Bætum lagaumhverfi tæknifrjóvgana og treystum tilvonandi foreldrum Hildur Sverrisdóttir skrifar 3. febrúar 2022 09:00 Það er ekki sjálfsagður hlutur að eignast barn. Það reynist mörgum erfitt og stundum þarf aðstoð tækninnar við. Tæknifrjóvgun er langt, kostnaðarsamt ferli og reynir oft mjög á fólk. Barneignir er flestum sjálfsögð og jákvæð upplifun en getur fyrir aðra einkennst af erfiðu sálrænu og líkamlegu kapphlaupi og átökum við blákalda tölfræði og endurtekin vonbrigði. Í þessari strembnu vegferð er mikilvægt að fólk upplifi að umgjörð laganna og reglur um tæknifrjóvgun séu gerðar með hag þess fyrir brjósti og miði að því að þeim sé treyst fyrir verkefninu. Góður ásetningur en breytinga þörf Kerfið í kringum tæknifrjóvganir er að mörgu leyti ágætt en lögin eru upphaflega frá árinu 1996 og ollu þá straumhvörfum. Ég hugsa með mikilli hlýju og samúðar til allra þeirra sem áður stóðu í eflaust mjög sársaukafullri baráttu til að eignast barn, án þeirrar þekkingar, tækni og umræðu sem við búum við nú. En þótt lagaumhverfi tæknifrjóvgana hafi tekið breytingum síðan þá má endurskoða það svo ríkisvaldið sé frekar til aðstoðar en trafala gagnvart fólki sem langar einfaldlega til að skapa líf og hlúa að því. Af illskiljanlegum ástæðum er sem dæmi lagt bann við því í lögum að gefa tilbúinn fósturvísi þótt bæði sé heimilt að gefa sæði og egg. Fólk sem vill fara í tæknifrjóvgun skal sömuleiðis vera skráð í staðfesta sambúð eða hjúskap. Við skilnað er sama fólki bannað að nýta fósturvísi sinn jafnvel þótt einstaklingarnir vilji samt eignast barnið saman eða fyrir liggi samþykki beggja aðila fyrir því að annað þeirra nýti fósturvísinn. Treystum fólki Þetta stríðir gegn þeirri einföldu reglu að fullorðnu fólki skuli vera frjálst að haga lífi sínu eins og það vill svo fremi sem það er öðrum að skaðlausu. Ríkisvaldið á ekki að óþörfu að miðstýra því hvernig fólk kýs að búa til fjölskyldu. Við eigum þvert á móti að treysta fólki til að finna lífi sínu þann farveg sem það telur best. Reglur eiga að vera fáar og skýrar eins og kostur er. Annars skapast í þessu eins og öðru flókið regluverk sem sífellt þarf að plástra og bæta við nýjum reglum til að koma til móts við ólík sjónarmið. Það sem meira er; ríkið á þá enn erfiðara með að bregðast við því að samfélagið er í sífelldri mótun. Breytt viðmið, sem betur fer Hið opinbera hefur til dæmis áður sett íþyngjandi reglur sem var svo horfið frá með breyttum tímum. Það er t.d. ekki ýkja langt síðan afnumið var bann við því að systir konu gæti gefið egg þar sem þá var talið of erfitt að alast upp í svo flóknu fjölskyldumynstri. Sömuleiðis takmarkaði ríkið áður rétt samkynhneigðra til að eignast börn með þeim rökum að það væri of erfitt að alast upp hjá samkynja foreldrum. Allt eru þetta atriði sem okkur finnst blessunarlega sjálfsagt að séu heimil í dag. Reglur eiga að vera fyrir fólk og við eigum aldrei að vera hrædd við að endurskoða þær. Ég hef því sett af stað vinnu á Alþingi við að taka til endurskoðunar þau atriði hér hefur verið tæpt á varðandi tæknifrjóvganir og fleiri þætti sem snúa að auknu frelsi og tækifærum fólks til að búa til fjölskyldu. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Alþingi Stjórnsýsla Hildur Sverrisdóttir Frjósemi Mest lesið Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Sjá meira
Það er ekki sjálfsagður hlutur að eignast barn. Það reynist mörgum erfitt og stundum þarf aðstoð tækninnar við. Tæknifrjóvgun er langt, kostnaðarsamt ferli og reynir oft mjög á fólk. Barneignir er flestum sjálfsögð og jákvæð upplifun en getur fyrir aðra einkennst af erfiðu sálrænu og líkamlegu kapphlaupi og átökum við blákalda tölfræði og endurtekin vonbrigði. Í þessari strembnu vegferð er mikilvægt að fólk upplifi að umgjörð laganna og reglur um tæknifrjóvgun séu gerðar með hag þess fyrir brjósti og miði að því að þeim sé treyst fyrir verkefninu. Góður ásetningur en breytinga þörf Kerfið í kringum tæknifrjóvganir er að mörgu leyti ágætt en lögin eru upphaflega frá árinu 1996 og ollu þá straumhvörfum. Ég hugsa með mikilli hlýju og samúðar til allra þeirra sem áður stóðu í eflaust mjög sársaukafullri baráttu til að eignast barn, án þeirrar þekkingar, tækni og umræðu sem við búum við nú. En þótt lagaumhverfi tæknifrjóvgana hafi tekið breytingum síðan þá má endurskoða það svo ríkisvaldið sé frekar til aðstoðar en trafala gagnvart fólki sem langar einfaldlega til að skapa líf og hlúa að því. Af illskiljanlegum ástæðum er sem dæmi lagt bann við því í lögum að gefa tilbúinn fósturvísi þótt bæði sé heimilt að gefa sæði og egg. Fólk sem vill fara í tæknifrjóvgun skal sömuleiðis vera skráð í staðfesta sambúð eða hjúskap. Við skilnað er sama fólki bannað að nýta fósturvísi sinn jafnvel þótt einstaklingarnir vilji samt eignast barnið saman eða fyrir liggi samþykki beggja aðila fyrir því að annað þeirra nýti fósturvísinn. Treystum fólki Þetta stríðir gegn þeirri einföldu reglu að fullorðnu fólki skuli vera frjálst að haga lífi sínu eins og það vill svo fremi sem það er öðrum að skaðlausu. Ríkisvaldið á ekki að óþörfu að miðstýra því hvernig fólk kýs að búa til fjölskyldu. Við eigum þvert á móti að treysta fólki til að finna lífi sínu þann farveg sem það telur best. Reglur eiga að vera fáar og skýrar eins og kostur er. Annars skapast í þessu eins og öðru flókið regluverk sem sífellt þarf að plástra og bæta við nýjum reglum til að koma til móts við ólík sjónarmið. Það sem meira er; ríkið á þá enn erfiðara með að bregðast við því að samfélagið er í sífelldri mótun. Breytt viðmið, sem betur fer Hið opinbera hefur til dæmis áður sett íþyngjandi reglur sem var svo horfið frá með breyttum tímum. Það er t.d. ekki ýkja langt síðan afnumið var bann við því að systir konu gæti gefið egg þar sem þá var talið of erfitt að alast upp í svo flóknu fjölskyldumynstri. Sömuleiðis takmarkaði ríkið áður rétt samkynhneigðra til að eignast börn með þeim rökum að það væri of erfitt að alast upp hjá samkynja foreldrum. Allt eru þetta atriði sem okkur finnst blessunarlega sjálfsagt að séu heimil í dag. Reglur eiga að vera fyrir fólk og við eigum aldrei að vera hrædd við að endurskoða þær. Ég hef því sett af stað vinnu á Alþingi við að taka til endurskoðunar þau atriði hér hefur verið tæpt á varðandi tæknifrjóvganir og fleiri þætti sem snúa að auknu frelsi og tækifærum fólks til að búa til fjölskyldu. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun