Voru á landinu fyrir auglýsingaherferð fatalínunnar Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 7. febrúar 2022 17:30 Frá aðgerðum séraðgerðasveitar Landhelgisgæslunnar í gær. vísir/vilhelm Erlendu ferðamennirnir þrír sem létust í flugslysi á Þingvallavatni á fimmtudag voru staddur hér á landi til að taka þátt í auglýsingaherferð fyrir belgíska fatalínu. Þeir voru hér í hópi átta áhrifavalda og tveggja starfsmanna fyrirtækisins. Fatamerkið sem um ræðir er belgískt og heitir Suspicious Antwerp. Það hefur upp á síðkastið verið að hasla sér völl innan tískuheimsins og er hve vinsælast fyrir höfuðkúpumerki sitt. Það hefur á síðustu mánuðum fengið hina ýmsu áhrifavalda til að auglýsa vörur sínar á samfélagsmiðlinum Instagram en sá stærsti þeirra er vafalaust stórstjarnan Kylie Jenner. View this post on Instagram A post shared by Suspicious Antwerp ® (@suspiciousantwerp) Átta áhrifavaldar í hópnum Í svari fyrirtækisins við fyrirspurn fréttastofu kemur fram að tíu manna hópur á vegum þess hafi verið staddur hér á landi til að taka upp efni í auglýsingaherferð í íslenskri náttúru. Hann samanstóð af tveimur starfsmönnum fyrirtækisins og átta áhrifavöldum víðs vegar að úr heiminum. Þrír úr hópnum fóru síðan í flugið í flugvélinni TF-ABB sem fórst í Þingvallavatni síðasta fimmtudag. Eins og greint hefur verið frá var flugmaður hennar Haraldur Diego, formaður hagsmunafélags flugmanna og flugvélaeigenda á Íslandi. Hann var 50 ára gamall. Um borð með honum voru tveir áhrifavaldar; Bandaríkjamaðurinn Josh Neuman, sem var ekki nema 22 ára gamall, og Nicola Bellavia, 32 ára gamall Belgi. Með þeim var einn af starfsmönnum fatafyrirtækisins, Tim Alings, 27 ára gamall Hollendingur, sem starfaði að markaðssetningu fyrir fyrirtækið. Ná hinum látnu ekki upp strax Allt bendir til að allir hinir látnu hafi fundist skammt frá flugvélarflakinu á botni Þingvallavatns seinni partinn í gær en ekki hefur verið hægt að kafa eftir þeim vegna veðurskilyrða. Á myndbandinu hér að neðan frá Hjálparsveit Skáta í Kópavogi má sjá hvernig aðstæður voru við leit á vatninu í gær: Ekki verður hægt að sækja hina látnu fyrr en veður og aðstæður batna á svæðinu, sem verður ólíklega fyrr en í fyrsta lagi á fimmtudag. Flugslys við Þingvallavatn Ferðamennska á Íslandi Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Innlent Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Erlent Fleiri fréttir Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Sjá meira
Fatamerkið sem um ræðir er belgískt og heitir Suspicious Antwerp. Það hefur upp á síðkastið verið að hasla sér völl innan tískuheimsins og er hve vinsælast fyrir höfuðkúpumerki sitt. Það hefur á síðustu mánuðum fengið hina ýmsu áhrifavalda til að auglýsa vörur sínar á samfélagsmiðlinum Instagram en sá stærsti þeirra er vafalaust stórstjarnan Kylie Jenner. View this post on Instagram A post shared by Suspicious Antwerp ® (@suspiciousantwerp) Átta áhrifavaldar í hópnum Í svari fyrirtækisins við fyrirspurn fréttastofu kemur fram að tíu manna hópur á vegum þess hafi verið staddur hér á landi til að taka upp efni í auglýsingaherferð í íslenskri náttúru. Hann samanstóð af tveimur starfsmönnum fyrirtækisins og átta áhrifavöldum víðs vegar að úr heiminum. Þrír úr hópnum fóru síðan í flugið í flugvélinni TF-ABB sem fórst í Þingvallavatni síðasta fimmtudag. Eins og greint hefur verið frá var flugmaður hennar Haraldur Diego, formaður hagsmunafélags flugmanna og flugvélaeigenda á Íslandi. Hann var 50 ára gamall. Um borð með honum voru tveir áhrifavaldar; Bandaríkjamaðurinn Josh Neuman, sem var ekki nema 22 ára gamall, og Nicola Bellavia, 32 ára gamall Belgi. Með þeim var einn af starfsmönnum fatafyrirtækisins, Tim Alings, 27 ára gamall Hollendingur, sem starfaði að markaðssetningu fyrir fyrirtækið. Ná hinum látnu ekki upp strax Allt bendir til að allir hinir látnu hafi fundist skammt frá flugvélarflakinu á botni Þingvallavatns seinni partinn í gær en ekki hefur verið hægt að kafa eftir þeim vegna veðurskilyrða. Á myndbandinu hér að neðan frá Hjálparsveit Skáta í Kópavogi má sjá hvernig aðstæður voru við leit á vatninu í gær: Ekki verður hægt að sækja hina látnu fyrr en veður og aðstæður batna á svæðinu, sem verður ólíklega fyrr en í fyrsta lagi á fimmtudag.
Flugslys við Þingvallavatn Ferðamennska á Íslandi Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Innlent Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Erlent Fleiri fréttir Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Sjá meira