Faraldurinn ekki gert okkur gjarnari á að skella öllu í lás Snorri Másson skrifar 7. febrúar 2022 11:50 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. Samsett Víðir Reynisson segir að börn hafi fengið að njóta vafans þegar skólum var lokað í morgun vegna yfirvofandi óveðurs. Sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs hjá Reykjavíkurborg segir sambærilega ákvörðun hafa verið tekna fyrir tveimur árum. Þar sem hitastigið var ívið hærra en spár gerðu ráð fyrir snjóaði öllu minna í nótt en óttast var. Þar með voru áhrif óveðursins á færð á höfuðborgarsvæðinu ekki slík að undir morgun ætti fólk í verulegum vandræðum með að komast leiðar sinnar. Af þessum sökum hefur mikillar gagnrýni orðið vart á samfélagsmiðlum; að loka öllum leik- og grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu hafi verið yfirdrifið. Leikskólar verða opnaðir aftur eftir hádegi og frístundaheimili grunnskóla sömuleiðis nú um miðjan dag. „Ég held að við séum komin í gegnum það versta, þannig að við höldum viðbúnaði en allt er smám saman að opnast,“ segir Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn almannavarna í samtali við fréttastofu. Maður hefur lesið á netinu að fólk sé efins um ágæti þeirra að gerða að skella öllu í lás út af þessu. „Ég held að það sé kannski ástæðan fyrir því að þetta gekk allt saman vel. Fólk var bara rólegt og fór ekkert af stað of snemma í morgun, eins og við vorum búin að segja hérna á höfuðborgarsvæðinu. Börnin fengu að njóta vafans,“ segir Víðir. En þú sem hefur verið í almannavörnum um langa hríð, myndirðu segja að við værum eftir heimsfaraldur gjarnari á að skella öllu í lás? „Nei, nei. Þetta er bara það sama og við höfum gert í óveðrum í langan tíma.“ Þannig að þetta er ekki drastískara nú? „Nei. Við skulum ekki gleyma því að það var rauð viðvörun á höfuðborgarsvæðinu sem er mjög sjaldgæft og aðstæður í nótt voru mjög slæmar á tímabili alla vega. En ég skil vel fólk sem býr nálægt sjónum á láglendinu að hafa ekki fundist þetta vera neitt mikið. En það þarf ekki nema að fara í úthverfin, þar sem var allt önnur staða,“ segir Víðir. Helgi Grímsson sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs hjá Reykjavíkurborg segir gott að fyllstu varúðar hafi verið gætt í ráðstöfunum, en einnig þurfi að hafa kjark til að endurskoða ákvarðanir eins og gert hafi verið. „En að menn séu gjarnari á að beita stóru sleggjunni núna eftir Covid? Ég get ekki sagt það, af því að við vorum í nákvæmlega sömu aðstæðum fyrir rúmum tveimur árum síðan þegar það var tekin sambærileg ákvörðun,“ segir Helgi. Skólayfirvöld á höfuðborgarsvæðinu ákveðið að opna leikskóla klukkan eitt. Þessi ákvörðun á einungis við þá leikskóla þar sem ekki voru áður auglýstir skipulagsdagar. Starf grunnskóla fellur niður í dag eins og áður hefur verið tilkynnt. Starf frístundaheimila, íþróttastarf, tónlistarskóla og félagsmiðstöðva hefst á sínum hefðbundnu tímum. Hvaða rugl er þetta? Það er engin ástæða til að fella niður allt skólahald allan daginn. https://t.co/O8aOMgLfAY— Kristín Soffía (@KristinSoffia) February 6, 2022 Í rauðri viðvörun fyrir 2 árum keyrði ég um borgina á framhjóladrifnum ónegldum bíl í ágætu skyggni og færi.Núna er veðrið að ganga niður og búið að aflýsa skólum í allan dag.https://t.co/0WuzZieqkG— Konráð S. Guðjónsson (@konradgudjons) February 7, 2022 úff hér í kringlunni eru foreldrar grunnskólabarna að mótmæla lokunum vegna veðurs pic.twitter.com/IR9vkfks1I— Atli Fannar (@atlifannar) February 7, 2022 Veður Skóla - og menntamál Grunnskólar Leikskólar Lögreglumál Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Sjá meira
Þar sem hitastigið var ívið hærra en spár gerðu ráð fyrir snjóaði öllu minna í nótt en óttast var. Þar með voru áhrif óveðursins á færð á höfuðborgarsvæðinu ekki slík að undir morgun ætti fólk í verulegum vandræðum með að komast leiðar sinnar. Af þessum sökum hefur mikillar gagnrýni orðið vart á samfélagsmiðlum; að loka öllum leik- og grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu hafi verið yfirdrifið. Leikskólar verða opnaðir aftur eftir hádegi og frístundaheimili grunnskóla sömuleiðis nú um miðjan dag. „Ég held að við séum komin í gegnum það versta, þannig að við höldum viðbúnaði en allt er smám saman að opnast,“ segir Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn almannavarna í samtali við fréttastofu. Maður hefur lesið á netinu að fólk sé efins um ágæti þeirra að gerða að skella öllu í lás út af þessu. „Ég held að það sé kannski ástæðan fyrir því að þetta gekk allt saman vel. Fólk var bara rólegt og fór ekkert af stað of snemma í morgun, eins og við vorum búin að segja hérna á höfuðborgarsvæðinu. Börnin fengu að njóta vafans,“ segir Víðir. En þú sem hefur verið í almannavörnum um langa hríð, myndirðu segja að við værum eftir heimsfaraldur gjarnari á að skella öllu í lás? „Nei, nei. Þetta er bara það sama og við höfum gert í óveðrum í langan tíma.“ Þannig að þetta er ekki drastískara nú? „Nei. Við skulum ekki gleyma því að það var rauð viðvörun á höfuðborgarsvæðinu sem er mjög sjaldgæft og aðstæður í nótt voru mjög slæmar á tímabili alla vega. En ég skil vel fólk sem býr nálægt sjónum á láglendinu að hafa ekki fundist þetta vera neitt mikið. En það þarf ekki nema að fara í úthverfin, þar sem var allt önnur staða,“ segir Víðir. Helgi Grímsson sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs hjá Reykjavíkurborg segir gott að fyllstu varúðar hafi verið gætt í ráðstöfunum, en einnig þurfi að hafa kjark til að endurskoða ákvarðanir eins og gert hafi verið. „En að menn séu gjarnari á að beita stóru sleggjunni núna eftir Covid? Ég get ekki sagt það, af því að við vorum í nákvæmlega sömu aðstæðum fyrir rúmum tveimur árum síðan þegar það var tekin sambærileg ákvörðun,“ segir Helgi. Skólayfirvöld á höfuðborgarsvæðinu ákveðið að opna leikskóla klukkan eitt. Þessi ákvörðun á einungis við þá leikskóla þar sem ekki voru áður auglýstir skipulagsdagar. Starf grunnskóla fellur niður í dag eins og áður hefur verið tilkynnt. Starf frístundaheimila, íþróttastarf, tónlistarskóla og félagsmiðstöðva hefst á sínum hefðbundnu tímum. Hvaða rugl er þetta? Það er engin ástæða til að fella niður allt skólahald allan daginn. https://t.co/O8aOMgLfAY— Kristín Soffía (@KristinSoffia) February 6, 2022 Í rauðri viðvörun fyrir 2 árum keyrði ég um borgina á framhjóladrifnum ónegldum bíl í ágætu skyggni og færi.Núna er veðrið að ganga niður og búið að aflýsa skólum í allan dag.https://t.co/0WuzZieqkG— Konráð S. Guðjónsson (@konradgudjons) February 7, 2022 úff hér í kringlunni eru foreldrar grunnskólabarna að mótmæla lokunum vegna veðurs pic.twitter.com/IR9vkfks1I— Atli Fannar (@atlifannar) February 7, 2022
Veður Skóla - og menntamál Grunnskólar Leikskólar Lögreglumál Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Sjá meira