Veiran fari fyrst á kreik eftir miðnætti á skemmtistöðunum Snorri Másson skrifar 7. febrúar 2022 23:00 Birgitta Líf Björnsdóttir er eigandi Bankastrætis Club. Vísir/sigurjón Heilbrigðisyfirvöld leggja á ráðin um verulegar tilslakanir á sóttvarnatakmörkunum í samráði við almannavarnir. Þær verða kynntar í lok viku. Það var allt toðfullt á skemmtistöðum miðbæjarins um helgina - eða eins og reglur leyfðu. Það verða engar breytingar kynntar eftir ríkisstjórnarfund á morgun, enda tókst ekki að undirbúa þær í tæka tíð. Því er gert ráð fyrir að eftir fundinn á föstudaginn verði kynntar tilslakanir. Heilbrigðisráðherra boðar að þær verði verulegar. Síðast tóku gildi breytingar á sóttvarnatakmörkunum í dag, þegar einangrun einkennalítilla var stytt í fimm daga úr sjö. Á skemmtistöðum eru enn töluverðar reglur við lýði. Hvort sem var á Prikinu, AUTO eða á Bankastræti Club, voru öll hólf full á skemmtistöðum um helgina en aðeins til miðnættis. „Það voru bara allir í skýjunum. Þannig að fólk er mjög glatt að geta farið loksins aftur út og hitt vini sína og skemmt sér. Ég held að það séu allir komnir með leið á spilakvöldunum,“ segir Birgitta Líf Björnsdóttir, eigandi Bankastræti Club. Þótt Birgitta fallist erfitt sé að halda fólki í skefjum þegar það sé að skemmta sér, segir hún að nú sé svo komið að á nær öllum sviðum samfélagsins sé búið að létta á hömlum - nema á klúbbunum. „Veiran er bara hérna, greinilega. En hún hoppar ekki á milli hólfa og kemur ekki fyrr en eftir miðnætti. Við bara vinnum með það sem við höfum,“ segir Birgitta. Draumurinn væri nokkrir tímar í viðbót en þar eru líklega aðrir ákafari en Birgitta, sem hefur allajafna ekki opið nema til um tvö. „Við erum öll saman í spjalli og fólk talar alveg um að þetta sé alveg ágætlega þægilegt. Opnunin styttist, launakostnaður minnkar og fólk bara hagar sér betur. En þetta er samt heldur stutt núna,“ segir Birgitta. Næturlíf Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Áfengi og tóbak Samkomubann á Íslandi Reykjavík Tengdar fréttir Danir felldu grímuna á miðnætti þegar öllum takmörkunum var aflétt Danir köstuðu af sér grímunum á miðnætti þegar öllum samkomutakmörkum var aflétt þar í landi. Bareigandi sagðist spenntur að fá að taka á móti fólki á ný og segir Íslendingur að háskólanemar ætli að djamma fram á nótt. Sóttvarnalæknir vill ekki fara sömu leið og Danir. 1. febrúar 2022 21:00 Til skammar fyrir stjórnvöld að leyfa þessu að gerast Menntaskólanemar segja það til skammar fyrir stjórnvöld að hafa leyft heimsfaraldri að bitna svo illa á ungu fólki. 31. janúar 2022 23:30 „Ég varð fyrir vonbrigðum“ Þær sóttvarnaaðgerðir sem kynntar voru í gær eru vonbrigði. Þetta segir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins sem hefði viljað sjá ríkisstjórnina ganga lengra í afléttingum. 29. janúar 2022 12:01 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Fleiri fréttir Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Sjá meira
Það verða engar breytingar kynntar eftir ríkisstjórnarfund á morgun, enda tókst ekki að undirbúa þær í tæka tíð. Því er gert ráð fyrir að eftir fundinn á föstudaginn verði kynntar tilslakanir. Heilbrigðisráðherra boðar að þær verði verulegar. Síðast tóku gildi breytingar á sóttvarnatakmörkunum í dag, þegar einangrun einkennalítilla var stytt í fimm daga úr sjö. Á skemmtistöðum eru enn töluverðar reglur við lýði. Hvort sem var á Prikinu, AUTO eða á Bankastræti Club, voru öll hólf full á skemmtistöðum um helgina en aðeins til miðnættis. „Það voru bara allir í skýjunum. Þannig að fólk er mjög glatt að geta farið loksins aftur út og hitt vini sína og skemmt sér. Ég held að það séu allir komnir með leið á spilakvöldunum,“ segir Birgitta Líf Björnsdóttir, eigandi Bankastræti Club. Þótt Birgitta fallist erfitt sé að halda fólki í skefjum þegar það sé að skemmta sér, segir hún að nú sé svo komið að á nær öllum sviðum samfélagsins sé búið að létta á hömlum - nema á klúbbunum. „Veiran er bara hérna, greinilega. En hún hoppar ekki á milli hólfa og kemur ekki fyrr en eftir miðnætti. Við bara vinnum með það sem við höfum,“ segir Birgitta. Draumurinn væri nokkrir tímar í viðbót en þar eru líklega aðrir ákafari en Birgitta, sem hefur allajafna ekki opið nema til um tvö. „Við erum öll saman í spjalli og fólk talar alveg um að þetta sé alveg ágætlega þægilegt. Opnunin styttist, launakostnaður minnkar og fólk bara hagar sér betur. En þetta er samt heldur stutt núna,“ segir Birgitta.
Næturlíf Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Áfengi og tóbak Samkomubann á Íslandi Reykjavík Tengdar fréttir Danir felldu grímuna á miðnætti þegar öllum takmörkunum var aflétt Danir köstuðu af sér grímunum á miðnætti þegar öllum samkomutakmörkum var aflétt þar í landi. Bareigandi sagðist spenntur að fá að taka á móti fólki á ný og segir Íslendingur að háskólanemar ætli að djamma fram á nótt. Sóttvarnalæknir vill ekki fara sömu leið og Danir. 1. febrúar 2022 21:00 Til skammar fyrir stjórnvöld að leyfa þessu að gerast Menntaskólanemar segja það til skammar fyrir stjórnvöld að hafa leyft heimsfaraldri að bitna svo illa á ungu fólki. 31. janúar 2022 23:30 „Ég varð fyrir vonbrigðum“ Þær sóttvarnaaðgerðir sem kynntar voru í gær eru vonbrigði. Þetta segir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins sem hefði viljað sjá ríkisstjórnina ganga lengra í afléttingum. 29. janúar 2022 12:01 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Fleiri fréttir Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Sjá meira
Danir felldu grímuna á miðnætti þegar öllum takmörkunum var aflétt Danir köstuðu af sér grímunum á miðnætti þegar öllum samkomutakmörkum var aflétt þar í landi. Bareigandi sagðist spenntur að fá að taka á móti fólki á ný og segir Íslendingur að háskólanemar ætli að djamma fram á nótt. Sóttvarnalæknir vill ekki fara sömu leið og Danir. 1. febrúar 2022 21:00
Til skammar fyrir stjórnvöld að leyfa þessu að gerast Menntaskólanemar segja það til skammar fyrir stjórnvöld að hafa leyft heimsfaraldri að bitna svo illa á ungu fólki. 31. janúar 2022 23:30
„Ég varð fyrir vonbrigðum“ Þær sóttvarnaaðgerðir sem kynntar voru í gær eru vonbrigði. Þetta segir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins sem hefði viljað sjá ríkisstjórnina ganga lengra í afléttingum. 29. janúar 2022 12:01