Björguðu bílum í svakalegum vatnselg á Miklubraut: „Þeir voru bara ekki með nógu stór stígvél strákarnir“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 22. febrúar 2022 00:53 Gunnar Ingi og Magnús Stefán voru léttir í bragði þrátt fyrir stöðuvatnið á Miklubraut. Vísir Mikill vatnselgur er nú víða á götum á höfuðborgarsvæðinu. Björgunarsveitargarparnir Magnús Stefán Sigurðsson og Gunnar Ingi Sverrisson voru til að mynda að reyna að losa stíflur á Miklubrautinni og hjálpa ökumönnum í vandræðum þegar fréttastofa náði tali af þeim. Þeir létu vatnselginn lítið á sig fá en biðla til fólks að fara varlega. „Við byrjuðum bara á því að aðstoða bíla sem voru í vandræðum í vatninu hérna svo aðstoðuðum við Vegagerðina aðeins við að opna niðurföllin, þeir komu hérna til að grafa en þeir voru bara ekki með nógu stór stígvél strákarnir þannig við redduðum þeim bara aðeins,“ segir Magnús. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu greindi frá því í tilkynningu skömmu eftir klukkan ellefu í kvöld að ökumenn hafi verið að lenda í vandræðum víða. Fráveitukerfin hafi ekki haft undan og því ljóst að ástandið muni vara áfram. Gunnar og Magnús vara fólk á litlum fólksbílum við að aka á vatnsmiklum götum, líkt og Miklubrautinni. „Þetta getur drekkt bílnum þínum mjög auðveldlega ef þú ferð ekki varlega út í þetta, það er búið að gerast hérna á nokkrum stöðum,“ segir Gunnar og tekur Magnús undir. „Fólk þarf að fara varlega, fara mjög hægt og vera ekki að fara í gegnum þessa polla á minni bílum, það bara sýnir sig,“ segir Magnús. Þeir vilja þó ekki meina að um sérstaklega erfitt verkefni sé að ræða, þó þeir væru sjálfir standandi í hálfgerðu stöðuvatni á Miklubrautinni. „Þetta er bara verkefni. Maður fer í þetta eins og allt annað,“ segir Gunnar. Þá væri réttur útbúnaður lykilatriði, en sjálfir voru þeir í galla sem líktist kafarabúningi. „Þetta er bara þurrgalli hugsaður til að blotna ekki í gegn, þannig að við getum verið hérna úti í rigningunni aðeins lengur en þú,“ segir Magnús í léttu bragði. Óveður 21. og 22. febrúar 2022 Björgunarsveitir Reykjavík Tengdar fréttir Björgunarsveitir að störfum víða: „Verkefnin eru að tínast inn“ Það sem af er kvöldi hafa björgunarsveitir sinnt rúmlega 70 verkefnum víðs vegar um landið. Verkefnastjóri hjá Landsbjörgu segir að mest megnis sé um að ræða fok- og vatnsverkefni en einnig er mikið um fasta bíla. Hún segir verkefnin halda áfram að týnast inn og eru þau nú að aukast í fleiri landshlutum. 21. febrúar 2022 20:17 Lægðin í beinni Aftakaveður gengur nú yfir landið en rauð viðvörun hefur verið gefin út fyrir höfuðborgarsvæðið, Suðurland og Faxaflóa. Hér má sjá lægðina í beinni útsendingu. 21. febrúar 2022 20:59 Veðurvaktin: Enn ein lægðin skellur með hvelli á landinu Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við alla lögreglustjóra ákveðið að lýsa yfir óvissustigi almannavarna vegna óveðurs frá klukkan 17 í dag. Hér í vaktinni að neðan verður hægt að nálgast allar nýjustu fréttir og upplýsingar af óveðrinu. 21. febrúar 2022 14:34 Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira
„Við byrjuðum bara á því að aðstoða bíla sem voru í vandræðum í vatninu hérna svo aðstoðuðum við Vegagerðina aðeins við að opna niðurföllin, þeir komu hérna til að grafa en þeir voru bara ekki með nógu stór stígvél strákarnir þannig við redduðum þeim bara aðeins,“ segir Magnús. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu greindi frá því í tilkynningu skömmu eftir klukkan ellefu í kvöld að ökumenn hafi verið að lenda í vandræðum víða. Fráveitukerfin hafi ekki haft undan og því ljóst að ástandið muni vara áfram. Gunnar og Magnús vara fólk á litlum fólksbílum við að aka á vatnsmiklum götum, líkt og Miklubrautinni. „Þetta getur drekkt bílnum þínum mjög auðveldlega ef þú ferð ekki varlega út í þetta, það er búið að gerast hérna á nokkrum stöðum,“ segir Gunnar og tekur Magnús undir. „Fólk þarf að fara varlega, fara mjög hægt og vera ekki að fara í gegnum þessa polla á minni bílum, það bara sýnir sig,“ segir Magnús. Þeir vilja þó ekki meina að um sérstaklega erfitt verkefni sé að ræða, þó þeir væru sjálfir standandi í hálfgerðu stöðuvatni á Miklubrautinni. „Þetta er bara verkefni. Maður fer í þetta eins og allt annað,“ segir Gunnar. Þá væri réttur útbúnaður lykilatriði, en sjálfir voru þeir í galla sem líktist kafarabúningi. „Þetta er bara þurrgalli hugsaður til að blotna ekki í gegn, þannig að við getum verið hérna úti í rigningunni aðeins lengur en þú,“ segir Magnús í léttu bragði.
Óveður 21. og 22. febrúar 2022 Björgunarsveitir Reykjavík Tengdar fréttir Björgunarsveitir að störfum víða: „Verkefnin eru að tínast inn“ Það sem af er kvöldi hafa björgunarsveitir sinnt rúmlega 70 verkefnum víðs vegar um landið. Verkefnastjóri hjá Landsbjörgu segir að mest megnis sé um að ræða fok- og vatnsverkefni en einnig er mikið um fasta bíla. Hún segir verkefnin halda áfram að týnast inn og eru þau nú að aukast í fleiri landshlutum. 21. febrúar 2022 20:17 Lægðin í beinni Aftakaveður gengur nú yfir landið en rauð viðvörun hefur verið gefin út fyrir höfuðborgarsvæðið, Suðurland og Faxaflóa. Hér má sjá lægðina í beinni útsendingu. 21. febrúar 2022 20:59 Veðurvaktin: Enn ein lægðin skellur með hvelli á landinu Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við alla lögreglustjóra ákveðið að lýsa yfir óvissustigi almannavarna vegna óveðurs frá klukkan 17 í dag. Hér í vaktinni að neðan verður hægt að nálgast allar nýjustu fréttir og upplýsingar af óveðrinu. 21. febrúar 2022 14:34 Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira
Björgunarsveitir að störfum víða: „Verkefnin eru að tínast inn“ Það sem af er kvöldi hafa björgunarsveitir sinnt rúmlega 70 verkefnum víðs vegar um landið. Verkefnastjóri hjá Landsbjörgu segir að mest megnis sé um að ræða fok- og vatnsverkefni en einnig er mikið um fasta bíla. Hún segir verkefnin halda áfram að týnast inn og eru þau nú að aukast í fleiri landshlutum. 21. febrúar 2022 20:17
Lægðin í beinni Aftakaveður gengur nú yfir landið en rauð viðvörun hefur verið gefin út fyrir höfuðborgarsvæðið, Suðurland og Faxaflóa. Hér má sjá lægðina í beinni útsendingu. 21. febrúar 2022 20:59
Veðurvaktin: Enn ein lægðin skellur með hvelli á landinu Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við alla lögreglustjóra ákveðið að lýsa yfir óvissustigi almannavarna vegna óveðurs frá klukkan 17 í dag. Hér í vaktinni að neðan verður hægt að nálgast allar nýjustu fréttir og upplýsingar af óveðrinu. 21. febrúar 2022 14:34