„Karlarnir eru sjóðillir“ Jakob Bjarnar skrifar 12. janúar 2022 10:36 Arthúr Bogason. Síminn hefur ekki stoppað á skrifstofunni eftir að strandveiðimenn fréttu af því að til stæði að skerða veiðiheimildir þeirra. Þeir eru ósáttir, svo vægt sé til orða tekið. aðsend Bullandi ágreiningur er innan atvinnuveganefndar og þeir sem stunda strandveiðar eru ósáttir við að ráðherra hafi með reglugerð skert þorskveiðiheimildir smábátaeigenda. „Það er vægt til orða tekið. Karlarnir eru sjóðillir. Það var búið að gefa út reglugerð með 10 þúsund tonnum. Svo tekur einhver upp hjá sjálfum sér hjá, annað hvort í ráðuneytinu eða Fiskistofu, gerum okkur ekki grein fyrir því – við erum að reyna að fiska út hvaðan það er komið – að lífsnauðsyn sé að hrifsa 1,5 þúsund tonn af strandveiðimönnum,“ segir Arthúr Bogason formaður Landsambands smábátaeigenda (LS) í samtali við Vísi. Síminn á skrifstofunni þagnar ekki Arthúr segir símann á skrifstofunni ekki stoppa en 21. desember ákvað Svandís Svavarsdóttir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra með undirritun reglugerðar að skerða þorskveiðiheimildir sem ætlaðar eru til strandveiða næsta sumar og almenns byggðakvóta. Breytt reglugerð leiðir til þess að til strandveiða eru ætluð 8.500 tonn sem er 1.500 tonnum minna en ákveðið hafði verið. Þungt hljóð er í smábátaeigendum. Þegar smábátaeigendur ráku augu í þetta varð þeim ekki um sel. „Já, vægast sagt. Það er dökkt hljóðið í mönnum sem við höfum heyrt í og þeir eru orðnir margir. Hér hefur ekki þagnað síminn í tvo til þrjá daga,“ segir Arthúr. Trúir ekki að vinstri græn láti þetta spyrjast um sig Samkvæmt heimildum Vísis er bullandi ágreiningur innan atvinnuveganefndar vegna málsins. Arthúr segir að þeir hjá landsambandinu séu ekki með eyru inni á nefndarfundum þar. Hann viti ekki hvað fer þar fram. En hann hreinlega reiknar með því að ráðherra hljóti að endurskoða þessa ákvörðun. Smábátaeigendur eru nú að velta því fyrir sér hvað til bragðs eigi að taka því þetta þykir þeim kaldar kveðjur frá nýjum sjávarútvegsráðherra Vinstri grænna, Svandísi Svavarsdóttur.vísir/vilhelm „Við trúum þessu eiginlega ekki ennþá. Vinstri grænir geta ekki látið þetta spyrjast út um sig. Þeir hafa verið talsmenn strandveiðimanna og talað fyrir því að hagur þeirra sé bættur. Þeir hafa verið hvað harðastir í því að við fáum 48 sóknardaga festa í lög, þessa fjóra mánuði sem veiðarnar eru leyfðar eða 12 daga í hverjum mánuði. Hér skítur mjög skökku við.“ Fundur með Svandísi tók óvænta stefnu Arthúr segir Vinstri græn skilgetna foreldra strandveiðikerfisins og hann ætlar að þau vilji ekki sverja af sér það foreldrahlutverk. Formaður og framkvæmdastjóri áttu fjarfund með Svandísi fyrir viku. Það átti að vera kurteislegur fundur á almennum nótum. Þeir hjá LS ætluðu að bjóða ráðherra velkomna til starfa og til stóð að reifa landsfundasamþykktir sem eru miklar vöxtum. En við þá dagskrá bættist þetta málefni sem Arthúr segir að hafi valdið þeim hjá LS ólýsanlegum vonbrigðum. Þeir komu á framfæri þeirri óánægju á fundinum. Svandís Svavarsdóttir. Smábátaeigendur ætluðu að eiga ánægjulegan fund með nýjum ráðherra en nýjar upplýsingar, sem voru smábátaeigendum ólýsanleg vonbrigði, settu strik í reikninginn.vísir/vilhelm „Við vorum í sjálfu sér ekki að krefja hana svara, erum orðnir of langsigldir í viðureign okkar við stjórnvöld til þess. Þó við sitjum á fundi með ráðherra er ekki víst að það gangi eftir að við fáum svör. Þá er vísað í næsta fund en hún var mjög viðræðugóð. Ég ætlast til þess að við eigum gott samstarf við Svandísi.“ Segir engin rök liggja fyrir um skerðinguna Á síðasta ári voru þeir 670 talsins sem stunduðu strandveiðar. Arthúr segir að það hafi pirrað marga þegar kerfið var sett á 2009, en þá var öllum heimilt að fara til strandveiða að uppfylltum tilteknum skilyrðum sem eru reyndar ítarleg, að sögn Arthúrs. „Þá spáðu ákveðnir pólitíkusar því að þetta myndi springa. Þúsundir færu á miðin og best væri að leggja þetta af. Frá fyrsta ári og til dagsins í dag hefur bátafjöldinn vissulega sveiflast en á bilinu 600 til 726 minnir mig. Að meðaltali hafa þeir verið eins og þeir voru á síðasta sumri. Það eru nú öll ósköpin sem hafa ruðst inn í þetta kerfi.“ Arthúr Bogason formaður LS segir engin rök liggja fyrir um hvers vegna farið var í að skerða skerf strandveiðimanna.aðsend Hagfræðingar á borð við Ragnar Árnason hafi fundið kerfinu allt til foráttu og talið að stöðugt yrði bætt í sóknina. En það hefur ekki gerst. Arthúr segir að það sé nefnilega svo að þetta eigi ekki við alla. Margir haldi að þetta sé ekkert mál, fara til veiða, fylla bátinn af fiski og fá fullt af peningum. „Þó það sé rómantík yfir handfæraveiðum er fullt af erfiðisvinnu og svita og tárum í bland við þá rómantík. En við höfum engin rök fengið fyrir þessari skerðingu og bíðum eftir því. Við höfum kallað eftir gögnum sem leiddu til þess að þetta var gert og við erum ekki komnir með þau.“ Fiskur Sjávarútvegur Vinstri græn Stjórnsýsla Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Sjá meira
„Það er vægt til orða tekið. Karlarnir eru sjóðillir. Það var búið að gefa út reglugerð með 10 þúsund tonnum. Svo tekur einhver upp hjá sjálfum sér hjá, annað hvort í ráðuneytinu eða Fiskistofu, gerum okkur ekki grein fyrir því – við erum að reyna að fiska út hvaðan það er komið – að lífsnauðsyn sé að hrifsa 1,5 þúsund tonn af strandveiðimönnum,“ segir Arthúr Bogason formaður Landsambands smábátaeigenda (LS) í samtali við Vísi. Síminn á skrifstofunni þagnar ekki Arthúr segir símann á skrifstofunni ekki stoppa en 21. desember ákvað Svandís Svavarsdóttir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra með undirritun reglugerðar að skerða þorskveiðiheimildir sem ætlaðar eru til strandveiða næsta sumar og almenns byggðakvóta. Breytt reglugerð leiðir til þess að til strandveiða eru ætluð 8.500 tonn sem er 1.500 tonnum minna en ákveðið hafði verið. Þungt hljóð er í smábátaeigendum. Þegar smábátaeigendur ráku augu í þetta varð þeim ekki um sel. „Já, vægast sagt. Það er dökkt hljóðið í mönnum sem við höfum heyrt í og þeir eru orðnir margir. Hér hefur ekki þagnað síminn í tvo til þrjá daga,“ segir Arthúr. Trúir ekki að vinstri græn láti þetta spyrjast um sig Samkvæmt heimildum Vísis er bullandi ágreiningur innan atvinnuveganefndar vegna málsins. Arthúr segir að þeir hjá landsambandinu séu ekki með eyru inni á nefndarfundum þar. Hann viti ekki hvað fer þar fram. En hann hreinlega reiknar með því að ráðherra hljóti að endurskoða þessa ákvörðun. Smábátaeigendur eru nú að velta því fyrir sér hvað til bragðs eigi að taka því þetta þykir þeim kaldar kveðjur frá nýjum sjávarútvegsráðherra Vinstri grænna, Svandísi Svavarsdóttur.vísir/vilhelm „Við trúum þessu eiginlega ekki ennþá. Vinstri grænir geta ekki látið þetta spyrjast út um sig. Þeir hafa verið talsmenn strandveiðimanna og talað fyrir því að hagur þeirra sé bættur. Þeir hafa verið hvað harðastir í því að við fáum 48 sóknardaga festa í lög, þessa fjóra mánuði sem veiðarnar eru leyfðar eða 12 daga í hverjum mánuði. Hér skítur mjög skökku við.“ Fundur með Svandísi tók óvænta stefnu Arthúr segir Vinstri græn skilgetna foreldra strandveiðikerfisins og hann ætlar að þau vilji ekki sverja af sér það foreldrahlutverk. Formaður og framkvæmdastjóri áttu fjarfund með Svandísi fyrir viku. Það átti að vera kurteislegur fundur á almennum nótum. Þeir hjá LS ætluðu að bjóða ráðherra velkomna til starfa og til stóð að reifa landsfundasamþykktir sem eru miklar vöxtum. En við þá dagskrá bættist þetta málefni sem Arthúr segir að hafi valdið þeim hjá LS ólýsanlegum vonbrigðum. Þeir komu á framfæri þeirri óánægju á fundinum. Svandís Svavarsdóttir. Smábátaeigendur ætluðu að eiga ánægjulegan fund með nýjum ráðherra en nýjar upplýsingar, sem voru smábátaeigendum ólýsanleg vonbrigði, settu strik í reikninginn.vísir/vilhelm „Við vorum í sjálfu sér ekki að krefja hana svara, erum orðnir of langsigldir í viðureign okkar við stjórnvöld til þess. Þó við sitjum á fundi með ráðherra er ekki víst að það gangi eftir að við fáum svör. Þá er vísað í næsta fund en hún var mjög viðræðugóð. Ég ætlast til þess að við eigum gott samstarf við Svandísi.“ Segir engin rök liggja fyrir um skerðinguna Á síðasta ári voru þeir 670 talsins sem stunduðu strandveiðar. Arthúr segir að það hafi pirrað marga þegar kerfið var sett á 2009, en þá var öllum heimilt að fara til strandveiða að uppfylltum tilteknum skilyrðum sem eru reyndar ítarleg, að sögn Arthúrs. „Þá spáðu ákveðnir pólitíkusar því að þetta myndi springa. Þúsundir færu á miðin og best væri að leggja þetta af. Frá fyrsta ári og til dagsins í dag hefur bátafjöldinn vissulega sveiflast en á bilinu 600 til 726 minnir mig. Að meðaltali hafa þeir verið eins og þeir voru á síðasta sumri. Það eru nú öll ósköpin sem hafa ruðst inn í þetta kerfi.“ Arthúr Bogason formaður LS segir engin rök liggja fyrir um hvers vegna farið var í að skerða skerf strandveiðimanna.aðsend Hagfræðingar á borð við Ragnar Árnason hafi fundið kerfinu allt til foráttu og talið að stöðugt yrði bætt í sóknina. En það hefur ekki gerst. Arthúr segir að það sé nefnilega svo að þetta eigi ekki við alla. Margir haldi að þetta sé ekkert mál, fara til veiða, fylla bátinn af fiski og fá fullt af peningum. „Þó það sé rómantík yfir handfæraveiðum er fullt af erfiðisvinnu og svita og tárum í bland við þá rómantík. En við höfum engin rök fengið fyrir þessari skerðingu og bíðum eftir því. Við höfum kallað eftir gögnum sem leiddu til þess að þetta var gert og við erum ekki komnir með þau.“
Fiskur Sjávarútvegur Vinstri græn Stjórnsýsla Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Sjá meira