Tiana Ósk „dustaði af sér rykið“ eftir meiðsli og fór vel af stað Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. janúar 2022 15:31 Tiana Ósk Whitworth byrjaði keppnistímabilið og um leið árið vel. Instagram/@tianaaosk Frjálsíþróttaáhugafólk gladdist yfir endurkomu spretthlauparans Tiönu Óskar Whitworth inn á keppnisvöllinn á innanfélagsmóti Reykjavíkurfélagana um síðustu helgi. Það var ekki aðeins ánægjulegt að sjá Tiönu keppa heldur kom hún sterk til baka úr meiðslum. Tiana Ósk kom í mark í 60 metra hlaupi á tímanum 7,54 sekúndum sem er þriðji besti tíminn hennar á ferlinum. Tiana á best 7,47 sekúndna hlaup frá 2018. „Það var geggjaður fílingur í mér um helgina! Vissi að ég væri komin í gott form svo það var bara að dusta af sér rykið og byrja þetta! Alltaf smá stress í kringum fyrsta hlaup svo það var frábært að ná góðum tíma og stefni bara á að halda áfram að hlaupa hratt,“ sagði Tiana Ósk Whitworth í viðtali við heimasíðu Frjálsíþróttasambands Íslands. Kúluvarparinn Erna Sóley Gunnarsdóttir (ÍR) var einnig meðal keppenda á innanfélagsmóti Reykjarvíkurliðana. Hún kastaði lengst 16,46 metra sem er annar besti árangur hennar í kúluvarpi innanhúss. Hlynur Andrésson (ÍR) hljóp á sínum besta tíma frá upphafi í 10 kílómetra götuhlaupi í Valencia á sunnudaginn. Hann kom í mark á tímanum 29:24 mínútum og hafnaði í 49. Sæti. Hlynur er fluttur til Ítalíu og er þjálfarinn hans Ítalinn Stefano Baldini, fyrrum ólympíumeistari í maraþoni. Hlynur er að stefna á lágmark á EM í München í tíu þúsund metra hlaupi. Lágmarkið er 28:15,00 mín. en Íslandsmet hans í greininni er 28:55,47 mín. sem hann setti á European 10.000m Cup i fyrra. Þann 3. desember kepptu þeir Baldvin Þór Magnússon (UFA) og Óliver Máni Samúelsson (Ármann) á GVSU Holiday Open í Allendale, Michigan. Baldvin hljóp á besta tíma frá upphafi í 5000 metra hlaupi innanhúss. Hann kom annar í mark á tímanum 13:41,39 mín. en þar sem brautin er 300 metrar, (oversized track) er þetta ekki Íslandsmet. Óliver varð annar í 200 metra hlaupi á persónulegri bætingu 22,17 sek. en hann átti áður 22,47 sek. Óliver var einnig nálægt sínu besta í 60 metra hlaupi og kom í mark á tímanum 7,10 sek. en hann á best 7,07 sek. Óliver er í Hillsdale College í Michigan fylki ásamt Degi Andra Einarssyni. View this post on Instagram A post shared by Tiana O sk (@tianaaosk) Frjálsar íþróttir Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sport Jorge Costa látinn Fótbolti Eir og Ísold mæta á EM Sport Fleiri fréttir Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Eir og Ísold mæta á EM Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Frank Mill er látinn „Sagt að mér gæti blætt út“ Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Sjá meira
Það var ekki aðeins ánægjulegt að sjá Tiönu keppa heldur kom hún sterk til baka úr meiðslum. Tiana Ósk kom í mark í 60 metra hlaupi á tímanum 7,54 sekúndum sem er þriðji besti tíminn hennar á ferlinum. Tiana á best 7,47 sekúndna hlaup frá 2018. „Það var geggjaður fílingur í mér um helgina! Vissi að ég væri komin í gott form svo það var bara að dusta af sér rykið og byrja þetta! Alltaf smá stress í kringum fyrsta hlaup svo það var frábært að ná góðum tíma og stefni bara á að halda áfram að hlaupa hratt,“ sagði Tiana Ósk Whitworth í viðtali við heimasíðu Frjálsíþróttasambands Íslands. Kúluvarparinn Erna Sóley Gunnarsdóttir (ÍR) var einnig meðal keppenda á innanfélagsmóti Reykjarvíkurliðana. Hún kastaði lengst 16,46 metra sem er annar besti árangur hennar í kúluvarpi innanhúss. Hlynur Andrésson (ÍR) hljóp á sínum besta tíma frá upphafi í 10 kílómetra götuhlaupi í Valencia á sunnudaginn. Hann kom í mark á tímanum 29:24 mínútum og hafnaði í 49. Sæti. Hlynur er fluttur til Ítalíu og er þjálfarinn hans Ítalinn Stefano Baldini, fyrrum ólympíumeistari í maraþoni. Hlynur er að stefna á lágmark á EM í München í tíu þúsund metra hlaupi. Lágmarkið er 28:15,00 mín. en Íslandsmet hans í greininni er 28:55,47 mín. sem hann setti á European 10.000m Cup i fyrra. Þann 3. desember kepptu þeir Baldvin Þór Magnússon (UFA) og Óliver Máni Samúelsson (Ármann) á GVSU Holiday Open í Allendale, Michigan. Baldvin hljóp á besta tíma frá upphafi í 5000 metra hlaupi innanhúss. Hann kom annar í mark á tímanum 13:41,39 mín. en þar sem brautin er 300 metrar, (oversized track) er þetta ekki Íslandsmet. Óliver varð annar í 200 metra hlaupi á persónulegri bætingu 22,17 sek. en hann átti áður 22,47 sek. Óliver var einnig nálægt sínu besta í 60 metra hlaupi og kom í mark á tímanum 7,10 sek. en hann á best 7,07 sek. Óliver er í Hillsdale College í Michigan fylki ásamt Degi Andra Einarssyni. View this post on Instagram A post shared by Tiana O sk (@tianaaosk)
Frjálsar íþróttir Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sport Jorge Costa látinn Fótbolti Eir og Ísold mæta á EM Sport Fleiri fréttir Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Eir og Ísold mæta á EM Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Frank Mill er látinn „Sagt að mér gæti blætt út“ Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Sjá meira