„Þetta er mjög öflug lægð“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 6. janúar 2022 00:01 Leiðindaveður í miðborg Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm Veðurfræðingur á Veðurstofunni segir að lægðin fari af stað eins og við var að búast. Lægðin er þó ekki búin enn og veður mun líklega koma til með að ná hámarki á miðnætti. Appelsínugular og gular viðvaranir eru í gildi á Suðvesturhorninu í dag, og flestar í gildi til klukkan fimm eða sex í fyrramálið. Teitur Arason, veðurfræðingur á Veðurstofunni, segir að veðrið fari ört versnandi. Það muni líklega vera nokkuð hvasst þangað til í fyrramálið, en eins og fyrr segir nær lægðin hámarki á miðnætti. Teitur segir að lægðin komi sér ekki á óvart og veðurspár virðast ætla að ganga eftir. Lægðir sem þessar séu algengar á þessum árstíma: Víðtækur stormur og rok og sums staðar enn hvassara. „Þetta er nú svona þrýstingur sem að maður sér nú á Grænlandshafi flesta vetur, 930 hPa, þannig að hún er kannski ekki mjög óvenjuleg. En jú, þetta er mjög öflug lægð og appelsínugul viðvörun en þetta sést svona flesta vetur, þessi þrýstingur. Og það eru nokkrar appelsínugular viðvaranir á hverju ári, þannig að þetta er ekkert óvenjulegt,“ segir hann. Teitur tekur ekki undir nöldur blaðamanns, sem kallaði veðrið haustveður, og væri helst til í snjó og „skíðaveður.“ „Það er yfirleitt mest af óveðrum í janúar og febrúar, byrjar oft seint í desember og verst í janúar og febrúar. Þannig að þetta er akkúrat mesti óróleikatíminn í veðrinu. Svona gerist alltaf með lægðum á veturna, það kemur hlýtt loft með þeim og það sem veldur þessari lægð eru átök milli heimskautalofts og hlýs lofts úr suðri,“ segir Teitur Arason veðurfræðingur. Þrátt fyrir að lægðin slái veðurfræðinginn ekki út af laginu segir Teitur að rokið geti valdið tjóni í nótt. Það eigi enn eftir að koma í ljós en björgunarsveitir eru í viðbragðsstöðu. Náðir þú myndum eða myndböndum af óveðrinu? Endilega sendu okkur myndir eða myndbönd á tölvupóstfangið ritstjorn@visir.is. Veður Björgunarsveitir Tengdar fréttir Björgunarsveitirnar farnar að finna fyrir óveðrinu Kvöldið er svo sannarlega hafið hjá björgunarsveitum víðsvegar á landinu. Útköllum í tengslum við óveður sem nú gengur yfir Suðvesturland og Vesturland fer fjölgandi. Appelsínugular veðurviðvaranir eru í gildi á nær öllu Vesturlandi og Suðvesturhorni landsins. 5. janúar 2022 23:28 Gular viðvaranir víðast orðnar appelsínugular Appelsínugular veðurviðvaranir eru í gildi á nær öllu Vesturlandi. Þær taka gildi í kvöld og gilda fram til klukkan sex í fyrramálið. 5. janúar 2022 16:58 Sögulega djúp lægð í kortunum Lægðin sem nú stefnir á landið úr vestri stefnir í að verða fádæma djúp. Ef frá eru taldir fellibyljir er ekki vitað um margar lægðir hér á landi sem eru dýpri. 3. janúar 2022 22:13 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Fleiri fréttir „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Sjá meira
Teitur Arason, veðurfræðingur á Veðurstofunni, segir að veðrið fari ört versnandi. Það muni líklega vera nokkuð hvasst þangað til í fyrramálið, en eins og fyrr segir nær lægðin hámarki á miðnætti. Teitur segir að lægðin komi sér ekki á óvart og veðurspár virðast ætla að ganga eftir. Lægðir sem þessar séu algengar á þessum árstíma: Víðtækur stormur og rok og sums staðar enn hvassara. „Þetta er nú svona þrýstingur sem að maður sér nú á Grænlandshafi flesta vetur, 930 hPa, þannig að hún er kannski ekki mjög óvenjuleg. En jú, þetta er mjög öflug lægð og appelsínugul viðvörun en þetta sést svona flesta vetur, þessi þrýstingur. Og það eru nokkrar appelsínugular viðvaranir á hverju ári, þannig að þetta er ekkert óvenjulegt,“ segir hann. Teitur tekur ekki undir nöldur blaðamanns, sem kallaði veðrið haustveður, og væri helst til í snjó og „skíðaveður.“ „Það er yfirleitt mest af óveðrum í janúar og febrúar, byrjar oft seint í desember og verst í janúar og febrúar. Þannig að þetta er akkúrat mesti óróleikatíminn í veðrinu. Svona gerist alltaf með lægðum á veturna, það kemur hlýtt loft með þeim og það sem veldur þessari lægð eru átök milli heimskautalofts og hlýs lofts úr suðri,“ segir Teitur Arason veðurfræðingur. Þrátt fyrir að lægðin slái veðurfræðinginn ekki út af laginu segir Teitur að rokið geti valdið tjóni í nótt. Það eigi enn eftir að koma í ljós en björgunarsveitir eru í viðbragðsstöðu. Náðir þú myndum eða myndböndum af óveðrinu? Endilega sendu okkur myndir eða myndbönd á tölvupóstfangið ritstjorn@visir.is.
Veður Björgunarsveitir Tengdar fréttir Björgunarsveitirnar farnar að finna fyrir óveðrinu Kvöldið er svo sannarlega hafið hjá björgunarsveitum víðsvegar á landinu. Útköllum í tengslum við óveður sem nú gengur yfir Suðvesturland og Vesturland fer fjölgandi. Appelsínugular veðurviðvaranir eru í gildi á nær öllu Vesturlandi og Suðvesturhorni landsins. 5. janúar 2022 23:28 Gular viðvaranir víðast orðnar appelsínugular Appelsínugular veðurviðvaranir eru í gildi á nær öllu Vesturlandi. Þær taka gildi í kvöld og gilda fram til klukkan sex í fyrramálið. 5. janúar 2022 16:58 Sögulega djúp lægð í kortunum Lægðin sem nú stefnir á landið úr vestri stefnir í að verða fádæma djúp. Ef frá eru taldir fellibyljir er ekki vitað um margar lægðir hér á landi sem eru dýpri. 3. janúar 2022 22:13 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Fleiri fréttir „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Sjá meira
Björgunarsveitirnar farnar að finna fyrir óveðrinu Kvöldið er svo sannarlega hafið hjá björgunarsveitum víðsvegar á landinu. Útköllum í tengslum við óveður sem nú gengur yfir Suðvesturland og Vesturland fer fjölgandi. Appelsínugular veðurviðvaranir eru í gildi á nær öllu Vesturlandi og Suðvesturhorni landsins. 5. janúar 2022 23:28
Gular viðvaranir víðast orðnar appelsínugular Appelsínugular veðurviðvaranir eru í gildi á nær öllu Vesturlandi. Þær taka gildi í kvöld og gilda fram til klukkan sex í fyrramálið. 5. janúar 2022 16:58
Sögulega djúp lægð í kortunum Lægðin sem nú stefnir á landið úr vestri stefnir í að verða fádæma djúp. Ef frá eru taldir fellibyljir er ekki vitað um margar lægðir hér á landi sem eru dýpri. 3. janúar 2022 22:13