Sigló goðsögnin Nanna Franklíns látin 105 ára gömul Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. febrúar 2022 15:41 Nanna Franklíns var uppáhaldsfrænkan segir systur sonur hennar í færslu á Facebook þar sem greint er frá andlátinu. Guðmundur Jón Albertsson Nanna Franklínsdóttir er látin 105 ára að aldri. Nanna hafði undanfarna daga borið titilinn elsti Íslendingurinn. Hallfríður Nanna Franklínsdóttir, jafnan nefnd Nanna Franklíns, fæddist þann 12. maí 1916 að Litla-Fjarðarhorni í Kollafirði í Strandasýslu. Hún var ein þrettán systkina sem mörg hver náðu afar háum aldri. Hún var ein þriggja systra sem náðu yfir hundrað ára aldri. Anna Margrét lést 105 ára árið 2015 og Margrét Franklínsdóttir systir þeirra varð hundrað ára þann 10. janúar síðastliðinn. Guðmundur Jón Albertsson, systursonur Nönnu, greinir frá andlátinu á Facebook. Þar kemur fram að Nanna, móðursystir og uppáhaldsfrænka Guðmundar og bræðra hans þriggja, hafi látist á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Siglufirði í morgun. Langlífur systkinahópur Facebook-síðan Langlífi hefur reglulega fjallað um langlífa systkinahóp Nönnu. Foreldrar þeirra voru þau Franklín Þórðarson frá Stóra-Fjarðarhorni í Strandasýslu og Andrea Jónsdóttir frá Miðhúsum í Kollafirði. Andrea bjó lengst af á Siglufirði og varð 97 ára. Níu af systkinunum þrettán náðu yfir 90 ára aldri. Systurnar Nanna og Margrét hafa dvalið saman undanfarin ár á sjúkrahúsinu á Siglufirði. Trölli.is á Siglufirði hafði eftir Sigurði Ægissyni, sóknarpresti á Siglufirði, á 105 ára afmæli Nönnu í fyrra að Nanna hefði ætíð verið létt í lund, fylgst grannt með bæjarlífi og þjóðmálum. „Hún er alltaf sjálfri sér lík, hún Nanna, tekur sjálfa sig ekki of hátíðlega, kemur til dyranna eins og hún er klædd, er skörp í orðaskiptum, hnyttin, skýr í huga, heldur sínu striki og er bara hún sjálf.“ Fjallabyggð Andlát Eldri borgarar Tímamót Langlífi Tengdar fréttir Dóra Ólafsdóttir, elsti Íslendingurinn, er látin Dóra Ólafsdóttir, sem varð elst allra Íslendinga, er látin. Hún var 109 ára. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli í Reykjavík í gærmorgun. 5. febrúar 2022 07:58 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Fleiri fréttir Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Sjá meira
Hallfríður Nanna Franklínsdóttir, jafnan nefnd Nanna Franklíns, fæddist þann 12. maí 1916 að Litla-Fjarðarhorni í Kollafirði í Strandasýslu. Hún var ein þrettán systkina sem mörg hver náðu afar háum aldri. Hún var ein þriggja systra sem náðu yfir hundrað ára aldri. Anna Margrét lést 105 ára árið 2015 og Margrét Franklínsdóttir systir þeirra varð hundrað ára þann 10. janúar síðastliðinn. Guðmundur Jón Albertsson, systursonur Nönnu, greinir frá andlátinu á Facebook. Þar kemur fram að Nanna, móðursystir og uppáhaldsfrænka Guðmundar og bræðra hans þriggja, hafi látist á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Siglufirði í morgun. Langlífur systkinahópur Facebook-síðan Langlífi hefur reglulega fjallað um langlífa systkinahóp Nönnu. Foreldrar þeirra voru þau Franklín Þórðarson frá Stóra-Fjarðarhorni í Strandasýslu og Andrea Jónsdóttir frá Miðhúsum í Kollafirði. Andrea bjó lengst af á Siglufirði og varð 97 ára. Níu af systkinunum þrettán náðu yfir 90 ára aldri. Systurnar Nanna og Margrét hafa dvalið saman undanfarin ár á sjúkrahúsinu á Siglufirði. Trölli.is á Siglufirði hafði eftir Sigurði Ægissyni, sóknarpresti á Siglufirði, á 105 ára afmæli Nönnu í fyrra að Nanna hefði ætíð verið létt í lund, fylgst grannt með bæjarlífi og þjóðmálum. „Hún er alltaf sjálfri sér lík, hún Nanna, tekur sjálfa sig ekki of hátíðlega, kemur til dyranna eins og hún er klædd, er skörp í orðaskiptum, hnyttin, skýr í huga, heldur sínu striki og er bara hún sjálf.“
Fjallabyggð Andlát Eldri borgarar Tímamót Langlífi Tengdar fréttir Dóra Ólafsdóttir, elsti Íslendingurinn, er látin Dóra Ólafsdóttir, sem varð elst allra Íslendinga, er látin. Hún var 109 ára. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli í Reykjavík í gærmorgun. 5. febrúar 2022 07:58 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Fleiri fréttir Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Sjá meira
Dóra Ólafsdóttir, elsti Íslendingurinn, er látin Dóra Ólafsdóttir, sem varð elst allra Íslendinga, er látin. Hún var 109 ára. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli í Reykjavík í gærmorgun. 5. febrúar 2022 07:58