Tvö hundruð mega koma saman og sóttkví afnumin Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. febrúar 2022 11:20 Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra. Vísir/Vilhelm Slakað verður á sóttvarnaraðgerðum á miðnætti eins og búist var við. Tvö hundruð mega koma saman. Reglur um sóttkví verða afnumdar. Þetta kom fram í máli Willums Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi þar sem minnisblað Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis um tilslakanir aðgerða vegna kórónuveirufaraldursins voru til umræðu. Þær afléttingar sem taka gildi á miðnætti eru að mestu í samræmi við skref tvö í afléttingaráætlun stjórnvalda. Í máli Willums Þórs kom einnig fram að reglugerð um sóttvarnir í skólastarfi yrði afnumin. Veitinga- og skemmtistaðir mega hafa opið til miðnættis og allir gestir þurfa að vera farnir út fyrir klukkan eitt. „Við erum að afnema skólareglugerðina þannig að grunn- og framhaldsskólar fá félagslífið sitt allt til baka,“ sagði Willum Þór. Reiknar hann með að hægt verði að ráðast í fullar afléttingar undir lok mánaðarins, komi ekkert óvænt upp á. Þá munu hátt í tíu þúsund einstaklingar losna úr sóttkví í dag en reglur sem gilda um sóttkví verða afnumdar í dag. Um þá sem komast í tæri við smitaða einstaklinga gildir að sögn Willums eftirfarandi: „Bara að hafa gát. Fara varlega. Ef fólk upplifir eða fær einkenni að fara þá í próf. Annars ekki. Bara fara varlega.“ Þeir sem þegar eru í sóttkví þurfa því ekki að mæta í sýnatöku til að losna og á það einnig við um þá sem áttu að fara í sýnatöku í dag. Þeim sem hafa verið útsettir fyrir smiti verður ekki lengur skylt að sæta smitgát þótt hvatt sé til hennar og þar með fellur jafnframt brott skylda til sýnatöku í lok smitgátar, að því er segir á vef Stjórnarráðsins. Þegar slakað var á aðgerðum síðast, þann 28. janúar síðastliðinn, var reiknað með að næsta skref í afléttingu aðgerða yrði stigið 24. febrúar. Því er ljóst að stjórnvöld eru talsvert á undan þeirri áætlun. Fylgst var með nýjustu vendingum í fréttinni hér að neðan: Síðustu daga hafa um og yfir tvö þúsund manns greinst með Covid-19 á hverjum degi. Í dag eru 10.241 í einangrun vegna Covid-19. 32 sjúklingar liggja á Landspítala með Covid-19. Tveir eru á gjörgæslu og báðir í öndunarvél. Meðalaldur innlagðra er nú 63 ár. Karl á níræðisaldri með Covid-19 lést á legudeild í gær. Helstu breytingar á samkomutakmörkunum eru eftirfarandi: Á miðnætti tekur gildi ný reglugerð um takmörkun á samkomum sem gildir til og með 25. febrúar. Jafnframt fellur brott sérstök reglugerð um takmörkun á skólastarfi. Almennar fjöldatakmarkanir: Fara úr 50 í 200 manns innandyra. Fjöldatakmarkanir utandyra falla brott. Verslanir: Fjöldatakmarkanir í verslunum falla brott. Fjölmennir viðburðir: Heimilt verður að halda 1.000 manna viðburði að því tilskildu að allir sitji í sæti og beri grímu. Heimilt er að halda hlé á viðburðum og selja veitingar án takmarkana. Grímunotkun: Aðeins verður skylt að bera grímu ef ekki er hægt að viðhafa 1 metra reglu. Hreyfing: Sund- og líkamsræktarstöðvum sem og skíðasvæðum er heimilt að taka á móti gestum með fullum afköstum. Íþróttakeppnir og -æfingar: Keppnir og æfingar heimilar með 200 manns í hólfi. Skólar: Reglugerð um takmörkun á skólastarfi fellur brott. Þar með gilda almennar reglur um samkomutakmarkanir í skólum, þó með undanteknum til rýmkunar. Skólaskemmtanir: Heimilt er að halda skólaskemmtanir í grunn- og framhaldsskólum án nokkurra takmarkana. Staðir með vínveitingaleyfi: Opnunartími lengdur um eina klukkustund, þ.e. heimilt að taka á móti gestum til miðnættis en allir þurfa að hafa yfirgefið staðinn kl. 01.00.
Þetta kom fram í máli Willums Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi þar sem minnisblað Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis um tilslakanir aðgerða vegna kórónuveirufaraldursins voru til umræðu. Þær afléttingar sem taka gildi á miðnætti eru að mestu í samræmi við skref tvö í afléttingaráætlun stjórnvalda. Í máli Willums Þórs kom einnig fram að reglugerð um sóttvarnir í skólastarfi yrði afnumin. Veitinga- og skemmtistaðir mega hafa opið til miðnættis og allir gestir þurfa að vera farnir út fyrir klukkan eitt. „Við erum að afnema skólareglugerðina þannig að grunn- og framhaldsskólar fá félagslífið sitt allt til baka,“ sagði Willum Þór. Reiknar hann með að hægt verði að ráðast í fullar afléttingar undir lok mánaðarins, komi ekkert óvænt upp á. Þá munu hátt í tíu þúsund einstaklingar losna úr sóttkví í dag en reglur sem gilda um sóttkví verða afnumdar í dag. Um þá sem komast í tæri við smitaða einstaklinga gildir að sögn Willums eftirfarandi: „Bara að hafa gát. Fara varlega. Ef fólk upplifir eða fær einkenni að fara þá í próf. Annars ekki. Bara fara varlega.“ Þeir sem þegar eru í sóttkví þurfa því ekki að mæta í sýnatöku til að losna og á það einnig við um þá sem áttu að fara í sýnatöku í dag. Þeim sem hafa verið útsettir fyrir smiti verður ekki lengur skylt að sæta smitgát þótt hvatt sé til hennar og þar með fellur jafnframt brott skylda til sýnatöku í lok smitgátar, að því er segir á vef Stjórnarráðsins. Þegar slakað var á aðgerðum síðast, þann 28. janúar síðastliðinn, var reiknað með að næsta skref í afléttingu aðgerða yrði stigið 24. febrúar. Því er ljóst að stjórnvöld eru talsvert á undan þeirri áætlun. Fylgst var með nýjustu vendingum í fréttinni hér að neðan: Síðustu daga hafa um og yfir tvö þúsund manns greinst með Covid-19 á hverjum degi. Í dag eru 10.241 í einangrun vegna Covid-19. 32 sjúklingar liggja á Landspítala með Covid-19. Tveir eru á gjörgæslu og báðir í öndunarvél. Meðalaldur innlagðra er nú 63 ár. Karl á níræðisaldri með Covid-19 lést á legudeild í gær. Helstu breytingar á samkomutakmörkunum eru eftirfarandi: Á miðnætti tekur gildi ný reglugerð um takmörkun á samkomum sem gildir til og með 25. febrúar. Jafnframt fellur brott sérstök reglugerð um takmörkun á skólastarfi. Almennar fjöldatakmarkanir: Fara úr 50 í 200 manns innandyra. Fjöldatakmarkanir utandyra falla brott. Verslanir: Fjöldatakmarkanir í verslunum falla brott. Fjölmennir viðburðir: Heimilt verður að halda 1.000 manna viðburði að því tilskildu að allir sitji í sæti og beri grímu. Heimilt er að halda hlé á viðburðum og selja veitingar án takmarkana. Grímunotkun: Aðeins verður skylt að bera grímu ef ekki er hægt að viðhafa 1 metra reglu. Hreyfing: Sund- og líkamsræktarstöðvum sem og skíðasvæðum er heimilt að taka á móti gestum með fullum afköstum. Íþróttakeppnir og -æfingar: Keppnir og æfingar heimilar með 200 manns í hólfi. Skólar: Reglugerð um takmörkun á skólastarfi fellur brott. Þar með gilda almennar reglur um samkomutakmarkanir í skólum, þó með undanteknum til rýmkunar. Skólaskemmtanir: Heimilt er að halda skólaskemmtanir í grunn- og framhaldsskólum án nokkurra takmarkana. Staðir með vínveitingaleyfi: Opnunartími lengdur um eina klukkustund, þ.e. heimilt að taka á móti gestum til miðnættis en allir þurfa að hafa yfirgefið staðinn kl. 01.00.
Á miðnætti tekur gildi ný reglugerð um takmörkun á samkomum sem gildir til og með 25. febrúar. Jafnframt fellur brott sérstök reglugerð um takmörkun á skólastarfi. Almennar fjöldatakmarkanir: Fara úr 50 í 200 manns innandyra. Fjöldatakmarkanir utandyra falla brott. Verslanir: Fjöldatakmarkanir í verslunum falla brott. Fjölmennir viðburðir: Heimilt verður að halda 1.000 manna viðburði að því tilskildu að allir sitji í sæti og beri grímu. Heimilt er að halda hlé á viðburðum og selja veitingar án takmarkana. Grímunotkun: Aðeins verður skylt að bera grímu ef ekki er hægt að viðhafa 1 metra reglu. Hreyfing: Sund- og líkamsræktarstöðvum sem og skíðasvæðum er heimilt að taka á móti gestum með fullum afköstum. Íþróttakeppnir og -æfingar: Keppnir og æfingar heimilar með 200 manns í hólfi. Skólar: Reglugerð um takmörkun á skólastarfi fellur brott. Þar með gilda almennar reglur um samkomutakmarkanir í skólum, þó með undanteknum til rýmkunar. Skólaskemmtanir: Heimilt er að halda skólaskemmtanir í grunn- og framhaldsskólum án nokkurra takmarkana. Staðir með vínveitingaleyfi: Opnunartími lengdur um eina klukkustund, þ.e. heimilt að taka á móti gestum til miðnættis en allir þurfa að hafa yfirgefið staðinn kl. 01.00.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira