Ríkisstjórnin kynnti afléttingaáætlun samkomutakmarkana Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. janúar 2022 07:32 Afléttingaáætlun vegna sóttvarnaaðgerða var kynnt á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar fyrr í dag. Vísir/Vilhelm Ríkisstjórnin mun í dag kynna svokallaða afléttingaáætlun vegna samkomutakmarkana þar sem greint verður frá því með hvaða hætti stendur til að aflétta innanlandstakmörkunum. Áætlunin verður kynnt að loknum ríkisstjórnarfundi, sem fer fram í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu. Fundurinn hefst samkvæmt reglulegri áætlun klukkan hálf tíu en að loknum fundinum hefur verið boðað til blaðamannafundar í Safnahúsinu klukkan 11:30. Fréttastofa Stöðvar 2 og Vísis verður að sjálfsögðu á staðnum til að fylgjast með framvindu fundarins. Uppfært 12:15. Fundinum er lokið. Hægt er að lesa framvindu hans í textavaktinni hér að neðan. Gerðar voru breytingar á reglum um sóttkví á mánudag sem eru talsverðar. Nú þarf fólk, sem útsett er fyrir smitum utan heimilis, ekki að sæta sóttkví heldur fer það í smitgát. Þá eru börn og unglingar algerlega undanþegin reglum um smitgát. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sendi Willum Þór Þórssyni heilbrigðisráðherra minnisblað með tillögum sínum um afléttingar á mánudag. Mátti þar finna ýmsar tillögur í ljósi stöðu faraldursins. Þórólfur sagði meðal annars að hann teldi að hefja þyrfti afléttingar með einföldun á leiðbeiningum um sóttkví og sýnatökum og í framhaldi létta á samfélagslegum aðgerðum. Enn er í gildi neyðarstig á Landspítala en það hefur verið í gildi síðan 28. desember. Það má að miklu leyti rekja til fjarveru starfsmanna vegna einangrunar og hafa ýmsar einkaheilbrigðisstofnanir,eins og Klíníkin og Orkuhúsið, verið fengnar til að leggja hönd á plóg á spítalanum af Sjúkratryggingum Íslands. Fram kemur í Morgunblaðinu í morgun að samkvæmt heimildum blaðsins stefni stjórnendur spítalans á að reyna að aflétta neyðarstigi af Landspítala í næstu viku. Í gær voru 219 starfsmenn spítalans í einangrun. Samkomutakmarkanir sem nú eru í gildi renna út 2. febrúar, eða miðvikudag í næstu viku, en þá hefur verið tíu manna samkomutakmark síðan 15. janúar. Íslendingar hafa nú búið við einhverjar takmarkanir frá 25. júlí, en þá höfðu engar samkomutakmarkanir verið í gildi í einn mánuð.
Áætlunin verður kynnt að loknum ríkisstjórnarfundi, sem fer fram í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu. Fundurinn hefst samkvæmt reglulegri áætlun klukkan hálf tíu en að loknum fundinum hefur verið boðað til blaðamannafundar í Safnahúsinu klukkan 11:30. Fréttastofa Stöðvar 2 og Vísis verður að sjálfsögðu á staðnum til að fylgjast með framvindu fundarins. Uppfært 12:15. Fundinum er lokið. Hægt er að lesa framvindu hans í textavaktinni hér að neðan. Gerðar voru breytingar á reglum um sóttkví á mánudag sem eru talsverðar. Nú þarf fólk, sem útsett er fyrir smitum utan heimilis, ekki að sæta sóttkví heldur fer það í smitgát. Þá eru börn og unglingar algerlega undanþegin reglum um smitgát. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sendi Willum Þór Þórssyni heilbrigðisráðherra minnisblað með tillögum sínum um afléttingar á mánudag. Mátti þar finna ýmsar tillögur í ljósi stöðu faraldursins. Þórólfur sagði meðal annars að hann teldi að hefja þyrfti afléttingar með einföldun á leiðbeiningum um sóttkví og sýnatökum og í framhaldi létta á samfélagslegum aðgerðum. Enn er í gildi neyðarstig á Landspítala en það hefur verið í gildi síðan 28. desember. Það má að miklu leyti rekja til fjarveru starfsmanna vegna einangrunar og hafa ýmsar einkaheilbrigðisstofnanir,eins og Klíníkin og Orkuhúsið, verið fengnar til að leggja hönd á plóg á spítalanum af Sjúkratryggingum Íslands. Fram kemur í Morgunblaðinu í morgun að samkvæmt heimildum blaðsins stefni stjórnendur spítalans á að reyna að aflétta neyðarstigi af Landspítala í næstu viku. Í gær voru 219 starfsmenn spítalans í einangrun. Samkomutakmarkanir sem nú eru í gildi renna út 2. febrúar, eða miðvikudag í næstu viku, en þá hefur verið tíu manna samkomutakmark síðan 15. janúar. Íslendingar hafa nú búið við einhverjar takmarkanir frá 25. júlí, en þá höfðu engar samkomutakmarkanir verið í gildi í einn mánuð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Þetta verður snúnara næstu vikur Heilbrigðisráðherra ætlar að fara gætilega í afléttingu samkomutamarkana en hann undirbýr nú afléttingaráætlun sem kynnt verður á morgun. Metfjöldi starfsmanna Landspítalans er í einangrun sem kemur í veg fyrir að hægt sé að færa spítalann af neyðarstigi. 27. janúar 2022 16:53 Segir ljós við enda ganganna þrátt fyrir að mjög erfið staða blasi við Víðir Reynisson segist uggandi yfir þeim breytingum sem voru kynntar í dag en telur engu að síður að um stórt og mikilvægt skref hafi verið að ræða. Gera má ráð fyrir að fleiri muni greinast smitaðir á næstunni og þarf fólk að vera undir það búið. Hann sér þó fram á bjartari tíma í vor. 25. janúar 2022 21:00 Engar breytingar á einangrun þrátt fyrir nýjar reglur um sóttkví Breyttar reglur um sóttkví voru tilkynntar í dag en engu að síður er sóttvarnalæknir harður á því að breytingar verði ekki gerðar á lengd og framkvæmd einangrunar. Hann segir mikilvægt að aflétta í varfærnum skrefum en viðbúið er að fleiri muni greinast í skólum vegna þeirra breytinga sem kyntnar voru í dag. 25. janúar 2022 17:44 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fleiri fréttir Neytendur eigi meira inni Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Sjá meira
Þetta verður snúnara næstu vikur Heilbrigðisráðherra ætlar að fara gætilega í afléttingu samkomutamarkana en hann undirbýr nú afléttingaráætlun sem kynnt verður á morgun. Metfjöldi starfsmanna Landspítalans er í einangrun sem kemur í veg fyrir að hægt sé að færa spítalann af neyðarstigi. 27. janúar 2022 16:53
Segir ljós við enda ganganna þrátt fyrir að mjög erfið staða blasi við Víðir Reynisson segist uggandi yfir þeim breytingum sem voru kynntar í dag en telur engu að síður að um stórt og mikilvægt skref hafi verið að ræða. Gera má ráð fyrir að fleiri muni greinast smitaðir á næstunni og þarf fólk að vera undir það búið. Hann sér þó fram á bjartari tíma í vor. 25. janúar 2022 21:00
Engar breytingar á einangrun þrátt fyrir nýjar reglur um sóttkví Breyttar reglur um sóttkví voru tilkynntar í dag en engu að síður er sóttvarnalæknir harður á því að breytingar verði ekki gerðar á lengd og framkvæmd einangrunar. Hann segir mikilvægt að aflétta í varfærnum skrefum en viðbúið er að fleiri muni greinast í skólum vegna þeirra breytinga sem kyntnar voru í dag. 25. janúar 2022 17:44