Geðrækt barna er mikilvæg Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 31. janúar 2022 17:00 Börnin í borginni eiga að búa við bestu mögulegu þjónustu hverju sinni og að sú þjónusta sé veitt í nærumhverfi þeirra. Eftirköst þess að alast upp í heimsfaraldri eru ókunn en vitað er að innan hvers grunnskóla í borginni hafa á umliðnum árum hafa komið upp allmörg barnaverndarmál sem í mörgum tilvikum tengjast sálrænum og félagslegum erfiðleikum. Ég ætla hreinlega að gefa mér að líðan barna sé ekki að batna og að fordæmalaus fjöldi slíkra mála komi upp á næstu árum. Á sama tíma eru starfsmenn skólanna sjaldnast menntaðir til þess að aðstoða við að leysa vanda barna sem gliḿa við slíka erfiðleika og álagið sem leggst á kennara getur því verið gríðarlegt. Árið 2019 lagði innri endurskoðun Reykjavíkurborgar til að þjónustu sálfræðinga og annarra fagaðila yrði í auknum mæli beint inn í grunnskólana og var það í takt við ítrekaðar óskir skólastjórnenda. Einnig kom fram að þrátt fyrir að þjónusta við skólana væri í boði þá þyrfti oft að bíða lengi eftir henni og ekki væri um meðferð nemenda að ræða. Einnig kom fram í skýrslu innri endurskoðunar að kennurum þætti það erfiðast í starfinu að gliḿa við nemendur sem eiga erfitt uppdráttar. Umrædd skýrsla var unnin áður en heimsfaraldur skall á með sínum reglulegu bylgjum. Álagið á kennara hefur aukist verulega síðan þá og hætt er við að það leiði til langtímaveikinda og kulnunar í starfi. Áhrifin sem það hefur á nemendur, börnin í borginni, gætu orðið enn verri og til lengri framtíðar. Samfylkingin hefur í meirihlutasamstarfi sínu í Reykjavíkurborg gert ýmislegt til þess að bæta stöðu nemenda í skólum borgarinnar en aðstæðurnar sem uppi eru í dag og verða um ófyrirséða framtíð kalla á að stórátak verði gert. Að mínu mati á að fara eftir tillögum innri endurskoðunar og ráða sálfræðinga inn í skólana þar sem þeir munu hafa aðsetur. Með því að efla geðrækt er komið til móts við börnin og starfsmenn skólanna öllum til heilla. Það mun styðja við börnin og styrkja í náminu auk þess að draga úr álagi á kennara. Ég veit að félagar mínir í Samfylkingunni eru sammála um að nú sé nauðsynlegt að grípa til aðgerða því börnin eru jú framtíð borgarinnar. Höfundur er formaður Afstöðu og sækist eftir sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Þóroddsson Samfylkingin Reykjavík Skoðun: Kosningar 2022 Geðheilbrigði Börn og uppeldi Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Hvenær leiddist þér síðast? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Börnin í borginni eiga að búa við bestu mögulegu þjónustu hverju sinni og að sú þjónusta sé veitt í nærumhverfi þeirra. Eftirköst þess að alast upp í heimsfaraldri eru ókunn en vitað er að innan hvers grunnskóla í borginni hafa á umliðnum árum hafa komið upp allmörg barnaverndarmál sem í mörgum tilvikum tengjast sálrænum og félagslegum erfiðleikum. Ég ætla hreinlega að gefa mér að líðan barna sé ekki að batna og að fordæmalaus fjöldi slíkra mála komi upp á næstu árum. Á sama tíma eru starfsmenn skólanna sjaldnast menntaðir til þess að aðstoða við að leysa vanda barna sem gliḿa við slíka erfiðleika og álagið sem leggst á kennara getur því verið gríðarlegt. Árið 2019 lagði innri endurskoðun Reykjavíkurborgar til að þjónustu sálfræðinga og annarra fagaðila yrði í auknum mæli beint inn í grunnskólana og var það í takt við ítrekaðar óskir skólastjórnenda. Einnig kom fram að þrátt fyrir að þjónusta við skólana væri í boði þá þyrfti oft að bíða lengi eftir henni og ekki væri um meðferð nemenda að ræða. Einnig kom fram í skýrslu innri endurskoðunar að kennurum þætti það erfiðast í starfinu að gliḿa við nemendur sem eiga erfitt uppdráttar. Umrædd skýrsla var unnin áður en heimsfaraldur skall á með sínum reglulegu bylgjum. Álagið á kennara hefur aukist verulega síðan þá og hætt er við að það leiði til langtímaveikinda og kulnunar í starfi. Áhrifin sem það hefur á nemendur, börnin í borginni, gætu orðið enn verri og til lengri framtíðar. Samfylkingin hefur í meirihlutasamstarfi sínu í Reykjavíkurborg gert ýmislegt til þess að bæta stöðu nemenda í skólum borgarinnar en aðstæðurnar sem uppi eru í dag og verða um ófyrirséða framtíð kalla á að stórátak verði gert. Að mínu mati á að fara eftir tillögum innri endurskoðunar og ráða sálfræðinga inn í skólana þar sem þeir munu hafa aðsetur. Með því að efla geðrækt er komið til móts við börnin og starfsmenn skólanna öllum til heilla. Það mun styðja við börnin og styrkja í náminu auk þess að draga úr álagi á kennara. Ég veit að félagar mínir í Samfylkingunni eru sammála um að nú sé nauðsynlegt að grípa til aðgerða því börnin eru jú framtíð borgarinnar. Höfundur er formaður Afstöðu og sækist eftir sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar