Illgjarnt fólk sem láti börn dópa eigi heima í fangelsi Sindri Sverrisson skrifar 17. febrúar 2022 07:59 Kamila Valieva varð Evrópumeistari á nýju heimsmeti í síðasta mánuði og er afar líkleg til sigurs í listhlaupi á skautum í Peking í dag. Getty/Ulrik Pedersen Á meðal þeirra sem gagnrýnt hafa þá staðreynd að hin 15 ára gamla Kamila Valieva megi keppa á Vetrarólympíuleikunum er forseti alþjóða lyfjaeftirlitsins (WADA), Witold Banka, sem segir að fólk sem láti börn neyta ólöglegra, árangursaukandi lyfja eigi heima í fangelsi. Alþjóða íþróttadómstóllinn, CAS, komst að þeirri niðurstöðu í síðustu viku að Valieva mætti keppa á Vetrarólympíuleikunum þrátt fyrir að hafa fallið á lyfjaprófi í desember, á rússneska meistaramótinu. Þess vegna fær hún að keppa í dag í seinni hluta listhlaups á skautum þar sem hún er afar sigurstrangleg. Verðlaun verða hins vegar ekki veitt á leikunum í þeim greinum þar sem Valieva endar í einu af efstu þremur sætum, á meðan að beðið er eftir endanlegri niðurstöðu um afleiðingar lyfjaprófsins. Valieva hefur þegar leitt Rússa, sem vegna lyfjahneykslisins þar í landi keppa undir nafni ólympíunefndar Rússlands, til sigurs í liðakeppni listhlaupsins. Mjög vonsvikin yfir niðurstöðu CAS Sarah Hirshland, framkvæmdastjóri keppnisliðs Bandaríkjanna, hefur sagt að Rússar sýni með kerfisbundnum hætti algjöra vanvirðingu gagnvart „hreinum íþróttum“ og fleiri eru vonsviknir yfir niðurstöðu CAS, líkt og forseti alþjóða lyfjaeftirlitsins: „Við erum mjög vonsvikin yfir niðurstöðu CAS-ráðsins. Það er áhyggjuefni að ráðið hafi ákveðið að fara ekki eftir því sem fram kemur í alþjóðlegu lyfjareglunum,“ sagði Banka við Eurosport. „Frá okkur séð er þetta því önnur mjög umdeild niðurstöðu en auðvitað lútum við henni. En ef við tölum almennt um það að dópa börn þá er það að mínu mati, og að mati WADA, hrein illgirni og óverjanlegt. Það fólk sem gefur börnum ólögleg lyf er að drepa hreinar íþróttir,“ sagði Banka. Ættu að hljóta lífstíðarbann og fangelsisdóm „Læknarnir, þjálfararnir og annað fólk sem sýnt er að hafi gefið börnum árangursaukandi lyf ætti svo sannarlega að hljóta lífstíðarbann. Að mínu mati ætti það fólk einnig að fara í fangelsi. Sum lönd hafa þegar gert það glæpsamlegt að láta börn neyta lyfja… Ég held að það sé mjög sterk og góð leið,“ sagði Banka. Hann sagði WADA koma til með að sjá til þess að rússneska lyfjaeftirlitið myndi gera ítarlega rannsókn varðandi fólkið á bakvið Valievu. Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Tengdar fréttir „Eini munurinn sem ég sé er að ég er svört, ung dama“ Bandaríska spretthlaupskonan Sha‘Carri Richardson gagnrýnir harðlega þá niðurstöðu alþjóða ólympíunefndarinnar að skautakonan Kamila Valieva megi keppa á Vetrarólympíuleikunum. Richardson var meinuð þátttaka á Sumarólympíuleikunum í fyrra. 16. febrúar 2022 10:00 Valieva glansaði þrátt fyrir pressuna og langefst eftir skylduæfingarnar Kamila Valieva, einn umtalaðasti íþróttamaður heims um þessar mundir, er efst eftir skylduæfingarnar í einstaklingskeppni í listdansi á skautum á Vetrarólympíuleikunum í Peking. 15. febrúar 2022 15:07 Hin fimmtán ára Kamila kennir afa sínum um fallið á lyfjaprófinu Fall hinnar fimmtán ára gömlu Kamilu Valievu á lyfjaprófi hefur verið ein stærsta fréttin á þessum Vetrarólympíuleikum en þessi frábæra skautakona fær samt að keppa um gullið eftir úrskurð frá alþjóða íþróttadómstólnum. 15. febrúar 2022 08:31 Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn Fleiri fréttir Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Snæfríður Sól og Snorri Dagur eru sundfólk ársins Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Bunting slapp með skrekkinn og mætir Indverjanum sem opnaði flóðgáttirnar Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Dagskráin: United á Old Trafford, Extra og píla beint úr Ally Pally „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Sjá meira
Alþjóða íþróttadómstóllinn, CAS, komst að þeirri niðurstöðu í síðustu viku að Valieva mætti keppa á Vetrarólympíuleikunum þrátt fyrir að hafa fallið á lyfjaprófi í desember, á rússneska meistaramótinu. Þess vegna fær hún að keppa í dag í seinni hluta listhlaups á skautum þar sem hún er afar sigurstrangleg. Verðlaun verða hins vegar ekki veitt á leikunum í þeim greinum þar sem Valieva endar í einu af efstu þremur sætum, á meðan að beðið er eftir endanlegri niðurstöðu um afleiðingar lyfjaprófsins. Valieva hefur þegar leitt Rússa, sem vegna lyfjahneykslisins þar í landi keppa undir nafni ólympíunefndar Rússlands, til sigurs í liðakeppni listhlaupsins. Mjög vonsvikin yfir niðurstöðu CAS Sarah Hirshland, framkvæmdastjóri keppnisliðs Bandaríkjanna, hefur sagt að Rússar sýni með kerfisbundnum hætti algjöra vanvirðingu gagnvart „hreinum íþróttum“ og fleiri eru vonsviknir yfir niðurstöðu CAS, líkt og forseti alþjóða lyfjaeftirlitsins: „Við erum mjög vonsvikin yfir niðurstöðu CAS-ráðsins. Það er áhyggjuefni að ráðið hafi ákveðið að fara ekki eftir því sem fram kemur í alþjóðlegu lyfjareglunum,“ sagði Banka við Eurosport. „Frá okkur séð er þetta því önnur mjög umdeild niðurstöðu en auðvitað lútum við henni. En ef við tölum almennt um það að dópa börn þá er það að mínu mati, og að mati WADA, hrein illgirni og óverjanlegt. Það fólk sem gefur börnum ólögleg lyf er að drepa hreinar íþróttir,“ sagði Banka. Ættu að hljóta lífstíðarbann og fangelsisdóm „Læknarnir, þjálfararnir og annað fólk sem sýnt er að hafi gefið börnum árangursaukandi lyf ætti svo sannarlega að hljóta lífstíðarbann. Að mínu mati ætti það fólk einnig að fara í fangelsi. Sum lönd hafa þegar gert það glæpsamlegt að láta börn neyta lyfja… Ég held að það sé mjög sterk og góð leið,“ sagði Banka. Hann sagði WADA koma til með að sjá til þess að rússneska lyfjaeftirlitið myndi gera ítarlega rannsókn varðandi fólkið á bakvið Valievu.
Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Tengdar fréttir „Eini munurinn sem ég sé er að ég er svört, ung dama“ Bandaríska spretthlaupskonan Sha‘Carri Richardson gagnrýnir harðlega þá niðurstöðu alþjóða ólympíunefndarinnar að skautakonan Kamila Valieva megi keppa á Vetrarólympíuleikunum. Richardson var meinuð þátttaka á Sumarólympíuleikunum í fyrra. 16. febrúar 2022 10:00 Valieva glansaði þrátt fyrir pressuna og langefst eftir skylduæfingarnar Kamila Valieva, einn umtalaðasti íþróttamaður heims um þessar mundir, er efst eftir skylduæfingarnar í einstaklingskeppni í listdansi á skautum á Vetrarólympíuleikunum í Peking. 15. febrúar 2022 15:07 Hin fimmtán ára Kamila kennir afa sínum um fallið á lyfjaprófinu Fall hinnar fimmtán ára gömlu Kamilu Valievu á lyfjaprófi hefur verið ein stærsta fréttin á þessum Vetrarólympíuleikum en þessi frábæra skautakona fær samt að keppa um gullið eftir úrskurð frá alþjóða íþróttadómstólnum. 15. febrúar 2022 08:31 Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn Fleiri fréttir Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Snæfríður Sól og Snorri Dagur eru sundfólk ársins Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Bunting slapp með skrekkinn og mætir Indverjanum sem opnaði flóðgáttirnar Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Dagskráin: United á Old Trafford, Extra og píla beint úr Ally Pally „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Sjá meira
„Eini munurinn sem ég sé er að ég er svört, ung dama“ Bandaríska spretthlaupskonan Sha‘Carri Richardson gagnrýnir harðlega þá niðurstöðu alþjóða ólympíunefndarinnar að skautakonan Kamila Valieva megi keppa á Vetrarólympíuleikunum. Richardson var meinuð þátttaka á Sumarólympíuleikunum í fyrra. 16. febrúar 2022 10:00
Valieva glansaði þrátt fyrir pressuna og langefst eftir skylduæfingarnar Kamila Valieva, einn umtalaðasti íþróttamaður heims um þessar mundir, er efst eftir skylduæfingarnar í einstaklingskeppni í listdansi á skautum á Vetrarólympíuleikunum í Peking. 15. febrúar 2022 15:07
Hin fimmtán ára Kamila kennir afa sínum um fallið á lyfjaprófinu Fall hinnar fimmtán ára gömlu Kamilu Valievu á lyfjaprófi hefur verið ein stærsta fréttin á þessum Vetrarólympíuleikum en þessi frábæra skautakona fær samt að keppa um gullið eftir úrskurð frá alþjóða íþróttadómstólnum. 15. febrúar 2022 08:31