Vilja koma kvikmyndaveri út í geim á næstu árum Samúel Karl Ólason skrifar 27. janúar 2022 10:18 Þvermál kúlunnar sem sjá má hér á myndinni og er hluti kvikmyndaversins á að vera sex metrar. SEE Forsvarsmenn breska fyrirtækisins Space Entertainment Enterprise hafa tilkynnt áætlanir um að framleiða nýja viðbót við Alþjóðlegu geimstöðina. Þessa viðbót á að skjóta út í geim og nota sem sérstakt kvikmyndatökuver. Fyrirtækið kemur að ótilgreindri kvikmynd sem heimsfrægi leikarinn Tom Cruise og leikstjórinn Doug Liman vinna að og hefur SEE ráðið Axiom Space til að byggja viðbótina, sem á að innihalda íþróttaleikvang auk kvikmyndavers. Það er samkvæmt tilkynningu sem SEE sendi út í síðustu viku. Blaðamaður Variety segir þó að áætlanir um þetta kvikmyndaver í geimnum ekki tengjast kvikmynd Cruise með beinum hætti. Sjá einnig: Yfirmaður NASA til í að Cruise taki upp kvikmynd í geimstöðinni Forsvarsmenn SEE vonast til þess að kvikmyndaverið verði skotið út í geim á seinni hluta ársins 2024. Axiom Space ætlar að gera nýja geimstöð á braut um jörðu og stendur til að byggja hana í fyrstu sem hluta af Alþjóðlegu geimstöðinni. Þar á að tengja kvikmyndatökuverið við nýja geimstöð Axiom og Alþjóðlegu geimstöðina. Þegar/ef geimstöð Axiom verður losuð frá Alþjóðlegu geimstöðinni, sem gæti gerst árið 2028, á kvikmyndaverið að vera stór hluti hinnar nýju geimstöðvar. Forsvarsmenn SEE segja að ekki eigi eingöngu að nota þennan hluta geimstöðvarinnar til kvikmyndatöku heldur verði einnig hægt að taka upp tónlist, íþróttaviðburði og sjónvarpsefni þar. Lítið að frétta af mynd Cruise Tom Cruise mun hefja tökur á Mission: Impossible 8 á næstunni í Suður-Afríku og stendur til að hans næsta verk verði að taka upp kvikmynd í geimnum. Lítið sem ekkert er vitað um þá mynd en Doug Liman og Christopher McQuarrie eru að skrifa handrit myndarinnar. Samkvæmt heimildum Variety verður bróðurpartur myndarinnar tekinn upp á jörðu niðri og þá eigi einnig að taka hluta hennar upp í eldflaug. Geimurinn Tækni Hollywood Tengdar fréttir Það helsta í geimnum 2022: Aldrei meira um að vera í geimnum og leitin að lífi heldur áfram Vendingar í geimferðum og geimvísindum hafa verið miklar og hraðar á undanförnum árum og jafnvel sérstaklega í fyrra. Þessi þróun virðist ætla að halda áfram árið 2022 þar sem sífellt fleiri ríki og fyrirtæki koma sér fyrir á þessu sviði. 4. janúar 2022 08:01 Japanskur auðjöfur í skemmtiferð til geimstöðvarinnar Japanski auðjöfurinn Yusaku Meazawa leggur af stað til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar (ISS) í vikunni. Honum verður skotið út í geim á Soyuz-eldflaug frá Baikonur í Kasakstan og verður hann um borð í geimstöðinni í tólf daga. 6. desember 2021 09:25 Koma bleyjuklæddir heim vegna salernisbilunar Geimfarar sem nú dvelja um borð í Alþjóðlegu geimstöðinni en hyggja á heimferð á morgun neyðast til að vera með bleyju á leiðinni heim, þar sem salernið um borð í SpaceX farinu sem mun flytja þá til jarðar er bilað. 6. nóvember 2021 19:07 William Shatner er elsti geimfari jarðarinnar Geimskot Blue Origin þar sem níræði leikarinn William Shatner varð elsti maður jarðarinnar til að fara út í geim, heppnaðist vel. Eftir að vera skotið á loft frá Texas lentu geimfararnir nýju heilu og höldnu annarsstaðar í ríkinu. 13. október 2021 15:00 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Fleiri fréttir Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Sjá meira
Fyrirtækið kemur að ótilgreindri kvikmynd sem heimsfrægi leikarinn Tom Cruise og leikstjórinn Doug Liman vinna að og hefur SEE ráðið Axiom Space til að byggja viðbótina, sem á að innihalda íþróttaleikvang auk kvikmyndavers. Það er samkvæmt tilkynningu sem SEE sendi út í síðustu viku. Blaðamaður Variety segir þó að áætlanir um þetta kvikmyndaver í geimnum ekki tengjast kvikmynd Cruise með beinum hætti. Sjá einnig: Yfirmaður NASA til í að Cruise taki upp kvikmynd í geimstöðinni Forsvarsmenn SEE vonast til þess að kvikmyndaverið verði skotið út í geim á seinni hluta ársins 2024. Axiom Space ætlar að gera nýja geimstöð á braut um jörðu og stendur til að byggja hana í fyrstu sem hluta af Alþjóðlegu geimstöðinni. Þar á að tengja kvikmyndatökuverið við nýja geimstöð Axiom og Alþjóðlegu geimstöðina. Þegar/ef geimstöð Axiom verður losuð frá Alþjóðlegu geimstöðinni, sem gæti gerst árið 2028, á kvikmyndaverið að vera stór hluti hinnar nýju geimstöðvar. Forsvarsmenn SEE segja að ekki eigi eingöngu að nota þennan hluta geimstöðvarinnar til kvikmyndatöku heldur verði einnig hægt að taka upp tónlist, íþróttaviðburði og sjónvarpsefni þar. Lítið að frétta af mynd Cruise Tom Cruise mun hefja tökur á Mission: Impossible 8 á næstunni í Suður-Afríku og stendur til að hans næsta verk verði að taka upp kvikmynd í geimnum. Lítið sem ekkert er vitað um þá mynd en Doug Liman og Christopher McQuarrie eru að skrifa handrit myndarinnar. Samkvæmt heimildum Variety verður bróðurpartur myndarinnar tekinn upp á jörðu niðri og þá eigi einnig að taka hluta hennar upp í eldflaug.
Geimurinn Tækni Hollywood Tengdar fréttir Það helsta í geimnum 2022: Aldrei meira um að vera í geimnum og leitin að lífi heldur áfram Vendingar í geimferðum og geimvísindum hafa verið miklar og hraðar á undanförnum árum og jafnvel sérstaklega í fyrra. Þessi þróun virðist ætla að halda áfram árið 2022 þar sem sífellt fleiri ríki og fyrirtæki koma sér fyrir á þessu sviði. 4. janúar 2022 08:01 Japanskur auðjöfur í skemmtiferð til geimstöðvarinnar Japanski auðjöfurinn Yusaku Meazawa leggur af stað til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar (ISS) í vikunni. Honum verður skotið út í geim á Soyuz-eldflaug frá Baikonur í Kasakstan og verður hann um borð í geimstöðinni í tólf daga. 6. desember 2021 09:25 Koma bleyjuklæddir heim vegna salernisbilunar Geimfarar sem nú dvelja um borð í Alþjóðlegu geimstöðinni en hyggja á heimferð á morgun neyðast til að vera með bleyju á leiðinni heim, þar sem salernið um borð í SpaceX farinu sem mun flytja þá til jarðar er bilað. 6. nóvember 2021 19:07 William Shatner er elsti geimfari jarðarinnar Geimskot Blue Origin þar sem níræði leikarinn William Shatner varð elsti maður jarðarinnar til að fara út í geim, heppnaðist vel. Eftir að vera skotið á loft frá Texas lentu geimfararnir nýju heilu og höldnu annarsstaðar í ríkinu. 13. október 2021 15:00 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Fleiri fréttir Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Sjá meira
Það helsta í geimnum 2022: Aldrei meira um að vera í geimnum og leitin að lífi heldur áfram Vendingar í geimferðum og geimvísindum hafa verið miklar og hraðar á undanförnum árum og jafnvel sérstaklega í fyrra. Þessi þróun virðist ætla að halda áfram árið 2022 þar sem sífellt fleiri ríki og fyrirtæki koma sér fyrir á þessu sviði. 4. janúar 2022 08:01
Japanskur auðjöfur í skemmtiferð til geimstöðvarinnar Japanski auðjöfurinn Yusaku Meazawa leggur af stað til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar (ISS) í vikunni. Honum verður skotið út í geim á Soyuz-eldflaug frá Baikonur í Kasakstan og verður hann um borð í geimstöðinni í tólf daga. 6. desember 2021 09:25
Koma bleyjuklæddir heim vegna salernisbilunar Geimfarar sem nú dvelja um borð í Alþjóðlegu geimstöðinni en hyggja á heimferð á morgun neyðast til að vera með bleyju á leiðinni heim, þar sem salernið um borð í SpaceX farinu sem mun flytja þá til jarðar er bilað. 6. nóvember 2021 19:07
William Shatner er elsti geimfari jarðarinnar Geimskot Blue Origin þar sem níræði leikarinn William Shatner varð elsti maður jarðarinnar til að fara út í geim, heppnaðist vel. Eftir að vera skotið á loft frá Texas lentu geimfararnir nýju heilu og höldnu annarsstaðar í ríkinu. 13. október 2021 15:00
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“