Umfjöllun: Breiðablik - KR 137-85 | Blikar upp fyrir KR eftir skotsýningu í Smáranum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. janúar 2022 20:45 Hilmar Pétursson fór á kostum í kvöld. Vísir/Bára Dröfn Breiðablik og KR eru nú jöfn að stigum í Subway-deild karla í körfubolta eftir að Blika kafsigldu KR-inga í kvöld, lokatölur 137-85 í hreint út sagt ótrúlegum leik. Heimamenn voru með yfirhöndina strax frá upphafi en það virtist þó sem við myndum fá alvöru leik í fyrsta leikhluta. Annað átti heldur betur eftir að koma á daginn. Sóknarleikur heimamanna var framúrskarandi í fyrri hálfleik – Breiðablik skoraði 65 stig – en í þriðja leikhluta gerði Breiðablik eitthvað sem fá lið eru fær um. Á aðeins tíu mínútna kafla skoruðu heimamenn 47 stig gegn 17 stigum gestanna. Gerðu þeir með endanlega út um leikinn en munurinn var 45 stig fyrir fjórða og síðasta leikhluta leiksins. Fór það svo að Breiðablik vann leikinn með 48 stiga mun, lokatölur 135-87. Sigurinn lyfti heimamönnum upp fyrir KR í töflunni en bæði lið eru nú með 10 stig, líkt og ÍR sem situr í 8. sætinu. Breiðablik er í 9. og KR kemur þar á eftir. Hverjir stóðu upp úr? Það er erfitt að velja leikmenn sem sköruðu fram úr í liði heimamanna en alls skoruðu sjö leikmenn 12 stig eða meira. Stigahæstur var Hilmar Pétursson með 23 stig, Everage Lee Richardson kom þar á eftir með 26 stig ásamt því að taka 10 fráköst. Árni Elmar Hrafnson var svo með 18 stig og 7 stoðsendingar. Hjá KR var Adama Kasper Darbo með 20 stig og Þorvaldur Orri Árnason með 19 stig. Tölfræði sem vakti athygli Breiðablik skoraði körfur í öllum regnbogans litum og það er ljóst að varnarleikur KR var ekki upp á marga fiska miðað við hversu mörg skot heimamenn fengu að taka í kvöld. Að hitta 50 prósent úr þriggja stigum skotum er mögnuð tölfræði en það sem gerir hann enn magnaðri er að Blikar tóku 50 skot fyrir utan þriggja stiga línuna og 25 þeirra rötuðu ofan í körfuna. Þá skoruðu heimamenn úr öllum 12 vítaskotum sínum í leiknum. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Subway-deild karla KR Breiðablik Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Fleiri fréttir Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Sjá meira
Heimamenn voru með yfirhöndina strax frá upphafi en það virtist þó sem við myndum fá alvöru leik í fyrsta leikhluta. Annað átti heldur betur eftir að koma á daginn. Sóknarleikur heimamanna var framúrskarandi í fyrri hálfleik – Breiðablik skoraði 65 stig – en í þriðja leikhluta gerði Breiðablik eitthvað sem fá lið eru fær um. Á aðeins tíu mínútna kafla skoruðu heimamenn 47 stig gegn 17 stigum gestanna. Gerðu þeir með endanlega út um leikinn en munurinn var 45 stig fyrir fjórða og síðasta leikhluta leiksins. Fór það svo að Breiðablik vann leikinn með 48 stiga mun, lokatölur 135-87. Sigurinn lyfti heimamönnum upp fyrir KR í töflunni en bæði lið eru nú með 10 stig, líkt og ÍR sem situr í 8. sætinu. Breiðablik er í 9. og KR kemur þar á eftir. Hverjir stóðu upp úr? Það er erfitt að velja leikmenn sem sköruðu fram úr í liði heimamanna en alls skoruðu sjö leikmenn 12 stig eða meira. Stigahæstur var Hilmar Pétursson með 23 stig, Everage Lee Richardson kom þar á eftir með 26 stig ásamt því að taka 10 fráköst. Árni Elmar Hrafnson var svo með 18 stig og 7 stoðsendingar. Hjá KR var Adama Kasper Darbo með 20 stig og Þorvaldur Orri Árnason með 19 stig. Tölfræði sem vakti athygli Breiðablik skoraði körfur í öllum regnbogans litum og það er ljóst að varnarleikur KR var ekki upp á marga fiska miðað við hversu mörg skot heimamenn fengu að taka í kvöld. Að hitta 50 prósent úr þriggja stigum skotum er mögnuð tölfræði en það sem gerir hann enn magnaðri er að Blikar tóku 50 skot fyrir utan þriggja stiga línuna og 25 þeirra rötuðu ofan í körfuna. Þá skoruðu heimamenn úr öllum 12 vítaskotum sínum í leiknum. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Subway-deild karla KR Breiðablik Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Fleiri fréttir Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Sjá meira