Tillaga borgaryfirvalda grátbrosleg Snorri Másson og Árni Sæberg skrifa 7. janúar 2022 22:29 Haraldur Freyr Gíslason, formaður Félags leikskólakennara. Stöð 2/Egill Borgarráð Reykjavíkur samþykkti í gær tillögu skóla- og frístundasviðs um 20 milljóna króna stuðning sem á að liðka fyrir ráðningum á leikskólum borgarinnar. Fimm milljónir fara beint í að greiða starfsfólki fyrir að sannfæra aðra um að koma til starfa. Formaður Félags leikskólakennara segir tillöguna grátbroslega. Eins og væntanlega flestir reykvískir foreldrar þekkja er ekkert gamanmál að koma barninu á leikskóla. Borgaryfirvöld hafa staðið í ströngu í von um að fjölga leikskólarýmum og hluti af þessu er mönnunin. Það er mjög erfitt að fá fólk. Nýjasta ráðið er þetta: Ef þú vinnur á leikskóla og færð vin eða ættingja til starfa þá færð þú 75 þúsund krónur í launaauka. Haraldur Freyr Gíslason, formaður Félags leikskólakennara segir tillöguna grátbroslega og að „Tupperware-pýramída hvatning“ sé ekki líkleg til að ráðast á rót mönnunarvandans. „Fyrir utan það er frændi þinn eða vinur kannski ekki gott efni í leikskólakennara og það er alveg ástæða fyrir því að þú þarft fimm ára meistaranám til að sinna þessu starfi,“ segir hann. Ráða ekki við stækkun kerfisins Þó er hann sammála því að rót vandans sé að leikskólakennarar séu ekki nægilega margir og að fjölgun þeirra hafi verið eitt stærsta verkefni sveitarfélaga á síðustu árum. „Ein af þeim breytum sem gerir það að verkum að það gengur hægt hlutfallslega er að kerfið hefur stækkað allt of hratt á undanförnum árum, það hefur stækkað um helming á síðastliðnum tuttugu árum. Við erum sífellt að taka inn yngri og yngri börn og við ráðum ekki við þessa stækkun,“ segir hann. Þetta eru ekki geimvísindi Því hefur verið velt upp að þetta nýjasta útspil borgarinnar sé nokkurs konar auglýsingarherferð fyrir leikskólakennarastarfið. Haraldur telur ímyndarvanda ekki skýra skort á leikskólakennurum. „Þetta er kannski ekki geimvísindi, ef við myndum spegla þetta yfir í markaðslögmálið og myndum kannski ákveða að hækka byrjunarlaun leikskólakennara upp í þrjár milljónir á morgun, þá eftir fimm ár er ég viss um að yrði offramboð af leikskólakennurum. En það er ekki að fara að gerast á morgun, en kannski hinn,“ segir Haraldur glettinn að lokum. Skóla - og menntamál Reykjavík Leikskólar Kjaramál Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Fleiri fréttir Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Sjá meira
Eins og væntanlega flestir reykvískir foreldrar þekkja er ekkert gamanmál að koma barninu á leikskóla. Borgaryfirvöld hafa staðið í ströngu í von um að fjölga leikskólarýmum og hluti af þessu er mönnunin. Það er mjög erfitt að fá fólk. Nýjasta ráðið er þetta: Ef þú vinnur á leikskóla og færð vin eða ættingja til starfa þá færð þú 75 þúsund krónur í launaauka. Haraldur Freyr Gíslason, formaður Félags leikskólakennara segir tillöguna grátbroslega og að „Tupperware-pýramída hvatning“ sé ekki líkleg til að ráðast á rót mönnunarvandans. „Fyrir utan það er frændi þinn eða vinur kannski ekki gott efni í leikskólakennara og það er alveg ástæða fyrir því að þú þarft fimm ára meistaranám til að sinna þessu starfi,“ segir hann. Ráða ekki við stækkun kerfisins Þó er hann sammála því að rót vandans sé að leikskólakennarar séu ekki nægilega margir og að fjölgun þeirra hafi verið eitt stærsta verkefni sveitarfélaga á síðustu árum. „Ein af þeim breytum sem gerir það að verkum að það gengur hægt hlutfallslega er að kerfið hefur stækkað allt of hratt á undanförnum árum, það hefur stækkað um helming á síðastliðnum tuttugu árum. Við erum sífellt að taka inn yngri og yngri börn og við ráðum ekki við þessa stækkun,“ segir hann. Þetta eru ekki geimvísindi Því hefur verið velt upp að þetta nýjasta útspil borgarinnar sé nokkurs konar auglýsingarherferð fyrir leikskólakennarastarfið. Haraldur telur ímyndarvanda ekki skýra skort á leikskólakennurum. „Þetta er kannski ekki geimvísindi, ef við myndum spegla þetta yfir í markaðslögmálið og myndum kannski ákveða að hækka byrjunarlaun leikskólakennara upp í þrjár milljónir á morgun, þá eftir fimm ár er ég viss um að yrði offramboð af leikskólakennurum. En það er ekki að fara að gerast á morgun, en kannski hinn,“ segir Haraldur glettinn að lokum.
Skóla - og menntamál Reykjavík Leikskólar Kjaramál Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Fleiri fréttir Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Sjá meira