Efna til samkeppni um uppbyggingu bryggjusvæðisins þar sem Tinni og Kolbeinn kafteinn komu í land Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. janúar 2022 09:00 Umrætt svæði er á besta stað, við miðbæ Akureyrar. Efnt hefur verið til opinnar hugmyndasamkeppni um skipulag Torfunefs, bryggjusvæðis við miðbæ Akureyrar. Torfunefsbryggjan er örlítið sögusvið heimsbókmentanna, þar sem Tinni og Kolbeinn kafteinn komu þar í land í einni af Tinnabókum Hergé. Hafnarsamlag Norðurlands stendur að verkefninu í samvinnu við Akureyrarbæ og Arkítektafélag Íslands. Meginmarkmið verkefnisins er að gera tillögu að lifandi hafnarhverfi með fjölbreyttri starfsemi á Torfunefi í hjarta Akureyrar, að því er fram kemur á vef Miðstöðvar hönnunar og arkítektúrs. Leitað er eftir tillögu þar sem byggingar og almannarými hafa aðdráttarafli fyrir bæjarbúa, ferðamenn og rekstraaðila á ýmsum sviðum eins og ferðaþjónustu, veitingarkestur, verslanir, sýningarrými, vinnustofur og skrifstofurými svo dæmi séu nefnd Þá er tekið fram að útirými mættu gjarnan gefa möguleika á viðburðum, svo sem útitónleikum, útimarkaði eða öðrum smærri uppákomum. Hér sést glitta í umrætt svæði, neðarlega hægramegin fyrir miðju myndarinnar.Vísir/Vilhelm Í lýsingu hugmyndasamkeppninnar segir að vegna mikillar fjölgunar minni skemmtiferðaskipa hafi undirbúningur að endurbyggingu Torfunefsbryggju verið hafinn. Með stækkun þessara hafnarmannvirka verði til dýrmætt land við miðbæ Akureyrar, það land sem hugmyndasamkeppnin nær til. Þar er þess einnig getið að Torfunefsbryggja leiki lítið hlutverk í Tinnabókinni Dularfullu stjörnunni, þar sem Tinni og Kolbeinn Kafteinn heimsækja Akureyri og skip þeirra leggst við umrædda bryggju. Áður hefur verið fjallað um þessa tengingu á Vísi. Stefnt að uppbyggingu miðbæjarins Nánari upplýsingar um hugmyndasamkeppnina má nálgast hér en gert er ráð fyrir að dómnefnd kynni niðurstöðu þann 27. apríl næstkomandi. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir geti hafist í lok árs 2023 eða 2024. Ljóst er að miðbær Akureyrar mun taka stakkaskiptum næstu árin. Í desember 2020 voru tillögur kynntar að töluverðri uppbyggingu í miðbænum, þar sem byggja á verslunar- og íbúðarhúsnæði á stóru bílastæði við Skipagötu. Akureyri Skipulag Hafnarmál Tengdar fréttir Tímamót á Akureyri þar sem uppbyggingin færist norður Fyrsta skóflustungan að Holtahverfi, nýju hverfi á Akureyri var tekin í dag. Skóflustungan markar tímamót þar sem uppbygging á íbúðarhúsnæði færist nú norður í bæinn eftir mikla uppbyggingu í suðurhluta hans. Formaður skipulagsráðs bæjarins segir eftirspurn eftir lóðum hafa verið gríðarlega síðasta árið. 5. janúar 2022 23:00 „Við skuldum bæjarbúum það að uppbygging geti hafist hérna“ Bæjarfulltrúar á Akureyri skulda íbúum bæjarins það að uppbygging hefjist í miðbæ bæjarins að sögn formanns hópsins sem leiddi vinnu við nýtt miðbæjarskipulag 15. desember 2020 09:00 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Sjá meira
Hafnarsamlag Norðurlands stendur að verkefninu í samvinnu við Akureyrarbæ og Arkítektafélag Íslands. Meginmarkmið verkefnisins er að gera tillögu að lifandi hafnarhverfi með fjölbreyttri starfsemi á Torfunefi í hjarta Akureyrar, að því er fram kemur á vef Miðstöðvar hönnunar og arkítektúrs. Leitað er eftir tillögu þar sem byggingar og almannarými hafa aðdráttarafli fyrir bæjarbúa, ferðamenn og rekstraaðila á ýmsum sviðum eins og ferðaþjónustu, veitingarkestur, verslanir, sýningarrými, vinnustofur og skrifstofurými svo dæmi séu nefnd Þá er tekið fram að útirými mættu gjarnan gefa möguleika á viðburðum, svo sem útitónleikum, útimarkaði eða öðrum smærri uppákomum. Hér sést glitta í umrætt svæði, neðarlega hægramegin fyrir miðju myndarinnar.Vísir/Vilhelm Í lýsingu hugmyndasamkeppninnar segir að vegna mikillar fjölgunar minni skemmtiferðaskipa hafi undirbúningur að endurbyggingu Torfunefsbryggju verið hafinn. Með stækkun þessara hafnarmannvirka verði til dýrmætt land við miðbæ Akureyrar, það land sem hugmyndasamkeppnin nær til. Þar er þess einnig getið að Torfunefsbryggja leiki lítið hlutverk í Tinnabókinni Dularfullu stjörnunni, þar sem Tinni og Kolbeinn Kafteinn heimsækja Akureyri og skip þeirra leggst við umrædda bryggju. Áður hefur verið fjallað um þessa tengingu á Vísi. Stefnt að uppbyggingu miðbæjarins Nánari upplýsingar um hugmyndasamkeppnina má nálgast hér en gert er ráð fyrir að dómnefnd kynni niðurstöðu þann 27. apríl næstkomandi. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir geti hafist í lok árs 2023 eða 2024. Ljóst er að miðbær Akureyrar mun taka stakkaskiptum næstu árin. Í desember 2020 voru tillögur kynntar að töluverðri uppbyggingu í miðbænum, þar sem byggja á verslunar- og íbúðarhúsnæði á stóru bílastæði við Skipagötu.
Akureyri Skipulag Hafnarmál Tengdar fréttir Tímamót á Akureyri þar sem uppbyggingin færist norður Fyrsta skóflustungan að Holtahverfi, nýju hverfi á Akureyri var tekin í dag. Skóflustungan markar tímamót þar sem uppbygging á íbúðarhúsnæði færist nú norður í bæinn eftir mikla uppbyggingu í suðurhluta hans. Formaður skipulagsráðs bæjarins segir eftirspurn eftir lóðum hafa verið gríðarlega síðasta árið. 5. janúar 2022 23:00 „Við skuldum bæjarbúum það að uppbygging geti hafist hérna“ Bæjarfulltrúar á Akureyri skulda íbúum bæjarins það að uppbygging hefjist í miðbæ bæjarins að sögn formanns hópsins sem leiddi vinnu við nýtt miðbæjarskipulag 15. desember 2020 09:00 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Sjá meira
Tímamót á Akureyri þar sem uppbyggingin færist norður Fyrsta skóflustungan að Holtahverfi, nýju hverfi á Akureyri var tekin í dag. Skóflustungan markar tímamót þar sem uppbygging á íbúðarhúsnæði færist nú norður í bæinn eftir mikla uppbyggingu í suðurhluta hans. Formaður skipulagsráðs bæjarins segir eftirspurn eftir lóðum hafa verið gríðarlega síðasta árið. 5. janúar 2022 23:00
„Við skuldum bæjarbúum það að uppbygging geti hafist hérna“ Bæjarfulltrúar á Akureyri skulda íbúum bæjarins það að uppbygging hefjist í miðbæ bæjarins að sögn formanns hópsins sem leiddi vinnu við nýtt miðbæjarskipulag 15. desember 2020 09:00