Handboltakempa ætlar sér fyrsta sætið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. febrúar 2022 16:59 Heimir Örn Árnason gefur kost á sér í fyrsta sæti hjá Sjálfstæðisflokknum á Akureyri. Heimir Örn Árnason, fyrrverandi handboltakempa og stjórnandi í Naustaskóla á Akureyri, hefur ákveðið að gefa kost á sér í fyrsta sæti Sjálfstæðisflokksins á Akureyri fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Akureyri.net greinir frá og vísar til færslu Heimis á Facebook þar sem hann tilkynnir um pólitísk skref sín. „Ég hef brennandi áhuga á bæjarmálum og samfélagsmálum almennt. Allir þeir sem þekkja mig vel vita að ég er ákveðinn, sanngjarn og mikill keppnismaður. Mannleg samskipti er einn af mínum helstu styrkleikum og hefur það hjálpað mér mikið í öllum mínum störfum hingað til. Það hefur blundað í mér í mörg ár að bjóða mig fram í sveitarstjórnarkosningunum og nú ákvað ég að láta vaða,“ segir Heimir. „Ég tel mig eiga fullt erindi í bæjarstjórn Akureyrar. Ég hef víðtæka reynslu úr atvinnulífinu og sjálfboðastörfum. Undanfarin fjögur ár hef ég starfað sem stjórnandi í Naustaskóla á Akureyri og eru fræðslumál og lýðheilsumál mér mjög kær. Einnig hef ég verið formaður unglingaráðs KA/Þór og KA í handknattleik undanfarin sex ár. Ég trúi að íþrótta- og tómstundamálin séu lykillinn að góðum forvörnum. Sem dæmi má nefna frábær uppgangur hjá kvennaliðum KA/Þór og Þór/KA í handknattleik og knattspyrnu. Þær hafa verið stórkostlegar fyrirmyndir sem hefur skilað sér í fleiri iðkendum og enn meiri áhuga á kvennaíþróttum í bænum. Við þurfum öflugar fyrirmyndir til að vita hvert við viljum stefna.“ Heimir verður 43 ára árinu og er giftur Mörthu Hermannsdóttur. „Við eigum tvo syni og eina dóttur. Hér hef ég átt heima í 35 ár og hér líður mér best. Ég vil leggja mitt að mörkum til að Akureyri verði áfram eftirsóknarverður staður til að búa á, hér sé áfram góð þjónusta, það séu ekki íþyngjandi álögur á fjölskyldufólk og hér sé eldri borgurum búið áhyggjulaust ævikvöld m.a. með byggingu á fleiri í íbúðarkjörnum fyrir 60 ára og eldri. Áfram sé öflugt íþrótta- og forvarnar starf og ég tel afskaplega mikilvægt að hér séu leik- og grunnskólar í fremstu röð og að hlúið sé vel að Háskólanum á Akureyri sem sprungið hefur út á síðustu árum með metnað og dugnað,“ segir Heimir og óskar eftir stuðningi. Sjálfstæðisflokkurinn efnir til prófkjörs um fjögur efstu sætin á Akureyri. Tveir af þremur núverandi bæjarfulltrúum, þeir Gunnar Gíslason og Eva Hrund Einarsdóttir, ætla ekki að gefa kost á sér til frekari starfa. Þórhallur Jónsson, þriðji bæjarfulltrúinn, gefur áfram kost á sér samkvæmt Akureyri.net, þó ekki í oddvitasætið. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Akureyri Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Sjá meira
Akureyri.net greinir frá og vísar til færslu Heimis á Facebook þar sem hann tilkynnir um pólitísk skref sín. „Ég hef brennandi áhuga á bæjarmálum og samfélagsmálum almennt. Allir þeir sem þekkja mig vel vita að ég er ákveðinn, sanngjarn og mikill keppnismaður. Mannleg samskipti er einn af mínum helstu styrkleikum og hefur það hjálpað mér mikið í öllum mínum störfum hingað til. Það hefur blundað í mér í mörg ár að bjóða mig fram í sveitarstjórnarkosningunum og nú ákvað ég að láta vaða,“ segir Heimir. „Ég tel mig eiga fullt erindi í bæjarstjórn Akureyrar. Ég hef víðtæka reynslu úr atvinnulífinu og sjálfboðastörfum. Undanfarin fjögur ár hef ég starfað sem stjórnandi í Naustaskóla á Akureyri og eru fræðslumál og lýðheilsumál mér mjög kær. Einnig hef ég verið formaður unglingaráðs KA/Þór og KA í handknattleik undanfarin sex ár. Ég trúi að íþrótta- og tómstundamálin séu lykillinn að góðum forvörnum. Sem dæmi má nefna frábær uppgangur hjá kvennaliðum KA/Þór og Þór/KA í handknattleik og knattspyrnu. Þær hafa verið stórkostlegar fyrirmyndir sem hefur skilað sér í fleiri iðkendum og enn meiri áhuga á kvennaíþróttum í bænum. Við þurfum öflugar fyrirmyndir til að vita hvert við viljum stefna.“ Heimir verður 43 ára árinu og er giftur Mörthu Hermannsdóttur. „Við eigum tvo syni og eina dóttur. Hér hef ég átt heima í 35 ár og hér líður mér best. Ég vil leggja mitt að mörkum til að Akureyri verði áfram eftirsóknarverður staður til að búa á, hér sé áfram góð þjónusta, það séu ekki íþyngjandi álögur á fjölskyldufólk og hér sé eldri borgurum búið áhyggjulaust ævikvöld m.a. með byggingu á fleiri í íbúðarkjörnum fyrir 60 ára og eldri. Áfram sé öflugt íþrótta- og forvarnar starf og ég tel afskaplega mikilvægt að hér séu leik- og grunnskólar í fremstu röð og að hlúið sé vel að Háskólanum á Akureyri sem sprungið hefur út á síðustu árum með metnað og dugnað,“ segir Heimir og óskar eftir stuðningi. Sjálfstæðisflokkurinn efnir til prófkjörs um fjögur efstu sætin á Akureyri. Tveir af þremur núverandi bæjarfulltrúum, þeir Gunnar Gíslason og Eva Hrund Einarsdóttir, ætla ekki að gefa kost á sér til frekari starfa. Þórhallur Jónsson, þriðji bæjarfulltrúinn, gefur áfram kost á sér samkvæmt Akureyri.net, þó ekki í oddvitasætið.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Akureyri Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Sjá meira