Telja sig hafa fundið þann sem sveik Önnu Frank og fjölskyldu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 17. janúar 2022 15:28 Anna Frank fékk hina frægu dagbók sína í 13 ára afmælisgjöf. Safn Önnu Frank í Amsterdam Niðurstaða umfangsmikillar rannsóknar sagnfræðinga og annarra sérfræðinga bendir til þess að gyðingur að nafni Arnold van den Bergh hafi líklega verið sá sem sveik Önnu Frank og fjölskyldu hennar í hendur nasista í Amsterdam í seinni heimstyrjöldinni. Anna Frank hélt úti dagbók meðan hún var í felum frá nasistum í seinna stríði. Bókin var gefin út eftir andlát hennar og hefur notið mikilla vinsælda áratugum saman. Faldi hún sig í fyrirtæki föður hennar árið 1942, mánuði eftir að hún fékk dagbókina í hendurnar á 13 ára afmælisdaginn sinn. Hún hélt sig í felum í um tvö ár áður en þýskir nasistar handtóku hana og fjölskyldu hennar. Hvernig nastistarnir fundu fjölskylduna, eftir að hafa verið svo lengi í felum, hefur aldrei verið svarað með óyggjandi hætti. Telja sig vera komnir með svarið Sérfræðingar sem rannsakað hafa gögn málsins undanfarin sex ár telja sig hins vegar nú vera komnir með svarið, en fjallað var um rannsóknina í 60 mínútum á CBS-sjónvarpsstöðinni í Bandaríkjunum í gær. Þar var rætt við Vince Pankoke, fyrrverandi rannsóknarlögreglumann hjá Bandarísku alríkislögreglunni, sem var einn af þeim sem kom að rannsókninni. Sérfræðingar beittu meðal annars algrímum til þess að skanna gögnin í leit að tengingum á milli mismunandi einstaklinga sem komu að málinu. Niðurstaða rannsóknarinnar er sú að líklega hafi gyðingur að nafni Arnold van der Bergh verið sá sem sveik fjölskylduna í hendur nasista. Það hafi hann gert til að bjarga eigin fjölskyldu. Er þetta byggt á ýmsum gögnum, meðal annars þeirri staðreynd að var meðlimum Gyðingaráðs Amsterdam, sem stofnað var af nasistum og var ætlað að framfylgja stefnu nasista á svæðum gyðinga í borginni. Ráðið var leyst upp árið 1943 og meðlimir þess sendir í útrýmingabúðir nasista. Í ljós kom hins vegar að Van den Berg var ekki sendur í útrýmingabúðir, heldur lifði hann tiltölulega venjulegu lífi í Amsterdam á þessum tíma. Þá benda ýmis gögn til þess að meðlimir ráðsins hafi gefið nasistum upplýsingar um aðra gyðinga. Lést árið 1950 „Þegar Van den Bergh naut ekki lengur verndar frá útrýmingarbúðunum varð hann að gefa nasistum eitthvað verðmætt til þess að tryggja öryggi hans og fjölskyldu hans,“ sagði Pankoke við 60 mínútur. Þar lýsir Pankoke því hvernig hann hafi beitt rannsóknaraðferðum FBI við rannsóknina. Í skjölum málsins fannst einnig afrit af bréfi sem sent hafði verið Otto Frank, föður Önnu Frank, en hann var sá eini af fjölskyldunni sem komst lífs af úr Helför nasista. Bréfið var nafnlaust en þar var Van den Bergh sagður vera sá sem sveik fjölskylduna í hendur nasista. Van den Bergh lést árið 1950 en Pankoke segir þó ekkert bendi til þess að van den Bergh hafi vitað nákvæmlega hvaða fjölskylda væri í felum hvar, þó að telja mætti líklegt að hann hafi vitað um heimilisföng þar sem vitað var að gyðingar væru í felum. Seinni heimsstyrjöldin Holland Bandaríkin Tengdar fréttir Fundu klúra brandara í dagbók Önnu Frank Nýleg ljósmyndatækni hefur afhjúpað tvær áður óþekktar blaðsíður úr dagbók Önnu Frank, sem meðal annars innihalda klúra brandara og vangaveltur hennar um kynlíf. 16. maí 2018 06:24 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Sjá meira
Anna Frank hélt úti dagbók meðan hún var í felum frá nasistum í seinna stríði. Bókin var gefin út eftir andlát hennar og hefur notið mikilla vinsælda áratugum saman. Faldi hún sig í fyrirtæki föður hennar árið 1942, mánuði eftir að hún fékk dagbókina í hendurnar á 13 ára afmælisdaginn sinn. Hún hélt sig í felum í um tvö ár áður en þýskir nasistar handtóku hana og fjölskyldu hennar. Hvernig nastistarnir fundu fjölskylduna, eftir að hafa verið svo lengi í felum, hefur aldrei verið svarað með óyggjandi hætti. Telja sig vera komnir með svarið Sérfræðingar sem rannsakað hafa gögn málsins undanfarin sex ár telja sig hins vegar nú vera komnir með svarið, en fjallað var um rannsóknina í 60 mínútum á CBS-sjónvarpsstöðinni í Bandaríkjunum í gær. Þar var rætt við Vince Pankoke, fyrrverandi rannsóknarlögreglumann hjá Bandarísku alríkislögreglunni, sem var einn af þeim sem kom að rannsókninni. Sérfræðingar beittu meðal annars algrímum til þess að skanna gögnin í leit að tengingum á milli mismunandi einstaklinga sem komu að málinu. Niðurstaða rannsóknarinnar er sú að líklega hafi gyðingur að nafni Arnold van der Bergh verið sá sem sveik fjölskylduna í hendur nasista. Það hafi hann gert til að bjarga eigin fjölskyldu. Er þetta byggt á ýmsum gögnum, meðal annars þeirri staðreynd að var meðlimum Gyðingaráðs Amsterdam, sem stofnað var af nasistum og var ætlað að framfylgja stefnu nasista á svæðum gyðinga í borginni. Ráðið var leyst upp árið 1943 og meðlimir þess sendir í útrýmingabúðir nasista. Í ljós kom hins vegar að Van den Berg var ekki sendur í útrýmingabúðir, heldur lifði hann tiltölulega venjulegu lífi í Amsterdam á þessum tíma. Þá benda ýmis gögn til þess að meðlimir ráðsins hafi gefið nasistum upplýsingar um aðra gyðinga. Lést árið 1950 „Þegar Van den Bergh naut ekki lengur verndar frá útrýmingarbúðunum varð hann að gefa nasistum eitthvað verðmætt til þess að tryggja öryggi hans og fjölskyldu hans,“ sagði Pankoke við 60 mínútur. Þar lýsir Pankoke því hvernig hann hafi beitt rannsóknaraðferðum FBI við rannsóknina. Í skjölum málsins fannst einnig afrit af bréfi sem sent hafði verið Otto Frank, föður Önnu Frank, en hann var sá eini af fjölskyldunni sem komst lífs af úr Helför nasista. Bréfið var nafnlaust en þar var Van den Bergh sagður vera sá sem sveik fjölskylduna í hendur nasista. Van den Bergh lést árið 1950 en Pankoke segir þó ekkert bendi til þess að van den Bergh hafi vitað nákvæmlega hvaða fjölskylda væri í felum hvar, þó að telja mætti líklegt að hann hafi vitað um heimilisföng þar sem vitað var að gyðingar væru í felum.
Seinni heimsstyrjöldin Holland Bandaríkin Tengdar fréttir Fundu klúra brandara í dagbók Önnu Frank Nýleg ljósmyndatækni hefur afhjúpað tvær áður óþekktar blaðsíður úr dagbók Önnu Frank, sem meðal annars innihalda klúra brandara og vangaveltur hennar um kynlíf. 16. maí 2018 06:24 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Sjá meira
Fundu klúra brandara í dagbók Önnu Frank Nýleg ljósmyndatækni hefur afhjúpað tvær áður óþekktar blaðsíður úr dagbók Önnu Frank, sem meðal annars innihalda klúra brandara og vangaveltur hennar um kynlíf. 16. maí 2018 06:24