Kona deyr eftir að hafa verið hrint fyrir lest í New York Hólmfríður Gísladóttir skrifar 16. janúar 2022 09:05 Stór vandamál blasa við neðanjarðarlestakerfinu í New York. Myndin er úr safni og tengist fréttinni ekki beint. epa/Justin Lane Fertug kona lést í New York í gær þegar maður gekk upp að henni þar sem hún beið á neðanjarðarlestarstöðinni í Times Square og hrinti henni í veg fyrir lest. Lögregla segir að svo virðist sem maðurinn hafi valið fórnarlamb sitt af handahófi en vitað er að hann hefur þjáðst af geðrænum vandamálum. New York Times segir atvikið til marks um nokkur mest aðkallandi vandamál borgarinnar; aukna tíðni ofbeldisglæpa, meðal annars í neðanjarðarlestakerfinu, gríðarlegan fjölda heimilislausra sem hefst við þar og vanfjármögnun kerfisins. Aðeins níu dagar eru liðnir frá því að nýr borgarstjóri New York, Eric Adams, sem er fyrrverandi lögreglustjóri, tilkynnti um nýja áætlun sem miðar að því að stórauka sýnileika lögreglu í neðanjarðarlestakerfinu og auka sálfræðiaðstoð til handa heimilislausum. Atvikið í gær var annað ofbeldisfulla dauðsfallið sem á sér stað í kerfinu á tveimur vikum. Adams segir þau og önnur þeim lík gera það að verkum að fólk veigrar sé við því að nota lestarnar. Konan sem lést hét Michelle Alyssa Go og var af asískum uppruna en lögregla segir ekkert benda til þess að sú staðreynd hafi haft nokkuð með það að gera að maðurinn réðist á hana. Árásarmaðurinn, Simon Martial, 61 árs, fór sjálfur um borð í lest í kjölfar glæpsins og tilkynnti síðan lögreglumönnum á lestarstöðinni við Canal Street að hann hefði hrint konu í veg fyrir lest. Seinna kom í ljós að hann hafði skömmu áður ógnað annarri konu, sem óttaðist að hann hygðist hrinda sér á lestarteinana. Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá New York Times. Bandaríkin Tengdar fréttir Ótrúlegt snarræði lestarstjóra: Maður hrinti konu fyrir lest Maður hrinti konu fyrir lest í Belgíu skömmu fyrir klukkan átta í gærkvöldi. Snarræði lestarstjóra varð til þess að konan slasaðist ekki, en honum tókst að stöðva lestina með naumindum. 15. janúar 2022 14:07 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Áfall fyrir RIFF Innlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Fleiri fréttir Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu Sjá meira
Lögregla segir að svo virðist sem maðurinn hafi valið fórnarlamb sitt af handahófi en vitað er að hann hefur þjáðst af geðrænum vandamálum. New York Times segir atvikið til marks um nokkur mest aðkallandi vandamál borgarinnar; aukna tíðni ofbeldisglæpa, meðal annars í neðanjarðarlestakerfinu, gríðarlegan fjölda heimilislausra sem hefst við þar og vanfjármögnun kerfisins. Aðeins níu dagar eru liðnir frá því að nýr borgarstjóri New York, Eric Adams, sem er fyrrverandi lögreglustjóri, tilkynnti um nýja áætlun sem miðar að því að stórauka sýnileika lögreglu í neðanjarðarlestakerfinu og auka sálfræðiaðstoð til handa heimilislausum. Atvikið í gær var annað ofbeldisfulla dauðsfallið sem á sér stað í kerfinu á tveimur vikum. Adams segir þau og önnur þeim lík gera það að verkum að fólk veigrar sé við því að nota lestarnar. Konan sem lést hét Michelle Alyssa Go og var af asískum uppruna en lögregla segir ekkert benda til þess að sú staðreynd hafi haft nokkuð með það að gera að maðurinn réðist á hana. Árásarmaðurinn, Simon Martial, 61 árs, fór sjálfur um borð í lest í kjölfar glæpsins og tilkynnti síðan lögreglumönnum á lestarstöðinni við Canal Street að hann hefði hrint konu í veg fyrir lest. Seinna kom í ljós að hann hafði skömmu áður ógnað annarri konu, sem óttaðist að hann hygðist hrinda sér á lestarteinana. Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá New York Times.
Bandaríkin Tengdar fréttir Ótrúlegt snarræði lestarstjóra: Maður hrinti konu fyrir lest Maður hrinti konu fyrir lest í Belgíu skömmu fyrir klukkan átta í gærkvöldi. Snarræði lestarstjóra varð til þess að konan slasaðist ekki, en honum tókst að stöðva lestina með naumindum. 15. janúar 2022 14:07 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Áfall fyrir RIFF Innlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Fleiri fréttir Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu Sjá meira
Ótrúlegt snarræði lestarstjóra: Maður hrinti konu fyrir lest Maður hrinti konu fyrir lest í Belgíu skömmu fyrir klukkan átta í gærkvöldi. Snarræði lestarstjóra varð til þess að konan slasaðist ekki, en honum tókst að stöðva lestina með naumindum. 15. janúar 2022 14:07