Sara segir að Kobe Bryant hafi hjálpað henni að komast í gegnum meiðslin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. janúar 2022 09:00 Kobe Bryant og Sara Sigmundsdóttir. Hún nýtti sér hugarfar eins besta leikmanns NBA deildarinnar frá upphafi. Samsett/EPA&Instagram Íslenska CrossFit stórstjarnan Sara Sigmundsdóttir var ánægð með stöðuna á sér eftir Dubai CrossFit mótið í desember þegar hún gerði upp mótið í viðtali við Morning Chalk Up vefinn. Blaðamaður þessa virta CrossFit fjölmiðils talaði um Suðurnesjakonuna sem hina ætíð brosandi Söru en það er nánast ómögulegt verkefni að reyna að hitta á okkar konu í slæmu skapi. Hún felur það alla vega betur en flestir þegar það liggur ekki eins vel á henni. Sara er aftur farinn að keppa á stóra CrossFit sviðinu eftir krossbandsslit í mars í fyrra og aðgerð í apríl. Mörgum þótti hún taka mikla áhættu með því að keppa í Dúbaí aðeins átta mánuðum eftir aðgerð. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Sara ræddi meðal annars andlega hlutann hjá íþróttakonu sem ætlar sér stóra hluti en slítur krossband degi fyrr að tímabilið fer af stað. „Ég lagði áherslu á það að hugsa um það sem ég gat stjórnað sjálf. Í stað þess að hugsa um af hverju þetta gerðist fyrir mig þá frekar að líta á þetta sem svo að það sé ástæða fyrir því að ég þarf að ganga í gegnum þetta,“ sagði Sara Sigmundsdóttir í viðtalinu við blaðamann Morning Chalk Up. „Ég elska Kobe Bryant og ég horfði mikið á heimildarmyndir í endurhæfingunni minni til að veita mér innblástur. Það var ein um hann eftir að hann sleit hásina sína,“ sagði Sara. „Hann var að segja þar: Ég var íþróttamaðurinn sem var valinn til að fara í gegnum svona meiðsli til að sýna fólki að það sé hægt að komast í gegnum þetta og vera betri þegar þú kemur til baka,“ sagði Sara. „Ég hugsaði í framhaldinu. Ég verð þessi persóna í CrossFit íþróttinni. Ég sleit krossbandið og ef það gerist fyrir einhvern annan þá geta þau horft á mig og sagt: Sara tókst það og þá get ég það líka,“ sagði Sara sem ræddi enn frekar hugarfar sitt í tengslum meiðsla. Sara sýndi sjálf mikinn andlegan styrk fyrstu tvo dagana í krefjandi greinum fyrir konu nýkomna úr krossbandsslitum og kláraði keppnina í Dúbaí með glæsibrag á góðum lokadegi. „Ég myndi segja að ég væri í áttatíu prósentunum núna því ég á svo mikið eftir á tankinum,“ sagði Sara. „Mér finnst að þessi keppni hafi sýnt mér að ég sé á réttri leið. Í jafnhendingunni hugsaði til dæmis ekki einu sinni um að slíta krossbandið aftur. Ég lyfti síðan 12,5 kílóum meira en ég hafði gert þangað til með nýja krossbandið,“ sagði Sara en hún sleit einmitt krossbandið sitt í samskonar æfingu í mars 2021. „Ég sá að hugurinn minn er að koma aftur, ég er farinn að treysta líkamanum betur og ég er að verða sterkari. Ef eitthvað er þá hefur þetta minnt mig á því af hverju ég er að þessu,“ sagði Sara. Næst á dagskrá hjá Söru er að keppa á Wodapalooza mótinu í Miami seinna í þessum mánuði. Það má hlusta á allt viðtalið hér fyrir neðan en það er um tuttugu mínútur. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=4voeOGzAH9w">watch on YouTube</a> CrossFit Mest lesið Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Sveindís kvödd á sunnudaginn Fótbolti Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Fótbolti Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Körfubolti Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Körfubolti Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Fótbolti Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Fótbolti Fleiri fréttir Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Frá Eyjum til Ísraels „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Enrique léttur eftir leik: „Við erum bændadeild“ Ásgeir Sigurvinsson sjötugur í dag Dáðust að Donnarumma: „Þetta er ekkert eðlilega góð markvarsla“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Sveindís kvödd á sunnudaginn Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Sjáðu mörkin sem tryggðu PSG sæti í úrslitaleiknum Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Dagskráin: Lokaúrslitin hefjast og barist um sæti úrslitaleikjunum í Evrópu Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Krista Gló: Ætluðum að vinna Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Sjá meira
Blaðamaður þessa virta CrossFit fjölmiðils talaði um Suðurnesjakonuna sem hina ætíð brosandi Söru en það er nánast ómögulegt verkefni að reyna að hitta á okkar konu í slæmu skapi. Hún felur það alla vega betur en flestir þegar það liggur ekki eins vel á henni. Sara er aftur farinn að keppa á stóra CrossFit sviðinu eftir krossbandsslit í mars í fyrra og aðgerð í apríl. Mörgum þótti hún taka mikla áhættu með því að keppa í Dúbaí aðeins átta mánuðum eftir aðgerð. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Sara ræddi meðal annars andlega hlutann hjá íþróttakonu sem ætlar sér stóra hluti en slítur krossband degi fyrr að tímabilið fer af stað. „Ég lagði áherslu á það að hugsa um það sem ég gat stjórnað sjálf. Í stað þess að hugsa um af hverju þetta gerðist fyrir mig þá frekar að líta á þetta sem svo að það sé ástæða fyrir því að ég þarf að ganga í gegnum þetta,“ sagði Sara Sigmundsdóttir í viðtalinu við blaðamann Morning Chalk Up. „Ég elska Kobe Bryant og ég horfði mikið á heimildarmyndir í endurhæfingunni minni til að veita mér innblástur. Það var ein um hann eftir að hann sleit hásina sína,“ sagði Sara. „Hann var að segja þar: Ég var íþróttamaðurinn sem var valinn til að fara í gegnum svona meiðsli til að sýna fólki að það sé hægt að komast í gegnum þetta og vera betri þegar þú kemur til baka,“ sagði Sara. „Ég hugsaði í framhaldinu. Ég verð þessi persóna í CrossFit íþróttinni. Ég sleit krossbandið og ef það gerist fyrir einhvern annan þá geta þau horft á mig og sagt: Sara tókst það og þá get ég það líka,“ sagði Sara sem ræddi enn frekar hugarfar sitt í tengslum meiðsla. Sara sýndi sjálf mikinn andlegan styrk fyrstu tvo dagana í krefjandi greinum fyrir konu nýkomna úr krossbandsslitum og kláraði keppnina í Dúbaí með glæsibrag á góðum lokadegi. „Ég myndi segja að ég væri í áttatíu prósentunum núna því ég á svo mikið eftir á tankinum,“ sagði Sara. „Mér finnst að þessi keppni hafi sýnt mér að ég sé á réttri leið. Í jafnhendingunni hugsaði til dæmis ekki einu sinni um að slíta krossbandið aftur. Ég lyfti síðan 12,5 kílóum meira en ég hafði gert þangað til með nýja krossbandið,“ sagði Sara en hún sleit einmitt krossbandið sitt í samskonar æfingu í mars 2021. „Ég sá að hugurinn minn er að koma aftur, ég er farinn að treysta líkamanum betur og ég er að verða sterkari. Ef eitthvað er þá hefur þetta minnt mig á því af hverju ég er að þessu,“ sagði Sara. Næst á dagskrá hjá Söru er að keppa á Wodapalooza mótinu í Miami seinna í þessum mánuði. Það má hlusta á allt viðtalið hér fyrir neðan en það er um tuttugu mínútur. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=4voeOGzAH9w">watch on YouTube</a>
CrossFit Mest lesið Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Sveindís kvödd á sunnudaginn Fótbolti Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Fótbolti Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Körfubolti Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Körfubolti Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Fótbolti Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Fótbolti Fleiri fréttir Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Frá Eyjum til Ísraels „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Enrique léttur eftir leik: „Við erum bændadeild“ Ásgeir Sigurvinsson sjötugur í dag Dáðust að Donnarumma: „Þetta er ekkert eðlilega góð markvarsla“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Sveindís kvödd á sunnudaginn Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Sjáðu mörkin sem tryggðu PSG sæti í úrslitaleiknum Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Dagskráin: Lokaúrslitin hefjast og barist um sæti úrslitaleikjunum í Evrópu Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Krista Gló: Ætluðum að vinna Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Sjá meira
Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn
Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn