Tekur stöðuna í næstu viku Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. febrúar 2022 13:07 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Yfir hundrað þúsund manns hafa nú greinst með kórónuveiruna innanlands frá upphafi faraldurs en sóttvarnalæknir bendir á að þeir gætu í raun verið allt að tvö hundruð þúsund og hjarðónæmi þannig mögulega handan við hornið. Hann telur ekki rétt að meta það fyrr en í næstu viku hvort fresta ætti allsherjarafléttingum, í ljósi erfiðrar stöðu í heilbrigðiskerfinu. Í gær greindust 2.317 með veiruna, 500 færri en í fyrradag þegar met var slegið. Alls hafa nú 103.086 greinst smitaðir af veirunni frá upphafi. Inniliggjandi á spítala eru nú 52 manns, þar af 45 á Landspítala. Fjórir eru á gjörgæslu og einn í öndunarvél. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að það að hundrað þúsund smita múrinn hafi verið rofinn hafi kannski ekki sérstaka þýðingu, fyrir utan það að þetta sýni hvað veiran er útbreidd. „Tæplega einn þriðji af þjóðinni er með staðfest smit og ef við gerum ráð fyrir að kannski annað eins hafi fengið smit án þess að greinast, eða einkennalítið smit, þá er náttúrulega stór hluti þjóðarinnar smitaður,“ segir Þórólfur. „Vonandi förum við á næstu vikum að ná því marki sem er svokallað hjarðónæmi í öllum svona faröldrum.“ Alltaf sama spurningin Heilbrigðisráðherra, í samræmi við minnisblað sóttvarnalæknis, boðar allsherjarafléttingar í næstu viku - en eins og fram hefur komið er staðan afar þung á Landspítala, einkum vegna veikinda starfsfólks. Þórólfur segir of snemmt að segja til um það hvort hann telji rétt að fresta afléttingum. „Ég þarf bara að sjá hvernig verður. En það er alveg rétt að ástandið er ekki gott, til dæmis á Landspítalanum, þar sem eru alltaf einhverjir að greinast. Það er líka að fjölga sjúklingum á gjörgæslu, það eru fjórir núna nýsmitaðir sem þar liggja inni,“ segir Þórólfur. „Það er bara spurningin, þolir kerfið frekari tilslakanir? En ég er ekki tilbúin fyrir mitt leyti að segja neitt um það fyrr en í næstu viku þegar ég þarf að skila næsta minnisblaði.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Í gær greindust 2.317 með veiruna, 500 færri en í fyrradag þegar met var slegið. Alls hafa nú 103.086 greinst smitaðir af veirunni frá upphafi. Inniliggjandi á spítala eru nú 52 manns, þar af 45 á Landspítala. Fjórir eru á gjörgæslu og einn í öndunarvél. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að það að hundrað þúsund smita múrinn hafi verið rofinn hafi kannski ekki sérstaka þýðingu, fyrir utan það að þetta sýni hvað veiran er útbreidd. „Tæplega einn þriðji af þjóðinni er með staðfest smit og ef við gerum ráð fyrir að kannski annað eins hafi fengið smit án þess að greinast, eða einkennalítið smit, þá er náttúrulega stór hluti þjóðarinnar smitaður,“ segir Þórólfur. „Vonandi förum við á næstu vikum að ná því marki sem er svokallað hjarðónæmi í öllum svona faröldrum.“ Alltaf sama spurningin Heilbrigðisráðherra, í samræmi við minnisblað sóttvarnalæknis, boðar allsherjarafléttingar í næstu viku - en eins og fram hefur komið er staðan afar þung á Landspítala, einkum vegna veikinda starfsfólks. Þórólfur segir of snemmt að segja til um það hvort hann telji rétt að fresta afléttingum. „Ég þarf bara að sjá hvernig verður. En það er alveg rétt að ástandið er ekki gott, til dæmis á Landspítalanum, þar sem eru alltaf einhverjir að greinast. Það er líka að fjölga sjúklingum á gjörgæslu, það eru fjórir núna nýsmitaðir sem þar liggja inni,“ segir Þórólfur. „Það er bara spurningin, þolir kerfið frekari tilslakanir? En ég er ekki tilbúin fyrir mitt leyti að segja neitt um það fyrr en í næstu viku þegar ég þarf að skila næsta minnisblaði.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira