„Held að mörg lið öfundi KR af þessum strákum“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. febrúar 2022 12:31 Þorvaldur Orri var frábær gegn Vestra. Vísir/Elín Björg KR vann góðan sigur á Vestra í Subway-deild karla á dögunum. Ungir leikmenn liðsins stálu senunni og voru til tals í síðasta þætti af Körfuboltakvöldi. „Það er asnalegt að segja það með KR-ingana í 9. eða 10. sæti en þeir jákvæðu hlutir sem eru að gerast eru að uppaldir strákar eru að fá helling af mínútum. Það mun skila sér innan örfárra ára,“ sagði Sævar Sævarsson um ungu og efnilegu leikmenn KR-liðsins. Í kjölfarið var farið yfir frammistöðu Þorvaldar Orra Árnasonar í sigri KR á Vestra. „Hann er með langar hendur, skemmtilegar hreyfingar. Laumar sér þarna án bolta og margt til í þessum strák,“ sagði Sigurður Orri Kristjánsson um frammistöðu Þorvaldar Orra gegn Vestra. „Ég er sammála Sævari, ég held að mörg lið öfundi KR af þessum strákum. Þetta er rosalega dýrmætt ár fyrir þessa stráka að fá þessa spilamennsku. Sumir hafi verið að gagnrýna að KR-ingar hafi sótt útlendinga og ætli að reyna við titilinn, eins og margir aðrir. Þá eru þessir strákar að fara spila eitthvað minna, KR þekkir ekkert annað en að reyna við titilinn,“ bætti Teitur Örlygsson við. Klippa: KBK: Ungir leikmenn KR „Þeir eru að fá hellings mínútur núna sem verða dýrmætar ef þeir koma liðinu í úrslitakeppnina. Þeir eru eins og staðan er í dag þremur sigurleikjum frá Keflavík sem er í 3. sæti þrátt fyrir að vera í 10. sæti, þetta er rosalega stutt,“ bætti Sævar við. Þorvaldur Orri var ekki eini ungi KR-ingurinn sem fékk athygli í þættinum en hálfnafni hans, Almar Orri Atlason, „Þegar hann setur þriggja stiga skotin sín þá er ýmislegt spunnið í þennan strák.“ Hér að ofan má sjá umræðuna um þá Þorvald og Almar Orra sem og nokkrar af körfum þeirra gegn Vestra en samtals skoruðu þeir 34 stig í leiknum. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Subway-deild karla KR Körfuboltakvöld Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Íslenski boltinn Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Fleiri fréttir „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Sjá meira
„Það er asnalegt að segja það með KR-ingana í 9. eða 10. sæti en þeir jákvæðu hlutir sem eru að gerast eru að uppaldir strákar eru að fá helling af mínútum. Það mun skila sér innan örfárra ára,“ sagði Sævar Sævarsson um ungu og efnilegu leikmenn KR-liðsins. Í kjölfarið var farið yfir frammistöðu Þorvaldar Orra Árnasonar í sigri KR á Vestra. „Hann er með langar hendur, skemmtilegar hreyfingar. Laumar sér þarna án bolta og margt til í þessum strák,“ sagði Sigurður Orri Kristjánsson um frammistöðu Þorvaldar Orra gegn Vestra. „Ég er sammála Sævari, ég held að mörg lið öfundi KR af þessum strákum. Þetta er rosalega dýrmætt ár fyrir þessa stráka að fá þessa spilamennsku. Sumir hafi verið að gagnrýna að KR-ingar hafi sótt útlendinga og ætli að reyna við titilinn, eins og margir aðrir. Þá eru þessir strákar að fara spila eitthvað minna, KR þekkir ekkert annað en að reyna við titilinn,“ bætti Teitur Örlygsson við. Klippa: KBK: Ungir leikmenn KR „Þeir eru að fá hellings mínútur núna sem verða dýrmætar ef þeir koma liðinu í úrslitakeppnina. Þeir eru eins og staðan er í dag þremur sigurleikjum frá Keflavík sem er í 3. sæti þrátt fyrir að vera í 10. sæti, þetta er rosalega stutt,“ bætti Sævar við. Þorvaldur Orri var ekki eini ungi KR-ingurinn sem fékk athygli í þættinum en hálfnafni hans, Almar Orri Atlason, „Þegar hann setur þriggja stiga skotin sín þá er ýmislegt spunnið í þennan strák.“ Hér að ofan má sjá umræðuna um þá Þorvald og Almar Orra sem og nokkrar af körfum þeirra gegn Vestra en samtals skoruðu þeir 34 stig í leiknum. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Subway-deild karla KR Körfuboltakvöld Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Íslenski boltinn Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Fleiri fréttir „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Sjá meira