„Þetta er auðvitað mikil breyting“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. janúar 2022 12:17 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á blaðamannafundi í dag. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að aðgerðaráætlun í átt að afléttingu allra sóttvarnaraðgerða vegna Covid-19 faraldursins séu mikil breyting fyrir samfélagið. Hún vonast til þess að hægt verði að fylgja öllum skrefum áætlunarinnar þannig að öllu verði hér aflétt um miðjan mars-mánuð. Þetta var á meðal þess sem kom fram í máli Katrínar er hún ræddi við Lillý Valgerði Pétursdóttur fréttamann að loknum fréttamannafundi þar sem fyrstu skref í átt að afléttingu sóttvarnaraðgerða voru kynnt, en nánar má lesa um þau hér. „Þetta er auðvitað mikil breyting en um leið mjög varfærin breyting. Það skiptir máli að við séum að taka þessu öruggu en varfærnu skref,“ sagði Katrín. Stefnt er að því að aflétting aðgerða fari fram í þremur skrefum og tekur fyrsta skrefið gildi á miðnætti. Þá mega fimmtíu koma saman auk ýmissa annarra ráðstafana. Í ljósi þess hversu margir greinast með Covid-19 á hverjum degi hér á landi reiknar Katrín með að næstu vikur geti orðið strembnar. „Þetta er auðvitað ótrulegur fjöldi sem er að smitast á hverjum degi og það er auðvitað áskorun fyrir stofnanir samfélagsins, sagði Katrín og bætti við að á næstu vikum gætu reynst snúnar fyrir skóla, opinberar stofnanir og atvinnulífið ef margir þurfa að fara í einangrun.“ Þær aðgerðir sem taka gildi á miðnætti gilda í um þrjár vikur og ef allt gengur vel mun næsta skref verða stigið í átt að fullri afléttingu, og verða samkomutakmarkanir rýmkaðar enn frekar. Þó með þeim fyrirvara að allt gangi vel en Katrín sagði að með því að kynna fyrstu aðgerðir í dag væri enn svigrúm til að grípa í bremsuna þróist faraldurinn í verri átt en reiknað er með í dag. „Okkar fannst rétt að taka ákvörðun um fyrsta skrefið en að við munum miða við þessa afléttingaráætlun og ef allt gengur vel þá munum við fylgja henni.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samkomubann á Íslandi Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Fleiri fréttir Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað Sjá meira
Þetta var á meðal þess sem kom fram í máli Katrínar er hún ræddi við Lillý Valgerði Pétursdóttur fréttamann að loknum fréttamannafundi þar sem fyrstu skref í átt að afléttingu sóttvarnaraðgerða voru kynnt, en nánar má lesa um þau hér. „Þetta er auðvitað mikil breyting en um leið mjög varfærin breyting. Það skiptir máli að við séum að taka þessu öruggu en varfærnu skref,“ sagði Katrín. Stefnt er að því að aflétting aðgerða fari fram í þremur skrefum og tekur fyrsta skrefið gildi á miðnætti. Þá mega fimmtíu koma saman auk ýmissa annarra ráðstafana. Í ljósi þess hversu margir greinast með Covid-19 á hverjum degi hér á landi reiknar Katrín með að næstu vikur geti orðið strembnar. „Þetta er auðvitað ótrulegur fjöldi sem er að smitast á hverjum degi og það er auðvitað áskorun fyrir stofnanir samfélagsins, sagði Katrín og bætti við að á næstu vikum gætu reynst snúnar fyrir skóla, opinberar stofnanir og atvinnulífið ef margir þurfa að fara í einangrun.“ Þær aðgerðir sem taka gildi á miðnætti gilda í um þrjár vikur og ef allt gengur vel mun næsta skref verða stigið í átt að fullri afléttingu, og verða samkomutakmarkanir rýmkaðar enn frekar. Þó með þeim fyrirvara að allt gangi vel en Katrín sagði að með því að kynna fyrstu aðgerðir í dag væri enn svigrúm til að grípa í bremsuna þróist faraldurinn í verri átt en reiknað er með í dag. „Okkar fannst rétt að taka ákvörðun um fyrsta skrefið en að við munum miða við þessa afléttingaráætlun og ef allt gengur vel þá munum við fylgja henni.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samkomubann á Íslandi Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Fleiri fréttir Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað Sjá meira