Íslands frá Kára Stefánssyni forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar Dagana sjötta og sjöunda apríl árið 2020 var COVID-19 farsóttin okkur í alla staði ógnvekjandi ráðgáta. Á stundum leit hún að vísu út eins og vopn sem guðirnir væru að nota til þess að refsa dýrategund okkar fyrir sóðaskap hennar. 27. desember 2021 19:31 Undirbúa málsókn en eru enn að raðgreina sýni Íslensk erfðagreining er nú að undirbúa málsókn vegna ákvörðunar Persónuverndar frá því í síðustu viku þar sem fram kom að fyrirtækið hafi brotið persónuverndarlög. Þá er aðkoma fyrirtækisins að raðgreiningu sýna vegna Covid-19 til skoðunar. 6. desember 2021 16:24 Sekta hvorki LSH né ÍE fyrir brot á persónuvernd í tengslum við Covid-rannsókn Vinnsla Landspítalans (LSH) og Íslenskrar erfðagreiningar (ÍE) á persónuupplýsingum í tengslum við rannsókn þeirra á Covid-19 samrýmdist ekki persónuverndarlögum. 29. nóvember 2021 14:02 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Segist hafa fengið „innihaldslaust“ bréf frá Katrínu Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir að svarbréf Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra við opnu bréfi Kára, þar sem hann óskaði eftir stuðningi ríkisstjórnar vegna deilna Persónuverndar og ÍE, hafi verið innihaldslaust og í því hafi ekki falist neinn stuðningur. 5. janúar 2022 07:39
Opið bréf til Ríkisstjórnar Íslands frá Kára Stefánssyni forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar Dagana sjötta og sjöunda apríl árið 2020 var COVID-19 farsóttin okkur í alla staði ógnvekjandi ráðgáta. Á stundum leit hún að vísu út eins og vopn sem guðirnir væru að nota til þess að refsa dýrategund okkar fyrir sóðaskap hennar. 27. desember 2021 19:31
Undirbúa málsókn en eru enn að raðgreina sýni Íslensk erfðagreining er nú að undirbúa málsókn vegna ákvörðunar Persónuverndar frá því í síðustu viku þar sem fram kom að fyrirtækið hafi brotið persónuverndarlög. Þá er aðkoma fyrirtækisins að raðgreiningu sýna vegna Covid-19 til skoðunar. 6. desember 2021 16:24
Sekta hvorki LSH né ÍE fyrir brot á persónuvernd í tengslum við Covid-rannsókn Vinnsla Landspítalans (LSH) og Íslenskrar erfðagreiningar (ÍE) á persónuupplýsingum í tengslum við rannsókn þeirra á Covid-19 samrýmdist ekki persónuverndarlögum. 29. nóvember 2021 14:02