Vinnumarkaður í þroti Sólveig Anna Jónsdóttir og Sæþór Benjamín Randalsson skrifa 12. febrúar 2022 08:00 Sú mynd sem dregin er upp af lífi fiskverkafólks í sjónvarpsþáttunum Verbúðin hefur rifjað upp þann veruleika var lengi við lýði. Öryggi á vinnustöðum og húsakostur fiskverkafólks var á þessum árum óásættanlegur. Sem betur fer er þetta ekki lengur svo fyrir þennan hóp, sem er fyrst og fremst baráttu verkafólks sjálfs að þakka. Þó er það svo að nákvæmlega jafn slæm, ef ekki verri, meðferð á verkafólki og lýst er í Verbúðinni hefur á síðustu árum fest sig í sessi þegar aðrir á hópar á vinnumarkaði eiga í hlut. Er þar um að ræða aðflutt verkafólk, til að mynda í þjónustustörfum tengdum ferðaiðnaðinum og hjá starfsmannaleigum í byggingargeiranum. Aðbúnaður þessa fólks er sannkallað verbúðarlíf, jafnvel þótt fólkið búi og vinni ekki á afskekktum eða fáförnum stöðum heldur innan marka höfuðborgarsvæðisins. Alþjóð fékk að sjá myndbandsupptökur af þeim húsakosti sem rúmenskt verkafólk sem flutt var inn til landsins á vegum starfsmannaleigunnar Menn í vinnu fékk að búa við. Fjölda fólks var staflað í kojur í einu og sama rýminu, þar sem þau samnýttu jafnframt eldunaraðstöðu. Rúmenska verkafólkið hjá Mönnum í vinnu var þó ekki í uppgripa- eða árstíðabundinni vinnu, heldur voru sum þeirra í reglulegri dagvinnu, til dæmis hjá matvælafyrirtækinu Eldum rétt. Hvernig má það vera, að þrátt fyrir fjölda eftirlitsstofnana og margar reglugerðir sé ástandi svona? Svarið er einfalt: Hópar íslenskra atvinnurekenda, með samþykki valdastéttarinnar, hafa ákveðið að stofna nýjan, umfangsmikinn og arðvænlegan skugga-vinnumarkað erlends verkafólks þar sem reglum - hvorki skrifuðum né óskrifuðum – er einfaldlega ekki hlítt. Það er grafalvarlegur misskilningur að halda að hinn löglausi skugga-vinnumarkaður sé einangraður frá hinum löglega íslenska vinnumarkaði. Aðgangur vissra aðila að skugga-vinnuamarkaðinum gerir þeim kleift að stunda undirboð gagnvart þeim atvinnurekendum sem kjósa að starfa á löglega vinnumarkaðinum. Skuggavinnumarkaðurinn hefur því þau áhrif að grafa undan kjörum og aðstæðum alls verka og láglaunafólks. Reynslan sýnir að það að treysta á heiðursmannasamkomulög og þá veiku vernd sem núverandi lagaumhverfi veitir dugar ekki til. Efling hefur nú í mörg ár barist fyrir því að leiddar verði í lög heimildir til sekta eða refsinga vegna brota á kjarasamningum. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur gaf út vilyrði í tengslum við undirritun lífskjarasamninganna vorið 2018 um slík viðurlög. Af einhverjum ástæðum leyfði Ásmundur Einar Daðason þáverandi félagsmálaráðherra Samtökum atvinnulífsins að þvæla málinu út í eitt, þannig að engin árangur náðist. Að tala fjálglega um “vinnubrögð” í samskiptum verkalýðshreyfingarinnar og Samtaka atvinnulífsins á meðan SA stendur í vegi fyrir úrlausn stórhættulegs bráðavanda nær ekki nokkurri átt. Það þarf án tafa og skilyrða að taka á lögleysu á vinnumarkaðnum áður en ástandið versnar enn. Tækifærið er núna, áður en allt fer aftur í sama farið þegar ferðaþjónustan tekur við sér. Undir núverandi ástandi mun kreppa íslenska vinnumarkaðsmódelsins aðeins dýpka og versna. Hagsmunir og réttindi alls launafólks eru í húfi. Við ásamt félögum okkar á B-listanum til stjórnar Eflingar gerum það að kröfu okkar að brotastarfsemi á íslenskum vinnumarkaði verði upprætt í eitt skipti fyrir öll, með heimildum í lögum eða kjarasamningum til harðra viðurlaga gegn brotum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sólveig Anna Jónsdóttir Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Vinnumarkaður Mest lesið Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Ég neita að trúa... Guðlaug Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Sjá meira
Sú mynd sem dregin er upp af lífi fiskverkafólks í sjónvarpsþáttunum Verbúðin hefur rifjað upp þann veruleika var lengi við lýði. Öryggi á vinnustöðum og húsakostur fiskverkafólks var á þessum árum óásættanlegur. Sem betur fer er þetta ekki lengur svo fyrir þennan hóp, sem er fyrst og fremst baráttu verkafólks sjálfs að þakka. Þó er það svo að nákvæmlega jafn slæm, ef ekki verri, meðferð á verkafólki og lýst er í Verbúðinni hefur á síðustu árum fest sig í sessi þegar aðrir á hópar á vinnumarkaði eiga í hlut. Er þar um að ræða aðflutt verkafólk, til að mynda í þjónustustörfum tengdum ferðaiðnaðinum og hjá starfsmannaleigum í byggingargeiranum. Aðbúnaður þessa fólks er sannkallað verbúðarlíf, jafnvel þótt fólkið búi og vinni ekki á afskekktum eða fáförnum stöðum heldur innan marka höfuðborgarsvæðisins. Alþjóð fékk að sjá myndbandsupptökur af þeim húsakosti sem rúmenskt verkafólk sem flutt var inn til landsins á vegum starfsmannaleigunnar Menn í vinnu fékk að búa við. Fjölda fólks var staflað í kojur í einu og sama rýminu, þar sem þau samnýttu jafnframt eldunaraðstöðu. Rúmenska verkafólkið hjá Mönnum í vinnu var þó ekki í uppgripa- eða árstíðabundinni vinnu, heldur voru sum þeirra í reglulegri dagvinnu, til dæmis hjá matvælafyrirtækinu Eldum rétt. Hvernig má það vera, að þrátt fyrir fjölda eftirlitsstofnana og margar reglugerðir sé ástandi svona? Svarið er einfalt: Hópar íslenskra atvinnurekenda, með samþykki valdastéttarinnar, hafa ákveðið að stofna nýjan, umfangsmikinn og arðvænlegan skugga-vinnumarkað erlends verkafólks þar sem reglum - hvorki skrifuðum né óskrifuðum – er einfaldlega ekki hlítt. Það er grafalvarlegur misskilningur að halda að hinn löglausi skugga-vinnumarkaður sé einangraður frá hinum löglega íslenska vinnumarkaði. Aðgangur vissra aðila að skugga-vinnuamarkaðinum gerir þeim kleift að stunda undirboð gagnvart þeim atvinnurekendum sem kjósa að starfa á löglega vinnumarkaðinum. Skuggavinnumarkaðurinn hefur því þau áhrif að grafa undan kjörum og aðstæðum alls verka og láglaunafólks. Reynslan sýnir að það að treysta á heiðursmannasamkomulög og þá veiku vernd sem núverandi lagaumhverfi veitir dugar ekki til. Efling hefur nú í mörg ár barist fyrir því að leiddar verði í lög heimildir til sekta eða refsinga vegna brota á kjarasamningum. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur gaf út vilyrði í tengslum við undirritun lífskjarasamninganna vorið 2018 um slík viðurlög. Af einhverjum ástæðum leyfði Ásmundur Einar Daðason þáverandi félagsmálaráðherra Samtökum atvinnulífsins að þvæla málinu út í eitt, þannig að engin árangur náðist. Að tala fjálglega um “vinnubrögð” í samskiptum verkalýðshreyfingarinnar og Samtaka atvinnulífsins á meðan SA stendur í vegi fyrir úrlausn stórhættulegs bráðavanda nær ekki nokkurri átt. Það þarf án tafa og skilyrða að taka á lögleysu á vinnumarkaðnum áður en ástandið versnar enn. Tækifærið er núna, áður en allt fer aftur í sama farið þegar ferðaþjónustan tekur við sér. Undir núverandi ástandi mun kreppa íslenska vinnumarkaðsmódelsins aðeins dýpka og versna. Hagsmunir og réttindi alls launafólks eru í húfi. Við ásamt félögum okkar á B-listanum til stjórnar Eflingar gerum það að kröfu okkar að brotastarfsemi á íslenskum vinnumarkaði verði upprætt í eitt skipti fyrir öll, með heimildum í lögum eða kjarasamningum til harðra viðurlaga gegn brotum.
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar