Ekki séð eins mikinn snjó síðan 2008 Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 20. febrúar 2022 12:53 Snjórinn hefur fokið upp að ýmsum húsum og bílum í Eyjum og safnast þar saman. Indíana Guðný Kristinsdóttir Veðurviðvaranir hafa verið í gildi á öllu Suður- og Vesturlandi síðan í gær. Í Vestmannaeyjum hefur gríðarlegt fannfergi valdið miklum truflunum á samfélaginu og segjast Eyjamenn ekki muna eftir eins miklum snjó í rúman áratug. Allar götur í Vestmannaeyjum voru ófærar í morgun eftir veðurham næturinnar. Ákveðið var að hætta að ryðja göturnar í gær vegna snjófoks. „Þannig það var bara vitleysa að vera úti, það var bara stórhættulegt, sérstaklega á svona stórum snjóruðningstækjum að vera að skafa og sjá ekki neitt. Og þá geta menn þess vegna bara farið utan í bíla og slíkt þannig að við ákváðum að þeir hættu að ryðja,“ segir Þórir Rúnar Geirsson, varðstjóri hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum. Veðrið versnaði verulega á öllu Suðvesturhorni landsins seinni partinn í gær. Til dæmis festust um 330 ferðamenn í Bláa lóninu seint í gær vegna lokunar á Grindavíkurvegi og í morgun fauk rúta út af Reykjanesbrautinni. Allt lokaði fyrr í gær Í Eyjum hefur færð á vegum verið helsta vandamálið. „Fyrirtæki og skemmtistaðir lokuðu snemma í gærkvöldi og björgunarfélag sá um að aka starfsfólki þessara fyrirtækja aftur heim til sín. Og björgunarfélag er einnig búið að sinna því að keyra fólk í og úr vinnu eins og á ýmsar stofnanir í Eyjum, spítalann og elliheimili og slíkt,“ segir Þórir Rúnar. Hann segist sjálfur ekki muna eftir svo miklum snjó í Eyjum á síðustu árum. „Ég er svo nýlega fluttur aftur heim en mér eldri menn segja að síðast hafi verið svona mikill snjór árið 2008. Annars festir snjó yfirleitt ekki í Eyjum en þetta er alveg ágætt af snjókomu.“ Ofsaveður í kortunum En óveðrinu er hvergi nærri lokið þó veðurviðvaranir á landinu falli úr gildi í dag. Seint á morgun er nefnilega gert ráð fyrir stormi eða ofsaveðri á öllu landinu og gerir Veðurstofan ráð fyrir því að gefin verði út appelsínugul viðvörun fyrir allt landið. Þórir er eins og flestir orðinn ansi þreyttur á veðrinu. „Ég er nú nokkuð þreyttur sko. Ég er farinn að hanga á netinu að leita mér að ferð á Tenerife. En við sjáum hvað gerist. Það er stutt í sumarið,“ segir Þórir. Veður Vestmannaeyjar Lögreglumál Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira
Allar götur í Vestmannaeyjum voru ófærar í morgun eftir veðurham næturinnar. Ákveðið var að hætta að ryðja göturnar í gær vegna snjófoks. „Þannig það var bara vitleysa að vera úti, það var bara stórhættulegt, sérstaklega á svona stórum snjóruðningstækjum að vera að skafa og sjá ekki neitt. Og þá geta menn þess vegna bara farið utan í bíla og slíkt þannig að við ákváðum að þeir hættu að ryðja,“ segir Þórir Rúnar Geirsson, varðstjóri hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum. Veðrið versnaði verulega á öllu Suðvesturhorni landsins seinni partinn í gær. Til dæmis festust um 330 ferðamenn í Bláa lóninu seint í gær vegna lokunar á Grindavíkurvegi og í morgun fauk rúta út af Reykjanesbrautinni. Allt lokaði fyrr í gær Í Eyjum hefur færð á vegum verið helsta vandamálið. „Fyrirtæki og skemmtistaðir lokuðu snemma í gærkvöldi og björgunarfélag sá um að aka starfsfólki þessara fyrirtækja aftur heim til sín. Og björgunarfélag er einnig búið að sinna því að keyra fólk í og úr vinnu eins og á ýmsar stofnanir í Eyjum, spítalann og elliheimili og slíkt,“ segir Þórir Rúnar. Hann segist sjálfur ekki muna eftir svo miklum snjó í Eyjum á síðustu árum. „Ég er svo nýlega fluttur aftur heim en mér eldri menn segja að síðast hafi verið svona mikill snjór árið 2008. Annars festir snjó yfirleitt ekki í Eyjum en þetta er alveg ágætt af snjókomu.“ Ofsaveður í kortunum En óveðrinu er hvergi nærri lokið þó veðurviðvaranir á landinu falli úr gildi í dag. Seint á morgun er nefnilega gert ráð fyrir stormi eða ofsaveðri á öllu landinu og gerir Veðurstofan ráð fyrir því að gefin verði út appelsínugul viðvörun fyrir allt landið. Þórir er eins og flestir orðinn ansi þreyttur á veðrinu. „Ég er nú nokkuð þreyttur sko. Ég er farinn að hanga á netinu að leita mér að ferð á Tenerife. En við sjáum hvað gerist. Það er stutt í sumarið,“ segir Þórir.
Veður Vestmannaeyjar Lögreglumál Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira