Þurfti að grafa sig að húsinu þegar snjóflóðahættan var liðin hjá Eiður Þór Árnason skrifar 9. febrúar 2022 14:24 Kittý Arnars Árnadóttir og afrakstur dagsins. Samsett Hættustigi vegna snjóflóðahættu á Patreksfirði var aflétt í morgun. Kittý Arnars Árnadóttir, íbúi á Patreksfirði, var ein þeirra sem þurfti að yfirgefa heimili sitt ásamt fjölskyldu í skyndi í gærmorgun eftir að snjóflóð féllu á varnargarða aðfaranótt þriðjudags. Þegar Vísir náði aftur af henni tali á öðrum tímanum í dag var fjölskyldan önnum kafin við að grafa sér leið að húsinu. „Við erum að moka okkur inn núna. Það var aflétt upp úr klukkan tíu í morgun og þetta gengur bara ágætlega. Við erum enn að en þetta var líka orðið svolítið hart út af frostinu svo það er aðeins erfiðara að moka,“ segir Kittý. Varla séð annað eins „Þetta er með stærsta vetrarríki sem ég hef séð hingað til á þessum tíu árum sem ég er búin að búa hérna. Þetta er rosalega mikill snjór ef ég á að segja eins og er.“ Þá vill Kittý hrósa því góða fólki sem hefur verið önnum kafin við að moka um allan bæ ásamt björgunarsveitarfólki og fulltrúum Rauða krossins. Snjórinn umlykur húsið.Aðsend Rýma þurfti átta íbúðarhús á rýmingarreit fjögur í Patreksfirði í gærmorgun, þar á meðal hús fjölskyldunnar á Hólum 18. Fimm manna fjölskyldan dvaldi í íbúð á öruggari stað í bænum á meðan rýmingin var í gildi. Nokkur ár eru síðan Kittý og fjölskylda sættu síðast rýmingu vegna snjóflóðahættu en þá voru þau nokkra daga í burtu. Hólar 18, þar sem Kittý og fjölskylda búa.Ragnar Visage Kittý sagði í samtali við fréttastofu í gær að samfélagið á Patreksfirði væri hálflamað í vetrarríkinu. Kolófært væri í öllum bænum og björgunarsveitin sæi um að flytja starfsmenn og börn heim úr grunnskóla og leikskóla. Í gær ríkti mikil óvíssa um það hvenær fjölskyldan fengi að snúa aftur heim. „Við fengum símhringingu frá lögreglunni yfir því að við ættum að rýma, þá var tekið það næsta við hendi og sett í poka eða tösku og svo reynt að drífa sig eins fljótt út og maður kemst. Þetta eru rosalega óþægilegar aðstæður, sérstaklega líka þegar þú ert með börn. Þú veist ekki neitt. Eins og núna. Það eru allir að spyrja, hvenær förum við heim? Við vitum það ekki,“ sagði Kittý Arnars í gær. Hún bætti við að það hafi komið henni mjög á óvart að þurfa að yfirgefa heimilið. Kittý segir að núna séu öll ökutæki og lausar hendur notaðar til að ryðja bæinn. Hún á von á því að lífið þar verði fljótlega komið í samt horf.
Þegar Vísir náði aftur af henni tali á öðrum tímanum í dag var fjölskyldan önnum kafin við að grafa sér leið að húsinu. „Við erum að moka okkur inn núna. Það var aflétt upp úr klukkan tíu í morgun og þetta gengur bara ágætlega. Við erum enn að en þetta var líka orðið svolítið hart út af frostinu svo það er aðeins erfiðara að moka,“ segir Kittý. Varla séð annað eins „Þetta er með stærsta vetrarríki sem ég hef séð hingað til á þessum tíu árum sem ég er búin að búa hérna. Þetta er rosalega mikill snjór ef ég á að segja eins og er.“ Þá vill Kittý hrósa því góða fólki sem hefur verið önnum kafin við að moka um allan bæ ásamt björgunarsveitarfólki og fulltrúum Rauða krossins. Snjórinn umlykur húsið.Aðsend Rýma þurfti átta íbúðarhús á rýmingarreit fjögur í Patreksfirði í gærmorgun, þar á meðal hús fjölskyldunnar á Hólum 18. Fimm manna fjölskyldan dvaldi í íbúð á öruggari stað í bænum á meðan rýmingin var í gildi. Nokkur ár eru síðan Kittý og fjölskylda sættu síðast rýmingu vegna snjóflóðahættu en þá voru þau nokkra daga í burtu. Hólar 18, þar sem Kittý og fjölskylda búa.Ragnar Visage Kittý sagði í samtali við fréttastofu í gær að samfélagið á Patreksfirði væri hálflamað í vetrarríkinu. Kolófært væri í öllum bænum og björgunarsveitin sæi um að flytja starfsmenn og börn heim úr grunnskóla og leikskóla. Í gær ríkti mikil óvíssa um það hvenær fjölskyldan fengi að snúa aftur heim. „Við fengum símhringingu frá lögreglunni yfir því að við ættum að rýma, þá var tekið það næsta við hendi og sett í poka eða tösku og svo reynt að drífa sig eins fljótt út og maður kemst. Þetta eru rosalega óþægilegar aðstæður, sérstaklega líka þegar þú ert með börn. Þú veist ekki neitt. Eins og núna. Það eru allir að spyrja, hvenær förum við heim? Við vitum það ekki,“ sagði Kittý Arnars í gær. Hún bætti við að það hafi komið henni mjög á óvart að þurfa að yfirgefa heimilið. Kittý segir að núna séu öll ökutæki og lausar hendur notaðar til að ryðja bæinn. Hún á von á því að lífið þar verði fljótlega komið í samt horf.
Almannavarnir Vesturbyggð Tengdar fréttir Hættustigi og óvissustigi aflýst á Vestfjörðum Hættustigi og óvissustigi hefur verið aflýst á Vestfjörðum vegna snjóflóðahættu en óvissustig hefur verið í gildi á norðanverðum Vestfjörðum frá því á sunnudag. Hættustigi hefur verið aflýst á Tröllaskaga og er óvissustig nú í gildi. 9. febrúar 2022 10:10 Fékk óvænt símtal frá lögreglu í morgun Íbúi á Patreksfirði sem þurfti að yfirgefa heimili sitt í skyndi vegna snjóflóðahættu í morgun segir bæinn hálflamaðan. Björgunarsveitir aka börnum í skóla og framlínustarfsfólki til vinnu. Hún man vart eftir öðru eins veðri en hættustig er enn í gildi á Patreksfirði. 8. febrúar 2022 19:10 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Fleiri fréttir Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Sjá meira
Hættustigi og óvissustigi aflýst á Vestfjörðum Hættustigi og óvissustigi hefur verið aflýst á Vestfjörðum vegna snjóflóðahættu en óvissustig hefur verið í gildi á norðanverðum Vestfjörðum frá því á sunnudag. Hættustigi hefur verið aflýst á Tröllaskaga og er óvissustig nú í gildi. 9. febrúar 2022 10:10
Fékk óvænt símtal frá lögreglu í morgun Íbúi á Patreksfirði sem þurfti að yfirgefa heimili sitt í skyndi vegna snjóflóðahættu í morgun segir bæinn hálflamaðan. Björgunarsveitir aka börnum í skóla og framlínustarfsfólki til vinnu. Hún man vart eftir öðru eins veðri en hættustig er enn í gildi á Patreksfirði. 8. febrúar 2022 19:10