Var með félaga sínum og má búast við mörghundruð þúsund króna sekt Snorri Másson skrifar 22. janúar 2022 13:01 Ökumaður sem átti að vera í einangrun vegna Covid-19 en var stöðvaður í bifreið sinni af lögreglu í gær má eiga von á sekt upp á 150-500 þúsund krónur. Lögreglan sagði frá því í dagbók sinni í morgun að bifreið hafi verið stöðvuð í Laugardal skömmu eftir miðnætti í gær. Ökumaðurinn reyndist vera með virkt Covid-smit og eiga að vera í einangrun af þeim sökum. Hann var ásamt félaga í bílnum. Að sögn Þóru Jónasdóttur stöðvarstjóra telur lögreglan ekki að ný reglugerð um að gönguferðir séu heimilar í einangrun feli í sér rýmri heimild til að vera úti að aka. „Nei ekki samkvæmt því. Þú mátt bara fara í gönguferð. Ef þú ert úti að aka geturðu lent í alls konar óhöppum, er það ekki. Þarna er hann líka með vini sínum á rúntinum, þú mátt ekki vera með öðrum aðila,“ segir Þóra í samtali við fréttastofu. Ekki liggja fyrir upplýsingar um það hvort umræddur vinur hafi einnig verið með Covid-19. Tvær gönguferðir, hálftíma hvor Samkvæmt reglum landlæknis um einangrun í heimahúsi má ekki fara á nein mannamót né taka á móti gestum. Takmarka þarf til hins ítrasta umgengni við annað fólk, en fara má í gönguferðir í nærumhverfi heimilis. Viðmiðið þar eru tvær gönguferðir á dag í hámark 30 mínútur í hvort sinn. Ef hinn smitaði þarf heilbrigðisþjónustu má hann nota einkabíl ef hann er ökufær. Annars virðist það ekki mega af reglunum að dæma. Samkvæmt fyrirmælum ríkissaksóknara skal ákvörðun sektarfjárhæðar í sóttvarnalagabrotum miðast við eðli hvers tilviks. En þegar brotið er gegn einangrun er miðað við 150.000-500.000 króna og er það alvarlegasta brotið. Fleiri en 10.000 manns eru í einangrun á þessari stundu og rúmlega annar eins fjöldi í sóttkví. 1.207 smit greindust innanlands í gær og þrír eru á gjörgæslu á Landspítala. 37 eru með Covid-19 inni á sjúkrahúsinu. Lögreglumál Umferð Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ökumaður sem átti að vera í einangrun gripinn af lögreglu Ökumaður sem átti að vera í einangrun má búast við kæru vegna brots á sóttvarnarlögum eftir að lögregla greip hann glóðvolgan við aksturinn. 22. janúar 2022 07:22 Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Appelsínugular og gular viðvaranir á aðfangadag Veður Fleiri fréttir Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Sjá meira
Lögreglan sagði frá því í dagbók sinni í morgun að bifreið hafi verið stöðvuð í Laugardal skömmu eftir miðnætti í gær. Ökumaðurinn reyndist vera með virkt Covid-smit og eiga að vera í einangrun af þeim sökum. Hann var ásamt félaga í bílnum. Að sögn Þóru Jónasdóttur stöðvarstjóra telur lögreglan ekki að ný reglugerð um að gönguferðir séu heimilar í einangrun feli í sér rýmri heimild til að vera úti að aka. „Nei ekki samkvæmt því. Þú mátt bara fara í gönguferð. Ef þú ert úti að aka geturðu lent í alls konar óhöppum, er það ekki. Þarna er hann líka með vini sínum á rúntinum, þú mátt ekki vera með öðrum aðila,“ segir Þóra í samtali við fréttastofu. Ekki liggja fyrir upplýsingar um það hvort umræddur vinur hafi einnig verið með Covid-19. Tvær gönguferðir, hálftíma hvor Samkvæmt reglum landlæknis um einangrun í heimahúsi má ekki fara á nein mannamót né taka á móti gestum. Takmarka þarf til hins ítrasta umgengni við annað fólk, en fara má í gönguferðir í nærumhverfi heimilis. Viðmiðið þar eru tvær gönguferðir á dag í hámark 30 mínútur í hvort sinn. Ef hinn smitaði þarf heilbrigðisþjónustu má hann nota einkabíl ef hann er ökufær. Annars virðist það ekki mega af reglunum að dæma. Samkvæmt fyrirmælum ríkissaksóknara skal ákvörðun sektarfjárhæðar í sóttvarnalagabrotum miðast við eðli hvers tilviks. En þegar brotið er gegn einangrun er miðað við 150.000-500.000 króna og er það alvarlegasta brotið. Fleiri en 10.000 manns eru í einangrun á þessari stundu og rúmlega annar eins fjöldi í sóttkví. 1.207 smit greindust innanlands í gær og þrír eru á gjörgæslu á Landspítala. 37 eru með Covid-19 inni á sjúkrahúsinu.
Lögreglumál Umferð Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ökumaður sem átti að vera í einangrun gripinn af lögreglu Ökumaður sem átti að vera í einangrun má búast við kæru vegna brots á sóttvarnarlögum eftir að lögregla greip hann glóðvolgan við aksturinn. 22. janúar 2022 07:22 Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Appelsínugular og gular viðvaranir á aðfangadag Veður Fleiri fréttir Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Sjá meira
Ökumaður sem átti að vera í einangrun gripinn af lögreglu Ökumaður sem átti að vera í einangrun má búast við kæru vegna brots á sóttvarnarlögum eftir að lögregla greip hann glóðvolgan við aksturinn. 22. janúar 2022 07:22
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent