Mótmælum ofsóknum á fjölmiðlafólki Ragna Sigurðardóttir skrifar 19. febrúar 2022 10:01 Í dag klukkan 14 boða ungliðahreyfingarnar Ungir jafnaðarmenn, Ungir Sósíalistar, Ung Vinstri græn, Uppreisn – ungliðahreyfing Viðreisnar og Ungir Píratar til mótmæla á Austurvelli í Reykjavík og á Ráðhústorginu á Akureyri klukkan 14:00. Við gerum það vegna aðfarar að einni af grunnstoðum frjáls lýðræðissamfélags: frjálsri blaða- og fréttamennsku. Aðförin felst í því að fjórir blaðamenn hafa verið kallaðir til yfirheyslu lögreglu og hafa nú réttarstöðu sakborninga fyrir, að því er virðist, það eitt að hafa skrifað fréttir eiga sem erindi við almenning. Þær fréttir fjalla um skæruliðadeild Samherja og fyrirætlanir hennar meðal annars um að hafa áhrif á kosningar innan stjórnmálaflokka og áætlanir um að ná sér niður á uppljóstrara - uppljóstrara sem ekki hlýddi. Óháð því hvernig þessi gögn voru fengin þá eiga fréttirnar sem upp úr þeim voru skrifaðar erindi við almenning. Og það er alveg ljóst í hegningarlögum að refsing vegna brots á friðhelgi einkalífs á ekki við ef háttsemin sem um ræðir er réttlætanleg með vísan til almannahagsmuna. Lögreglurannsókn hefur hins vegar fælingarmátt gagnvart frjálsri og óháðri blaða- og fréttamennsku. Er þetta það frelsi sem sumum stjórnmálamönnum er svo tíðrætt um? Frelsi til að níðast á þeim sem segja sannleikann? Frelsi til að fæla þau frá sem vilja segja sannleikann? Við á Íslandi búum við einsleitt fjölmiðlaumhverfi, þar sem rannsóknarblaðamennska þrífst illa og hagsmunaöfl eiga fjölmiðla. Nú hriktir í stoðum þess frjálsa samfélags sem við viljum búa í - og því mótmælum við. Við mótmælum til að standa vörð um frelsið, lýðræðið og sannleikann - sem sumir virðast ekki vilja að við vitum. Ég hvet öll sem vilja standa vörð um frjálst samfélag til að mæta í dag kl. 14. Höfundur er forseti Ungra jafnaðarmanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragna Sigurðardóttir Samfylkingin Fjölmiðlar Lögreglumál Píratar Sósíalistaflokkurinn Vinstri græn Viðreisn Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Í dag klukkan 14 boða ungliðahreyfingarnar Ungir jafnaðarmenn, Ungir Sósíalistar, Ung Vinstri græn, Uppreisn – ungliðahreyfing Viðreisnar og Ungir Píratar til mótmæla á Austurvelli í Reykjavík og á Ráðhústorginu á Akureyri klukkan 14:00. Við gerum það vegna aðfarar að einni af grunnstoðum frjáls lýðræðissamfélags: frjálsri blaða- og fréttamennsku. Aðförin felst í því að fjórir blaðamenn hafa verið kallaðir til yfirheyslu lögreglu og hafa nú réttarstöðu sakborninga fyrir, að því er virðist, það eitt að hafa skrifað fréttir eiga sem erindi við almenning. Þær fréttir fjalla um skæruliðadeild Samherja og fyrirætlanir hennar meðal annars um að hafa áhrif á kosningar innan stjórnmálaflokka og áætlanir um að ná sér niður á uppljóstrara - uppljóstrara sem ekki hlýddi. Óháð því hvernig þessi gögn voru fengin þá eiga fréttirnar sem upp úr þeim voru skrifaðar erindi við almenning. Og það er alveg ljóst í hegningarlögum að refsing vegna brots á friðhelgi einkalífs á ekki við ef háttsemin sem um ræðir er réttlætanleg með vísan til almannahagsmuna. Lögreglurannsókn hefur hins vegar fælingarmátt gagnvart frjálsri og óháðri blaða- og fréttamennsku. Er þetta það frelsi sem sumum stjórnmálamönnum er svo tíðrætt um? Frelsi til að níðast á þeim sem segja sannleikann? Frelsi til að fæla þau frá sem vilja segja sannleikann? Við á Íslandi búum við einsleitt fjölmiðlaumhverfi, þar sem rannsóknarblaðamennska þrífst illa og hagsmunaöfl eiga fjölmiðla. Nú hriktir í stoðum þess frjálsa samfélags sem við viljum búa í - og því mótmælum við. Við mótmælum til að standa vörð um frelsið, lýðræðið og sannleikann - sem sumir virðast ekki vilja að við vitum. Ég hvet öll sem vilja standa vörð um frjálst samfélag til að mæta í dag kl. 14. Höfundur er forseti Ungra jafnaðarmanna.
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun