Öllum lögfræðingum Rauða krossins sagt upp störfum Árni Sæberg skrifar 15. febrúar 2022 18:41 Guðríður Lára Þrastardóttir, lögfræðingur og teymisstjóri teymis um málefni umsækjenda um alþjóðlega vernd hjá Rauða krossinum og Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra. Vísir/Vilhelm/Baldur Samningur dómsmálaráðuneytisins við Rauða krossinn um réttaraðstoð og talsmannaþjónustu fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd hefur ekki verið framlengdur og rennur út að tveimur mánuðum liðnum. Öllum lögfræðingum Rauða krossins hefur verið sagt upp störfum vegna þess. Þetta staðfestir Guðríður Lára Þrastardóttir, lögfræðingur og teymisstjóri teymis um málefni umsækjenda um alþjóðlega vernd hjá Rauða krossinum, í samtali við Vísi. Guðríður Lára segist ekki vita hvernig dómsmálaráðuneytið sjái fyrir sér framhaldið og því geti hún ekki staðfest að Rauði krossinn muni taka þátt í hugsanlegu útboði á lögbundnum verkefnum ráðuneytisins. „Já, það stendur til. En auðvitað veltur það á skilmálunum í útboðinu.“ segir hún. Óvíst hvort starfsemin verði boðin út Að sögn Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra hefur ekki verið tekin ákvörðun um hvort verkefnið verði boðið út yfir höfuð. Þjónustan sé ekki útboðsskyld og unnið sé að útfærslu í samstarfi við ríkisstjórnina. Guðríður Lára segir Rauða krossinn hins vegar hafa fengið þær fregnir frá ráðuneytinu að ráðist yrði í útboð. „Við ætlum að taka þátt í útboðinu ef við mögulega getum,“ segir hún. Í samningnum var að finna ákvæði um eins árs framlengingu en ráðuneytið ákvað að framlengja ekki og því mun hann renna út 30. apríl næstkomandi. Að sögn Jóns eru miklar breytingar í vændum á starfsemi í tengslum við málefni útlendinga og því hafi verið ákveðið að framlengja ekki. „Hluti af verkefnum þessa samnings er að flytjast til annars ráðuneytis. Þeir hafa sem sagt verið bæði með félagsþjónustu við hælisleitendur, sem fer nú til annarra, félagsmálaráðuneytisins, og líka talsmannaþjónustuna sem heyrir undir okkur. Þannig það var ákveðið að endurskoða hlutina núna,“ segir hann í samtali við Vísi. Ekki hægt að greiða lögfræðingum laun án samnings Sem áður segir hefur öllum lögfræðingum á skrifstofu Rauða krossins verið sagt upp störfum vegna þess að samningurinn rennur út að tveimur mánuðum liðnum. „Það þurfti náttúrulega að gera það af því við erum ekki með neinn samning eftir 30. apríl. Þannig að ef einhver annar fær verkefnið í útboðinu, þá hættir Rauði krossinn með þessa þjónustu 30. apríl og þar með er ekki hægt að greiða lögfræðingunum laun,“ segir Guðríður Lára. Innflytjendamál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hælisleitendur Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Fleiri fréttir Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Sjá meira
Þetta staðfestir Guðríður Lára Þrastardóttir, lögfræðingur og teymisstjóri teymis um málefni umsækjenda um alþjóðlega vernd hjá Rauða krossinum, í samtali við Vísi. Guðríður Lára segist ekki vita hvernig dómsmálaráðuneytið sjái fyrir sér framhaldið og því geti hún ekki staðfest að Rauði krossinn muni taka þátt í hugsanlegu útboði á lögbundnum verkefnum ráðuneytisins. „Já, það stendur til. En auðvitað veltur það á skilmálunum í útboðinu.“ segir hún. Óvíst hvort starfsemin verði boðin út Að sögn Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra hefur ekki verið tekin ákvörðun um hvort verkefnið verði boðið út yfir höfuð. Þjónustan sé ekki útboðsskyld og unnið sé að útfærslu í samstarfi við ríkisstjórnina. Guðríður Lára segir Rauða krossinn hins vegar hafa fengið þær fregnir frá ráðuneytinu að ráðist yrði í útboð. „Við ætlum að taka þátt í útboðinu ef við mögulega getum,“ segir hún. Í samningnum var að finna ákvæði um eins árs framlengingu en ráðuneytið ákvað að framlengja ekki og því mun hann renna út 30. apríl næstkomandi. Að sögn Jóns eru miklar breytingar í vændum á starfsemi í tengslum við málefni útlendinga og því hafi verið ákveðið að framlengja ekki. „Hluti af verkefnum þessa samnings er að flytjast til annars ráðuneytis. Þeir hafa sem sagt verið bæði með félagsþjónustu við hælisleitendur, sem fer nú til annarra, félagsmálaráðuneytisins, og líka talsmannaþjónustuna sem heyrir undir okkur. Þannig það var ákveðið að endurskoða hlutina núna,“ segir hann í samtali við Vísi. Ekki hægt að greiða lögfræðingum laun án samnings Sem áður segir hefur öllum lögfræðingum á skrifstofu Rauða krossins verið sagt upp störfum vegna þess að samningurinn rennur út að tveimur mánuðum liðnum. „Það þurfti náttúrulega að gera það af því við erum ekki með neinn samning eftir 30. apríl. Þannig að ef einhver annar fær verkefnið í útboðinu, þá hættir Rauði krossinn með þessa þjónustu 30. apríl og þar með er ekki hægt að greiða lögfræðingunum laun,“ segir Guðríður Lára.
Innflytjendamál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hælisleitendur Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Fleiri fréttir Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Sjá meira