Mun algengara að konan sé heima með börnin þegar skólum er lokað Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 14. janúar 2022 13:08 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að það sé jafnréttismál að halda skólum opnum. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að það sé bæði prinsipp- og jafnréttismál, að halda skólum opnum eins og hægt er, í gegnum kórónuveirufaraldurinn. Ríkisstjórnin kynnti í dag hertari samkomutakmarkanir vegna faraldursins. Tíu mega koma saman í stað tuttugu, auk ýmissa annara hertari takmarkana. Engin breyting verður þó gerð á gildandi reglugerð um takmörkun á skólastarfi vegna farsóttarinnar. Þar er áfram miðað við að ekki skuli vera fleiri en tuttugu fullorðnir einstaklingar í hverju rými, svo dæmi séu tekin. Algengara að konurnar séu heima með börnin verði skólum lokað Skólastarf er víða skert vegna faraldursins og eru rúmlega 2.500 börn undir eftirliti Covid-göngudeildarinnar. Forsætisráðherra segir að það sé einfaldlega prinsipp-mál að halda skólum opnum eins og hægt sé. „Við tókum þá ákvörðun, þá prinsipp-ákvörðun, í upphafi þessa faraldurs að við ætluðum að reyna að viðhalda skólastarfi eins og unnt væri til þess að tryggja það að börnin í landinu njóti menntunar og tryggja ákveðna rútínu fyrir börn. Sú aðgerð var líka mjög mikilvæg jafnréttisaðgerð. Það skiptir máli ef skólum er lokað, þá vitum við auðvitað að það er mun algengara að konurnar séu heima með börnin. Við höfum bara staðið með þessu prinsippi,“ sagði Katrín fyrir utan ráðherrabústaðinn í dag eftir að hertar aðgerðir voru kynntar. Langtímahagsmunir væri undir að halda skólum opnum. „Það þýðir auðvitað, eins og við vitum, að það koma upp smit í skólum og einstaka sinnum þarf að loka skólum. Eigi að síður erum við að sjá meira skólahald hér sem ég held að skipti gríðarlegu máli til lengri tíma ef við hugsum til langtímahagsmuna,“ sagði Katrín. Þá sagði Willum Þór Þórsson að umrædd skólareglugerð hafi orðið til í samráði við skólayfirvöld, samráði sem færi fram á hverjum degi. „Sú skólareglagerð varð til í þéttu samtali, daglegu samtali, skólayfirvalda og skólamálaráðherra með þátttöku heilbrigðisráðuneytis. Þannig að sú skólareglugerð var til í gegnum samtal og það verður áfram, þetta daglega samtal,“ sagði Willum Þór. Minnisblað sóttvarnalæknis má sjá að neðan. Tengd skjöl Minnisblad13012022PDF339KBSækja skjal Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Jafnréttismál Skóla - og menntamál Grunnskólar Leikskólar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Tíu mega koma saman Sóttvarnaraðgerðir verða hertar og taka þær gildi á miðnætti. Heilbrigðisráðherra segir að sóttvarnalæknir hafi lagt fram þrjár leiðir: Óbreyttar aðgerðir, færa samkomutakmarkanir úr tuttugu manns í tíu, eða lokun á samfélaginu í tíu daga. Ríkisstjórnin hafi valið leið tvö. 14. janúar 2022 12:03 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Sjá meira
Ríkisstjórnin kynnti í dag hertari samkomutakmarkanir vegna faraldursins. Tíu mega koma saman í stað tuttugu, auk ýmissa annara hertari takmarkana. Engin breyting verður þó gerð á gildandi reglugerð um takmörkun á skólastarfi vegna farsóttarinnar. Þar er áfram miðað við að ekki skuli vera fleiri en tuttugu fullorðnir einstaklingar í hverju rými, svo dæmi séu tekin. Algengara að konurnar séu heima með börnin verði skólum lokað Skólastarf er víða skert vegna faraldursins og eru rúmlega 2.500 börn undir eftirliti Covid-göngudeildarinnar. Forsætisráðherra segir að það sé einfaldlega prinsipp-mál að halda skólum opnum eins og hægt sé. „Við tókum þá ákvörðun, þá prinsipp-ákvörðun, í upphafi þessa faraldurs að við ætluðum að reyna að viðhalda skólastarfi eins og unnt væri til þess að tryggja það að börnin í landinu njóti menntunar og tryggja ákveðna rútínu fyrir börn. Sú aðgerð var líka mjög mikilvæg jafnréttisaðgerð. Það skiptir máli ef skólum er lokað, þá vitum við auðvitað að það er mun algengara að konurnar séu heima með börnin. Við höfum bara staðið með þessu prinsippi,“ sagði Katrín fyrir utan ráðherrabústaðinn í dag eftir að hertar aðgerðir voru kynntar. Langtímahagsmunir væri undir að halda skólum opnum. „Það þýðir auðvitað, eins og við vitum, að það koma upp smit í skólum og einstaka sinnum þarf að loka skólum. Eigi að síður erum við að sjá meira skólahald hér sem ég held að skipti gríðarlegu máli til lengri tíma ef við hugsum til langtímahagsmuna,“ sagði Katrín. Þá sagði Willum Þór Þórsson að umrædd skólareglugerð hafi orðið til í samráði við skólayfirvöld, samráði sem færi fram á hverjum degi. „Sú skólareglagerð varð til í þéttu samtali, daglegu samtali, skólayfirvalda og skólamálaráðherra með þátttöku heilbrigðisráðuneytis. Þannig að sú skólareglugerð var til í gegnum samtal og það verður áfram, þetta daglega samtal,“ sagði Willum Þór. Minnisblað sóttvarnalæknis má sjá að neðan. Tengd skjöl Minnisblad13012022PDF339KBSækja skjal
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Jafnréttismál Skóla - og menntamál Grunnskólar Leikskólar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Tíu mega koma saman Sóttvarnaraðgerðir verða hertar og taka þær gildi á miðnætti. Heilbrigðisráðherra segir að sóttvarnalæknir hafi lagt fram þrjár leiðir: Óbreyttar aðgerðir, færa samkomutakmarkanir úr tuttugu manns í tíu, eða lokun á samfélaginu í tíu daga. Ríkisstjórnin hafi valið leið tvö. 14. janúar 2022 12:03 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Sjá meira
Tíu mega koma saman Sóttvarnaraðgerðir verða hertar og taka þær gildi á miðnætti. Heilbrigðisráðherra segir að sóttvarnalæknir hafi lagt fram þrjár leiðir: Óbreyttar aðgerðir, færa samkomutakmarkanir úr tuttugu manns í tíu, eða lokun á samfélaginu í tíu daga. Ríkisstjórnin hafi valið leið tvö. 14. janúar 2022 12:03