Allt klappað og klárt hjá blómabændum fyrir konudaginn Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 19. febrúar 2022 14:01 Axel Sæland, garðyrkju og blómabóndi á Espiflöt í Reykholti í Biskupstungum í Bláskógabyggð, ásamt konu sinni, Heiðu Pálrúnu Leifsdóttur en þau eiga stöðina saman. Heiða á von á risa blómvendi frá sínum manni á konudaginn. Ívar Sæland Blómabændur og starfsfólk þeirra hefur nánast unnið dag og nótt síðustu daga við að gera allt klárt fyrir konudaginn, sem er á morgun en það er langstærsti söludagur ársins á íslenskum blómum. Bleikur og lillatónar eru vinsælustu litir blóma morgundagsins. Konudagur er fyrsti dagur góu, sem er sunnudagurinn í 18. viku vetrar á milli 18. og 24. febrúar. Konudagur hefur alltaf verið mikill blómadagur því þá er vinsælt hjá karlmönnum að gefa konum sínum blóm. Íslenskir blómabændur hafa staðið í ströngu við að undirbúa konudaginn með ræktun á fjölbreyttum blómum, sem eru nú komin í verslanir. Blómin eru mjög fjölbreytt á litinn.Ívar Sæland Axel Sæland rekur garðyrkjustöðina Espiflöt í Reykholti í Biskupstungum í Bláskógabyggð, þar sem mikið af blómum er í framleiðslu allt árið um kring og ekki síst fyrir konudaginn. „Skipulag fyrir svona dag byrjar í rauninni alveg ári áður en þá þurfum við að taka saman hvernig síðasti dagur fór og skipuleggja restina út frá honum, hvort við erum að fara að bæta í eða draga úr eða hvaða litaúrval við ætlum að veðja á næsta árið,“ segir Axel. Myndarlegur hópur starfsfólks Espiflatar í Reykholti í Biskupstungum í Bláskógabyggð.Ívar Sæland Axel segir ekki möguleika fyrir þær átta garðyrkjustöðvar, sem eru í afskornum blómum að hafa nóg fyrir konudaginn og því þurfi að flytja inn töluvert af blómum til að anna eftirspurninni. „Já, já, það þarf að gera það.“ Hvað sýnist þér með litinn í ár, hvað verður vinsælasti liturinn á morgun? „Bleikur og lillatónar hafa verið að ryðja sér meira til rúms. Ég hef svolítið veðjað á það, við gerðum það líka síðasta og ákváðum að gera það aftur, þannig að ég veðja á hann,“ segir Axel. Það hefur verið allt á fullu síðustu vikur í Espiflöt að undirbúa konudaginn 2022.Ívar Sæland En hvað er þetta með konudaginn og blóm? „Já, það er góð spurning, þetta er eitthvað sem er orðið fast í þjóðarsálinni, sem við garðyrkjubændur erum gríðarlega ánægðir með. Þetta er tilefni og samfélagið leitar oft eftir tilefnum til að fara og lyfta sér upp og gera sér glaðan dag og blóm hafa náð ákveðinni festu í konudeginum.“ En hvað með blómabóndann Axel, gefur hann sinni konu blóm á konudaginn? „Já, að sjálfsögðu gef ég henni blóm en ég reyni að horfa á fleiri tilefni en bara konudaginn. Það er alltaf gaman þegar maður er að taka inn ný afbrigði inn í húsið, nýjar tegundir eða nýjar litapallíettur í blómunum, þá leyfir maður henni að njóta í fyrstu blómunum, sem koma í því,“ segir Axel, alsæll blómabóndi í Biskupstungum. Konudagurinn er langstærsti blómasöludagur ársins.Ívar Sæland Bláskógabyggð Blóm Konudagur Landbúnaður Garðyrkja Mest lesið Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fleiri fréttir Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Sjá meira
Konudagur er fyrsti dagur góu, sem er sunnudagurinn í 18. viku vetrar á milli 18. og 24. febrúar. Konudagur hefur alltaf verið mikill blómadagur því þá er vinsælt hjá karlmönnum að gefa konum sínum blóm. Íslenskir blómabændur hafa staðið í ströngu við að undirbúa konudaginn með ræktun á fjölbreyttum blómum, sem eru nú komin í verslanir. Blómin eru mjög fjölbreytt á litinn.Ívar Sæland Axel Sæland rekur garðyrkjustöðina Espiflöt í Reykholti í Biskupstungum í Bláskógabyggð, þar sem mikið af blómum er í framleiðslu allt árið um kring og ekki síst fyrir konudaginn. „Skipulag fyrir svona dag byrjar í rauninni alveg ári áður en þá þurfum við að taka saman hvernig síðasti dagur fór og skipuleggja restina út frá honum, hvort við erum að fara að bæta í eða draga úr eða hvaða litaúrval við ætlum að veðja á næsta árið,“ segir Axel. Myndarlegur hópur starfsfólks Espiflatar í Reykholti í Biskupstungum í Bláskógabyggð.Ívar Sæland Axel segir ekki möguleika fyrir þær átta garðyrkjustöðvar, sem eru í afskornum blómum að hafa nóg fyrir konudaginn og því þurfi að flytja inn töluvert af blómum til að anna eftirspurninni. „Já, já, það þarf að gera það.“ Hvað sýnist þér með litinn í ár, hvað verður vinsælasti liturinn á morgun? „Bleikur og lillatónar hafa verið að ryðja sér meira til rúms. Ég hef svolítið veðjað á það, við gerðum það líka síðasta og ákváðum að gera það aftur, þannig að ég veðja á hann,“ segir Axel. Það hefur verið allt á fullu síðustu vikur í Espiflöt að undirbúa konudaginn 2022.Ívar Sæland En hvað er þetta með konudaginn og blóm? „Já, það er góð spurning, þetta er eitthvað sem er orðið fast í þjóðarsálinni, sem við garðyrkjubændur erum gríðarlega ánægðir með. Þetta er tilefni og samfélagið leitar oft eftir tilefnum til að fara og lyfta sér upp og gera sér glaðan dag og blóm hafa náð ákveðinni festu í konudeginum.“ En hvað með blómabóndann Axel, gefur hann sinni konu blóm á konudaginn? „Já, að sjálfsögðu gef ég henni blóm en ég reyni að horfa á fleiri tilefni en bara konudaginn. Það er alltaf gaman þegar maður er að taka inn ný afbrigði inn í húsið, nýjar tegundir eða nýjar litapallíettur í blómunum, þá leyfir maður henni að njóta í fyrstu blómunum, sem koma í því,“ segir Axel, alsæll blómabóndi í Biskupstungum. Konudagurinn er langstærsti blómasöludagur ársins.Ívar Sæland
Bláskógabyggð Blóm Konudagur Landbúnaður Garðyrkja Mest lesið Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fleiri fréttir Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels