Vond staða hjá Dýraverndarsambandi Íslands Linda Karen Gunnarsdóttir og Rósa Líf Darradóttir skrifa 31. janúar 2022 07:01 Dýraverndarsamband Íslands (DÍS) er aldargamall málsvari dýra í landinu, stofnað 1914. Félagið lyfti grettistaki í dýravelferðarmálum hér á landi og á sér merka sögu. Það er slæmt að sjá stöðu Dýraverndarsambandsins nú, en undanfarin ár hefur félagið verið óvirkt og ekki starfað í samkvæmt lögum þess. DÍS að bregðast hlutverki sínu Eitt af hlutverkum Dýraverndarsambandsins er að veita stjórnsýslunni aðhald í málefnum dýravelferðar. Það hefur verið í lágmarki undanfarin ár. Starfsemi félagsins hefur ekki verið sýnileg og félagið ekki að sinna hlutverki sínu. Einnig er farið að bera á því að Dýraverndarsambandið sé orðið að málsvara hagsmunaðila sem samræmist ekki tilgangi félagsins sem málsvara dýra. Lagt hefur verið fram frumvarp á Alþingi um breytingu á lögum um velferð dýra nr 55/2013 þess efnis að banna blóðmerahald. Komið hafa fram sláandi gögn sem sýna fram á að ekki er hægt að tryggja góða meðferð á fylfullum hryssum við blóðtöku og að meðhöndlunin samræmist ekki lögum um velferð dýra. Blóðtakan sjálf gengur sömuleiðis langt yfir heilsusamleg mörk hryssanna. Vitnað hefur verið til erlendra vísindagagna um velferðarmörk hrossa varðandi blóðmissi sem sýna fram á það. Í stað þess að taka umsvifalaust afstöðu með frumvarpinu og gegn þessari starfsemi, fordæmir stjórn DÍS í umsögn sinni að blóðtaka á fylfullum hryssum verði framkvæmd án þess að óháð rannsókn á velferð hryssa og folalda þeirra liggi fyrir. Í umsögninni segir einnig að ótækt sé að miða við rannsóknir á öðrum dýrum en hryssunum sjálfum. Við slíkar rannsóknir yrði fjöldi hryssa gerður að tilraunadýrum í þágu þessarar starfsemi með tilheyrandi kvölum. Þetta er stórfurðuleg afstaða hjá stjórn DÍS. Að dýravelferðarsamtök taki ekki afdráttarlausa afstöðu með dýrum heldur óski eftir rannsóknum er óskiljanlegt. Það er hlutverk eftirlitsaðila og leyfisveitenda. Það er hins vegar skylda dýravelferðarsamtaka að gæta hagsmuna dýra og tala máli þeirra. Stjórn DÍS ekki með endurnýjað umboð félaga Síðasti aðalfundur í DÍS var haldinn árið 2018, en á skv. lögum félagsins að halda árlega og hefur sitjandi stjórn því ekki endurnýjað umboð félaga. Í færslu á heimasíðu félagsins dagsetta 13.01.2022 kemur fram að ástæður þessa séu flutningar í nýtt húsnæði árið 2019 og faraldurinn sl. tvö ár. Þetta eru lélegar afsakanir og sýna um leið viðhorf stjórnar til félaga í DÍS. Aðalfundi hefði verið hægt að halda með rafrænum hætti. Félagar hafa sömuleiðis ekki fengið upplýsingar frá stjórn DÍS síðan vorið 2018 og fyrirspurnum með tölvupósti er varla eða ekki svarað. Aðalfundargerð og ársskýrsla hefur ekki verið birt síðan 2016 og fundargerðir stjórnar ekki síðan 2017. Þetta er óásættanlegt. Fjármál félagsins í ólestri Í færslu á vefsíðu félagsins dagsetta 13.01.2022 kemur fram að félagið sé búið að vera að greiða fyrir þrif, framkvæmdir á húsnæði, vinnu við bókhald o.fl.þ.h. Kemur fram að stjórnarmenn, að ósk stjórnarmanna og í þeirra umboði, séu í einhverjum tilfellum að taka að sér slík launuð störf. Stjórnin hefur ekki innheimt félagsgjöld síðan 2018 og er verið að ganga á sjóði Dýraverndarsambandsins til að standa undir rekstri félagsins. Þess má geta að samkvæmt upplýsingum frá Ríkisskattstjóra hefur DÍS ekki skilað skattframtali síðan 2018, fyrir árið 2017. Fjármál félagsins eru því í ólestri. Ofantalið er áfellisdómur yfir núverandi stjórn Dýraverndarsambandsins. Ljóst er að stjórnarmenn eru að bregðast félaginu og félögum þess. Stjórnarmenn eiga að sjá sóma sinn í að segja sig frá stjórnarsetu í Dýraverndarsambandinu hið fyrsta. Undirritaðar krefjast þess að stjórn félagsins haldi aðalfund sem allra fyrst og kosin verði ný stjórn sem starfar í samræmi við lög Dýraverndarsambandsins. Höfundar eru hestafræðingur og læknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dýr Dýraheilbrigði Stjórnsýsla Linda Karen Gunnarsdóttir Rósa Líf Darradóttir Mest lesið Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Sjá meira
Dýraverndarsamband Íslands (DÍS) er aldargamall málsvari dýra í landinu, stofnað 1914. Félagið lyfti grettistaki í dýravelferðarmálum hér á landi og á sér merka sögu. Það er slæmt að sjá stöðu Dýraverndarsambandsins nú, en undanfarin ár hefur félagið verið óvirkt og ekki starfað í samkvæmt lögum þess. DÍS að bregðast hlutverki sínu Eitt af hlutverkum Dýraverndarsambandsins er að veita stjórnsýslunni aðhald í málefnum dýravelferðar. Það hefur verið í lágmarki undanfarin ár. Starfsemi félagsins hefur ekki verið sýnileg og félagið ekki að sinna hlutverki sínu. Einnig er farið að bera á því að Dýraverndarsambandið sé orðið að málsvara hagsmunaðila sem samræmist ekki tilgangi félagsins sem málsvara dýra. Lagt hefur verið fram frumvarp á Alþingi um breytingu á lögum um velferð dýra nr 55/2013 þess efnis að banna blóðmerahald. Komið hafa fram sláandi gögn sem sýna fram á að ekki er hægt að tryggja góða meðferð á fylfullum hryssum við blóðtöku og að meðhöndlunin samræmist ekki lögum um velferð dýra. Blóðtakan sjálf gengur sömuleiðis langt yfir heilsusamleg mörk hryssanna. Vitnað hefur verið til erlendra vísindagagna um velferðarmörk hrossa varðandi blóðmissi sem sýna fram á það. Í stað þess að taka umsvifalaust afstöðu með frumvarpinu og gegn þessari starfsemi, fordæmir stjórn DÍS í umsögn sinni að blóðtaka á fylfullum hryssum verði framkvæmd án þess að óháð rannsókn á velferð hryssa og folalda þeirra liggi fyrir. Í umsögninni segir einnig að ótækt sé að miða við rannsóknir á öðrum dýrum en hryssunum sjálfum. Við slíkar rannsóknir yrði fjöldi hryssa gerður að tilraunadýrum í þágu þessarar starfsemi með tilheyrandi kvölum. Þetta er stórfurðuleg afstaða hjá stjórn DÍS. Að dýravelferðarsamtök taki ekki afdráttarlausa afstöðu með dýrum heldur óski eftir rannsóknum er óskiljanlegt. Það er hlutverk eftirlitsaðila og leyfisveitenda. Það er hins vegar skylda dýravelferðarsamtaka að gæta hagsmuna dýra og tala máli þeirra. Stjórn DÍS ekki með endurnýjað umboð félaga Síðasti aðalfundur í DÍS var haldinn árið 2018, en á skv. lögum félagsins að halda árlega og hefur sitjandi stjórn því ekki endurnýjað umboð félaga. Í færslu á heimasíðu félagsins dagsetta 13.01.2022 kemur fram að ástæður þessa séu flutningar í nýtt húsnæði árið 2019 og faraldurinn sl. tvö ár. Þetta eru lélegar afsakanir og sýna um leið viðhorf stjórnar til félaga í DÍS. Aðalfundi hefði verið hægt að halda með rafrænum hætti. Félagar hafa sömuleiðis ekki fengið upplýsingar frá stjórn DÍS síðan vorið 2018 og fyrirspurnum með tölvupósti er varla eða ekki svarað. Aðalfundargerð og ársskýrsla hefur ekki verið birt síðan 2016 og fundargerðir stjórnar ekki síðan 2017. Þetta er óásættanlegt. Fjármál félagsins í ólestri Í færslu á vefsíðu félagsins dagsetta 13.01.2022 kemur fram að félagið sé búið að vera að greiða fyrir þrif, framkvæmdir á húsnæði, vinnu við bókhald o.fl.þ.h. Kemur fram að stjórnarmenn, að ósk stjórnarmanna og í þeirra umboði, séu í einhverjum tilfellum að taka að sér slík launuð störf. Stjórnin hefur ekki innheimt félagsgjöld síðan 2018 og er verið að ganga á sjóði Dýraverndarsambandsins til að standa undir rekstri félagsins. Þess má geta að samkvæmt upplýsingum frá Ríkisskattstjóra hefur DÍS ekki skilað skattframtali síðan 2018, fyrir árið 2017. Fjármál félagsins eru því í ólestri. Ofantalið er áfellisdómur yfir núverandi stjórn Dýraverndarsambandsins. Ljóst er að stjórnarmenn eru að bregðast félaginu og félögum þess. Stjórnarmenn eiga að sjá sóma sinn í að segja sig frá stjórnarsetu í Dýraverndarsambandinu hið fyrsta. Undirritaðar krefjast þess að stjórn félagsins haldi aðalfund sem allra fyrst og kosin verði ný stjórn sem starfar í samræmi við lög Dýraverndarsambandsins. Höfundar eru hestafræðingur og læknir.
Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun