Svarar Kolbrúnu Bergþórsdóttur fullum hálsi Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 29. janúar 2022 18:29 Borgarstórn Reykjavíkur fundar. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Þórdís Lóa Þórhallsdóttir formaður borgarráðs segist hafa hlegið upphátt við lesturs nýlegs leiðara Kolbrúnar Bergþórsdóttur blaðamanns. Í pistlinum segir Kolbrún forystumenn meirihluta borgarstjórnar daufa og litlausa í skugga borgarstjóra. Leiðari Kolbrúnar birtist í Fréttablaðinu í gær en þar gagnrýnir hún þá flokka sem mynda meirihluta borgarstjórnar, utan Samfylkingarinnar, harðlega. Hún segir Viðreisn, Vinstri græna og Pírata karakterlausa og máttlausa og telur að frambjóðendur flokkanna verði í vandræðum í komandi kosningabaráttu. „Borgarbúar verða alls ekki varir við að flokkarnir sem mynda meirihluta borgarstjórnar séu ólíkir. Samstarfið hefur gert þá svo keimlíka að engu er líkara en þeir hafi runnið saman í einn flokk. Viðreisn, Vinstri græn og Píratar eru orðnir eins og daufgerð útgáfa af Samfylkingunni,“ segir Kolbrún meðal annars í leiðaranum. „Frambjóðendur flokkanna munu því væntanlega reyna að stíga út úr litleysinu, rembast við að ljóma af karakter og þylja utan að loforðaflauminn um allt sem þeir ætli að vinna borgarbúum til hagsældar komist þeir aftur í Ráðhúsið,“ heldur Kolbrún áfram. „Er ég litlaust tilbrigði í skugga dags?“ Þessu er Þórdís Lóa alls ekki sammála en hún sendi inn grein á Vísi fyrr í dag sem bar yfirskriftina „Er ég litlaust tilbrigði í skugga Dags?“ Í greininni gagnrýnir hún leiðara Kolbrúnar harðlega. Hún bendir á að meirihlutinn í borginni sé skýrt dæmi um gott samstarf ólíkra flokka en það þýði þó ekki að flokkarnir séu sammála um allt. „Ég hef gaman að svona pistlum og ég hló upphátt nokkrum sinnum því litlaus og dauf eru ekki lýsingarorð sem ég myndi nota yfir sjálfa mig, sem fékk þau burtfararorð úr Seljaskóla hér forðum að ég væri kraftmikil stelpa en kjaftfor og erfið,“ segir Þórdís Lóa og bætir við að sama megi segja um Líf Magneudóttur og Dóru Björt borgarfulltrúa. Fána forystumanna sé langt frá því að vera litlaus. „Það er vissulega verkefni framundan að draga fram sérstöðu hvers og eins flokks en það verður ekki erfitt og er í raun alveg skýrt í dag ef fólk opnar augun fyrir því. Opna augun og hlusta er kannski lykilþáttur í þessu öllu,“ segir Þórdís Lóa í greininni. Borgarstjórn Viðreisn Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Tengdar fréttir Er ég litlaust tilbrigði í skugga Dags? Hin stórgóði pistlahöfundur, Kolbrún Bergþórsdóttir skrifaði áhugaverðan leiðara í Fréttablaðið í gær. Þar spurði hún hvort væri ekki bara best að kjósa Dag í borgarstjórnarkosningum í vor þar sem hinir flokkarnir sem mynda þar meirihluta séu hvort eð er litlausir og daufir í skugga hins skínandi borgarstjóra. 29. janúar 2022 08:01 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Sjá meira
Leiðari Kolbrúnar birtist í Fréttablaðinu í gær en þar gagnrýnir hún þá flokka sem mynda meirihluta borgarstjórnar, utan Samfylkingarinnar, harðlega. Hún segir Viðreisn, Vinstri græna og Pírata karakterlausa og máttlausa og telur að frambjóðendur flokkanna verði í vandræðum í komandi kosningabaráttu. „Borgarbúar verða alls ekki varir við að flokkarnir sem mynda meirihluta borgarstjórnar séu ólíkir. Samstarfið hefur gert þá svo keimlíka að engu er líkara en þeir hafi runnið saman í einn flokk. Viðreisn, Vinstri græn og Píratar eru orðnir eins og daufgerð útgáfa af Samfylkingunni,“ segir Kolbrún meðal annars í leiðaranum. „Frambjóðendur flokkanna munu því væntanlega reyna að stíga út úr litleysinu, rembast við að ljóma af karakter og þylja utan að loforðaflauminn um allt sem þeir ætli að vinna borgarbúum til hagsældar komist þeir aftur í Ráðhúsið,“ heldur Kolbrún áfram. „Er ég litlaust tilbrigði í skugga dags?“ Þessu er Þórdís Lóa alls ekki sammála en hún sendi inn grein á Vísi fyrr í dag sem bar yfirskriftina „Er ég litlaust tilbrigði í skugga Dags?“ Í greininni gagnrýnir hún leiðara Kolbrúnar harðlega. Hún bendir á að meirihlutinn í borginni sé skýrt dæmi um gott samstarf ólíkra flokka en það þýði þó ekki að flokkarnir séu sammála um allt. „Ég hef gaman að svona pistlum og ég hló upphátt nokkrum sinnum því litlaus og dauf eru ekki lýsingarorð sem ég myndi nota yfir sjálfa mig, sem fékk þau burtfararorð úr Seljaskóla hér forðum að ég væri kraftmikil stelpa en kjaftfor og erfið,“ segir Þórdís Lóa og bætir við að sama megi segja um Líf Magneudóttur og Dóru Björt borgarfulltrúa. Fána forystumanna sé langt frá því að vera litlaus. „Það er vissulega verkefni framundan að draga fram sérstöðu hvers og eins flokks en það verður ekki erfitt og er í raun alveg skýrt í dag ef fólk opnar augun fyrir því. Opna augun og hlusta er kannski lykilþáttur í þessu öllu,“ segir Þórdís Lóa í greininni.
Borgarstjórn Viðreisn Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Tengdar fréttir Er ég litlaust tilbrigði í skugga Dags? Hin stórgóði pistlahöfundur, Kolbrún Bergþórsdóttir skrifaði áhugaverðan leiðara í Fréttablaðið í gær. Þar spurði hún hvort væri ekki bara best að kjósa Dag í borgarstjórnarkosningum í vor þar sem hinir flokkarnir sem mynda þar meirihluta séu hvort eð er litlausir og daufir í skugga hins skínandi borgarstjóra. 29. janúar 2022 08:01 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Sjá meira
Er ég litlaust tilbrigði í skugga Dags? Hin stórgóði pistlahöfundur, Kolbrún Bergþórsdóttir skrifaði áhugaverðan leiðara í Fréttablaðið í gær. Þar spurði hún hvort væri ekki bara best að kjósa Dag í borgarstjórnarkosningum í vor þar sem hinir flokkarnir sem mynda þar meirihluta séu hvort eð er litlausir og daufir í skugga hins skínandi borgarstjóra. 29. janúar 2022 08:01