Aðstoðar fólk að nálgast ormalyf ólöglega Óttar Kolbeinsson Proppé og Árni Sæberg skrifa 10. janúar 2022 20:41 Margrét Friðriksdóttir er mikill talsmaður lyfsins Ivermektín. Getty Images/Stöð 2 Einn helsti andstæðingur sóttvarnaaðgerða á Íslandi hefur aðstoðað fólk við að nálgast lyfið Ivermektín til meðferðar við Covid-19. Lyfið er lyfseðilskylt og ekki ætlað til meðferðar við Covid-19. Það vakti athygli í dag þegar Margrét Friðriksdóttir tilkynnti það í pistli sínum að hún hefði undanfarið aðstoðað fólk í kring um sig við að næla sér í lyfið Ivermektín. Lyfið hefur markaðsleyfi og var markaðssett á töfluformi í október á síðasta ári. Einnig er það fáanlegt sem krem sem er einungis ætlað til notkunar útvortis á húð til meðferðar við bólum og þrymlum sem fylgja húðsjúkdómnum rósroða. Ávísun kremsins er bundin við sérfræðinga í húðsjúkdómum. Fréttastofa ræddi lyfið við Margréti og Rúnu Hauksdóttur Hvannberg, forstjóra Lyfjastofnunar í kvöldfréttum Stöðvar 2: Margrét segir það ekki þannig að hún sjálf sé að selja lyfið innanlands. „Þú getur beðið vissa lækna um þetta og fengið uppáskrift. En eins og ég segi það er svolítið dýrt. En þú getur fengið þetta bara í gegn um apótek. En það er eins og ég segi... þú verður að tala við réttu læknana því það eru margir ennþá eitthvað skeptískir og eru að reyna að loka á þetta,“ segir hún. Lyfjastofnun kærði heimilislækni til lögreglu vegna dreifingar á lyfinu í byrjun síðasta árs. Þá áréttuðu Lyfjastofnun og embætti landlæknis, í ágúst síðastliðnum, að lyfið Soolantra (ivermektín) væri einungis notað til útvortis notkunar á húð, en ekki til inntöku. Stofnanirnar höfðu fengið áreiðanlegar upplýsingar um að sjúklingar með COVID-19 hafi tekið lyfið um munn og rökstuddan grun um að það hafi haft alvarlegar aukaverkanir í för með sér. Gengur kaupum og sölum á svörtum markaði Margrét segir einnig að svartur markaður á lyfinu sé til staðar á landinu. „Já, já. Það eru líka einhverjir sem hafa bara náð að koma með þetta með sér erlendis frá og panta þetta í sumum tilvikum. Það sleppur svona stundum í gegn um tollinn,“ segir hún. Engar rannsóknir sem bendi til að lyfið virki Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar, bendir á að Lyfjastofnun Evrópu, Lyfjaeftirlit Bandaríkjanna og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin segi öll að engar niðurstöður rannsókna bendi til þess að Ivermektín gagnist á fyrirbyggjandi hátt við Covid-19. Þá segir hún eitt lyf hafa markaðsleyfi hér á landi sem innihaldi Ivermektín. Það sé notað við ormum og kláðamaur. „Læknum er að sjálfsögðu heimilt að ávísa utan ábendinga, og gera það þá á sína ábyrgð. Fólk verður bara að vita það að lyfið er ekki ætlað til meðhöndlunar á Covid eða fyrirbyggingjandi,“ segir hún. Þá segir hún að einungis megi afhenda umrætt lyf gegn lyfseðli og að fólk megi flytja það inn hafi það lyfseðil sem gildir innan EES-svæðisins. Aðrar leiðir til að útvega lyfið séu ólöglegar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Lyf Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Fleiri fréttir Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Sjá meira
Það vakti athygli í dag þegar Margrét Friðriksdóttir tilkynnti það í pistli sínum að hún hefði undanfarið aðstoðað fólk í kring um sig við að næla sér í lyfið Ivermektín. Lyfið hefur markaðsleyfi og var markaðssett á töfluformi í október á síðasta ári. Einnig er það fáanlegt sem krem sem er einungis ætlað til notkunar útvortis á húð til meðferðar við bólum og þrymlum sem fylgja húðsjúkdómnum rósroða. Ávísun kremsins er bundin við sérfræðinga í húðsjúkdómum. Fréttastofa ræddi lyfið við Margréti og Rúnu Hauksdóttur Hvannberg, forstjóra Lyfjastofnunar í kvöldfréttum Stöðvar 2: Margrét segir það ekki þannig að hún sjálf sé að selja lyfið innanlands. „Þú getur beðið vissa lækna um þetta og fengið uppáskrift. En eins og ég segi það er svolítið dýrt. En þú getur fengið þetta bara í gegn um apótek. En það er eins og ég segi... þú verður að tala við réttu læknana því það eru margir ennþá eitthvað skeptískir og eru að reyna að loka á þetta,“ segir hún. Lyfjastofnun kærði heimilislækni til lögreglu vegna dreifingar á lyfinu í byrjun síðasta árs. Þá áréttuðu Lyfjastofnun og embætti landlæknis, í ágúst síðastliðnum, að lyfið Soolantra (ivermektín) væri einungis notað til útvortis notkunar á húð, en ekki til inntöku. Stofnanirnar höfðu fengið áreiðanlegar upplýsingar um að sjúklingar með COVID-19 hafi tekið lyfið um munn og rökstuddan grun um að það hafi haft alvarlegar aukaverkanir í för með sér. Gengur kaupum og sölum á svörtum markaði Margrét segir einnig að svartur markaður á lyfinu sé til staðar á landinu. „Já, já. Það eru líka einhverjir sem hafa bara náð að koma með þetta með sér erlendis frá og panta þetta í sumum tilvikum. Það sleppur svona stundum í gegn um tollinn,“ segir hún. Engar rannsóknir sem bendi til að lyfið virki Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar, bendir á að Lyfjastofnun Evrópu, Lyfjaeftirlit Bandaríkjanna og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin segi öll að engar niðurstöður rannsókna bendi til þess að Ivermektín gagnist á fyrirbyggjandi hátt við Covid-19. Þá segir hún eitt lyf hafa markaðsleyfi hér á landi sem innihaldi Ivermektín. Það sé notað við ormum og kláðamaur. „Læknum er að sjálfsögðu heimilt að ávísa utan ábendinga, og gera það þá á sína ábyrgð. Fólk verður bara að vita það að lyfið er ekki ætlað til meðhöndlunar á Covid eða fyrirbyggingjandi,“ segir hún. Þá segir hún að einungis megi afhenda umrætt lyf gegn lyfseðli og að fólk megi flytja það inn hafi það lyfseðil sem gildir innan EES-svæðisins. Aðrar leiðir til að útvega lyfið séu ólöglegar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Lyf Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Fleiri fréttir Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Sjá meira