Rugl að sýnatökur kosti 80 til 120 milljónir á dag Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 20. janúar 2022 23:00 Óskar segir að eftir því sem fleiri sýni séu tekin daglega minnki meðalkostnaður hvers og eins þeirra. Samsett Kostnaður heilsugæslunnar við PCR-próf er miklu lægri en gert var ráð fyrir í byrjun faraldursins. Tæpur milljarður hefur farið í sýnatökur á höfuðborgarsvæðinu og á landamærunum. Í upphafi faraldursins fékk heilbrigðisráðuneytið heilsugæsluna á höfuðborgarsvæðinu til að áætla kostnað við hvert einasta PCR-próf. Þá var gert ráð fyrir að hvert próf myndi kosta ellefu þúsund krónur í framkvæmd og greiningu. Við þá útreikninga tók heilsugæslan inn í myndina launakostnað, kostnað við húsnæði, og allan búnað sem notaður er við sýnatökur á Suðurlandsbrautinni og á Leifsstöð. Ári síðar var hún aftur fengin til að gera kostnaðarmat. Það var það þá orðið töluvert lægra eða um sjö þúsund krónur á hvert sýni. Og nú virðist komið á daginn að kostnaðurinn sé enn minni, en hversu mikill hann er nákvæmlega er erfitt að festa fingur á. Hvorki ráðuneytið né heilsugæslan eiga nákvæmar tölur yfir heildarkostnað fyrir sýnatökurnar þegar greiningar Landspítala á sýnunum eru teknar með í reikninginn því spítalinn hefur enn ekki tekið saman sinn kostnað við greiningarnar. Þar reiknast inn laun starfsmanna og sérstök hvarfefni sem þarf til greiningarinnar. Í fyrri kostnaðarmötum heilsugæslunnar er þó gert fyrir að hlutur Landspítalans í þessum ellefu þúsundum fyrst og svo sjö þúsundum á sýni sé um fjögur þúsund krónur. Því hefur verið haldið fram reglulega í umræðunni síðustu daga að kostnaður við sýnatökur hlaupi á um 80 til 120 milljónum á dag. Fyrrverandi yfirlæknir Covid-göngudeildarinnar kom fyrst fram með þá útreikninga í opinbera umræðu og hafa þeir orðið mörgum innblástur að hugmyndum um að slíku fjármagni væri betur varið á öðrum stöðum í heilbrigðiskerfinu. Þetta eru þó útreikningar sem eru miðaðir við að hvert sýni kosti ellefu þúsund krónur í framkvæmd og greiningu, það er að segja við allra fyrsta kostnaðarmatið sem á alls ekki við stöðuna í dag. Undir þúsund kall á sýni hingað til Ef hlutur Landspítalans er settur til hliðar liggur þetta til dæmis fyrir um sýnatökurnar: Síðustu tvö ár hefur Heilsugæslan eytt rétt tæpum 2,9 milljörðum í sýnatökuverkefnið. Á þeim tíma hafa rúm milljón sýni verið tekin og þá reiknast kostnaður á hvert sýni 2.668 krónur. En á móti þessu kemur að lengst af voru túristar rukkaðir fyrir PCR-próf og tekjur heilsugæslunnar af því hafa verið tæpur 1,9 milljarðar. Og þegar þær tekjur eru teknar með í reikninginn er beinn kostnaður sjálfrar heilsugæslunnar því tæpur milljarður frá upphafi faraldursins og á hvert og eitt sýni ekki nema 895 krónur. Verkefnið orðið margfalt hagkvæmara Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslunnar, segir nokkra þætti útskýra það hve mikið ódýrari sýnin séu í framkvæmd í dag en upprunalega var gert ráð fyrir. Þegar fyrsta kostnaðaráætlun á hvert próf hafi verið gerð hafi verið lítil reynsla á svona sýnatöku. „Þessi hagkvæmni er heldur ódýrari en við reiknuðum með í upphafi og það byggir bæði á því að sýnin eru orðin svo miklu fleiri. Og þegar við erum að kaupa inn hvarfefni eða nýta starfsfólkið okkar þá nýtist það betur bara út af stærðinni eða fjöldanum,“ segir hann. Einnig hafi í upphafi verið reiknað með að allir í verkefninu þyrftu að vera faglærðir. „Svo eru fleiri sýni tekin núna hér á Suðurlandsbrautinni. Hlutfallslega í upphafi var þetta meira í Keflavík þar sem er sólarhringsvakt,“ segir hann. Því hafi auðvitað fylgt meiri launakostnaður í upphafi faraldursins. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Heilsugæsla Reykjavík Tengdar fréttir Kostnaður við sýnatökur 2,5 milljarðar króna en verulegar tekjur fengist á móti Kostnaður Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu við sýnatökur vegna Covid-19 frá upphafi kórónuveirufaraldursins nemur um 2,5 milljörðum króna. Á sama tíma hafa tekjurnar numið um 2 milljörðum og eftir standa 460 milljónir sem hafa fallið á ríkissjóð. 8. desember 2021 10:21 Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Sjá meira
Í upphafi faraldursins fékk heilbrigðisráðuneytið heilsugæsluna á höfuðborgarsvæðinu til að áætla kostnað við hvert einasta PCR-próf. Þá var gert ráð fyrir að hvert próf myndi kosta ellefu þúsund krónur í framkvæmd og greiningu. Við þá útreikninga tók heilsugæslan inn í myndina launakostnað, kostnað við húsnæði, og allan búnað sem notaður er við sýnatökur á Suðurlandsbrautinni og á Leifsstöð. Ári síðar var hún aftur fengin til að gera kostnaðarmat. Það var það þá orðið töluvert lægra eða um sjö þúsund krónur á hvert sýni. Og nú virðist komið á daginn að kostnaðurinn sé enn minni, en hversu mikill hann er nákvæmlega er erfitt að festa fingur á. Hvorki ráðuneytið né heilsugæslan eiga nákvæmar tölur yfir heildarkostnað fyrir sýnatökurnar þegar greiningar Landspítala á sýnunum eru teknar með í reikninginn því spítalinn hefur enn ekki tekið saman sinn kostnað við greiningarnar. Þar reiknast inn laun starfsmanna og sérstök hvarfefni sem þarf til greiningarinnar. Í fyrri kostnaðarmötum heilsugæslunnar er þó gert fyrir að hlutur Landspítalans í þessum ellefu þúsundum fyrst og svo sjö þúsundum á sýni sé um fjögur þúsund krónur. Því hefur verið haldið fram reglulega í umræðunni síðustu daga að kostnaður við sýnatökur hlaupi á um 80 til 120 milljónum á dag. Fyrrverandi yfirlæknir Covid-göngudeildarinnar kom fyrst fram með þá útreikninga í opinbera umræðu og hafa þeir orðið mörgum innblástur að hugmyndum um að slíku fjármagni væri betur varið á öðrum stöðum í heilbrigðiskerfinu. Þetta eru þó útreikningar sem eru miðaðir við að hvert sýni kosti ellefu þúsund krónur í framkvæmd og greiningu, það er að segja við allra fyrsta kostnaðarmatið sem á alls ekki við stöðuna í dag. Undir þúsund kall á sýni hingað til Ef hlutur Landspítalans er settur til hliðar liggur þetta til dæmis fyrir um sýnatökurnar: Síðustu tvö ár hefur Heilsugæslan eytt rétt tæpum 2,9 milljörðum í sýnatökuverkefnið. Á þeim tíma hafa rúm milljón sýni verið tekin og þá reiknast kostnaður á hvert sýni 2.668 krónur. En á móti þessu kemur að lengst af voru túristar rukkaðir fyrir PCR-próf og tekjur heilsugæslunnar af því hafa verið tæpur 1,9 milljarðar. Og þegar þær tekjur eru teknar með í reikninginn er beinn kostnaður sjálfrar heilsugæslunnar því tæpur milljarður frá upphafi faraldursins og á hvert og eitt sýni ekki nema 895 krónur. Verkefnið orðið margfalt hagkvæmara Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslunnar, segir nokkra þætti útskýra það hve mikið ódýrari sýnin séu í framkvæmd í dag en upprunalega var gert ráð fyrir. Þegar fyrsta kostnaðaráætlun á hvert próf hafi verið gerð hafi verið lítil reynsla á svona sýnatöku. „Þessi hagkvæmni er heldur ódýrari en við reiknuðum með í upphafi og það byggir bæði á því að sýnin eru orðin svo miklu fleiri. Og þegar við erum að kaupa inn hvarfefni eða nýta starfsfólkið okkar þá nýtist það betur bara út af stærðinni eða fjöldanum,“ segir hann. Einnig hafi í upphafi verið reiknað með að allir í verkefninu þyrftu að vera faglærðir. „Svo eru fleiri sýni tekin núna hér á Suðurlandsbrautinni. Hlutfallslega í upphafi var þetta meira í Keflavík þar sem er sólarhringsvakt,“ segir hann. Því hafi auðvitað fylgt meiri launakostnaður í upphafi faraldursins.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Heilsugæsla Reykjavík Tengdar fréttir Kostnaður við sýnatökur 2,5 milljarðar króna en verulegar tekjur fengist á móti Kostnaður Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu við sýnatökur vegna Covid-19 frá upphafi kórónuveirufaraldursins nemur um 2,5 milljörðum króna. Á sama tíma hafa tekjurnar numið um 2 milljörðum og eftir standa 460 milljónir sem hafa fallið á ríkissjóð. 8. desember 2021 10:21 Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Sjá meira
Kostnaður við sýnatökur 2,5 milljarðar króna en verulegar tekjur fengist á móti Kostnaður Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu við sýnatökur vegna Covid-19 frá upphafi kórónuveirufaraldursins nemur um 2,5 milljörðum króna. Á sama tíma hafa tekjurnar numið um 2 milljörðum og eftir standa 460 milljónir sem hafa fallið á ríkissjóð. 8. desember 2021 10:21
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði