Sting selur réttinn að lögum sínum til Universal Atli Ísleifsson skrifar 11. febrúar 2022 07:51 Sting, sem heitir Gordon Sumner réttu nafni, var söngvari, bassaleikari og helsti lagasmiður The Police. Getty Enski tónlistarmaðurinn Sting hefur selt réttinn að öllum lögum sínum til tónlistarrisans Universal Music Group. Um er að ræða lög sem hann gaf út bæði í eigin nafni og mikill fjöldi sem hann samdi og gaf út með sveitinni The Police. Sting bætist þar með í hóp fjölda heimsþekktra tónlistarmanna sem gert hafa áþekka samninga við útgáfufyrirtæki og fjárfestingafélög. Þannig hefur rétturinn að tónlist David Bowie, Fleetwood Mac, Tinu Turner, Bruce Springsteen, Bob Dylan, Neil Young, David Guetta og Shakiru verið seldur með þessum hætti á síðustu mánuðum. Sting hefur á ferli sínum samið og gefið út fjölda þekktra laga, ýmist undir eigin nafni eða með The Police, þeirra á meðal Every Breath You Take, Roxanne, Englishman in New York, Desert Rose og Fields of Gold. Hinn sjötugi Sting hefur á ferli sínum unnið til sautján Grammy-verðlauna og þriggja Brit-verðlauna. Í frétt BBC er haft eftir Sting að það sé honum mjög mikilvægt að lagasafn sitt eigi sér heimili þar sem komið sé fram við það af virðingu og að það sé metið. Ekki einungis til að lögin haldi áfram að ná til eldri aðdáenda en einnig til að hægt sé að ná til nýrra hlustenda. Á ferli sínum hefur Sting lengst af verið á samningi hjá Universal. Sting, sem heitir Gordon Sumner, var söngvari, bassaleikari og helsti lagasmiður The Police undir lok áttunda áratugarins og þeim níunda, áður en hann hóf sólóferil. Tónlist Bretland Höfundarréttur Tengdar fréttir Seldi Sony allar upptökur sínar Tónlistargoðsögnin Bob Dylan hefur selt útgáfufyrirtækinu Sony Music réttinn að öllum upptökum sínum. 24. janúar 2022 22:30 Bruce Springsteen selur réttinn fyrir 65 milljarða Bandaríski tónlistarmaðurinn Bruce Springsteen hefur selt upptökur og útgáfurréttinn að öllu lagasafni sínu til Sony fyrir 500 milljónir Bandaríkjadala, um 65 milljarða króna. 16. desember 2021 13:41 Mest lesið Enginn bragur af verðhækkunum Icelandair Neytendur Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Sting bætist þar með í hóp fjölda heimsþekktra tónlistarmanna sem gert hafa áþekka samninga við útgáfufyrirtæki og fjárfestingafélög. Þannig hefur rétturinn að tónlist David Bowie, Fleetwood Mac, Tinu Turner, Bruce Springsteen, Bob Dylan, Neil Young, David Guetta og Shakiru verið seldur með þessum hætti á síðustu mánuðum. Sting hefur á ferli sínum samið og gefið út fjölda þekktra laga, ýmist undir eigin nafni eða með The Police, þeirra á meðal Every Breath You Take, Roxanne, Englishman in New York, Desert Rose og Fields of Gold. Hinn sjötugi Sting hefur á ferli sínum unnið til sautján Grammy-verðlauna og þriggja Brit-verðlauna. Í frétt BBC er haft eftir Sting að það sé honum mjög mikilvægt að lagasafn sitt eigi sér heimili þar sem komið sé fram við það af virðingu og að það sé metið. Ekki einungis til að lögin haldi áfram að ná til eldri aðdáenda en einnig til að hægt sé að ná til nýrra hlustenda. Á ferli sínum hefur Sting lengst af verið á samningi hjá Universal. Sting, sem heitir Gordon Sumner, var söngvari, bassaleikari og helsti lagasmiður The Police undir lok áttunda áratugarins og þeim níunda, áður en hann hóf sólóferil.
Tónlist Bretland Höfundarréttur Tengdar fréttir Seldi Sony allar upptökur sínar Tónlistargoðsögnin Bob Dylan hefur selt útgáfufyrirtækinu Sony Music réttinn að öllum upptökum sínum. 24. janúar 2022 22:30 Bruce Springsteen selur réttinn fyrir 65 milljarða Bandaríski tónlistarmaðurinn Bruce Springsteen hefur selt upptökur og útgáfurréttinn að öllu lagasafni sínu til Sony fyrir 500 milljónir Bandaríkjadala, um 65 milljarða króna. 16. desember 2021 13:41 Mest lesið Enginn bragur af verðhækkunum Icelandair Neytendur Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Seldi Sony allar upptökur sínar Tónlistargoðsögnin Bob Dylan hefur selt útgáfufyrirtækinu Sony Music réttinn að öllum upptökum sínum. 24. janúar 2022 22:30
Bruce Springsteen selur réttinn fyrir 65 milljarða Bandaríski tónlistarmaðurinn Bruce Springsteen hefur selt upptökur og útgáfurréttinn að öllu lagasafni sínu til Sony fyrir 500 milljónir Bandaríkjadala, um 65 milljarða króna. 16. desember 2021 13:41
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent