Arnór hættir sem forstjóri Menntamálastofnunar og fær starf í ráðuneytinu Eiður Þór Árnason skrifar 22. febrúar 2022 13:44 Starfsmenn Menntamálastofnunar kölluðu eftir afsögn Arnórs Guðmundssonar í nóvember. vísir/vilhelm Arnór Guðmundsson mun láta af störfum sem forstjóri Menntamálastofnunar (MMS) og byrja hjá mennta- og barnamálaráðuneytinu þann 1. mars næstkomandi. Ólga hefur ríkt innan stofnunarinnar í nokkurn tíma og sendu starfsmenn MMS frá sér ályktun til ráðuneytisins í nóvember þar sem kallað var eftir afsögn forstjórans. Arnór og yfirstjórn MMS fékk falleinkunn í áhættumati sem mannauðsfyrirtækið Auðnast framkvæmdi að beiðni menntamálaráðuneytisins í fyrra. Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra og Arnór hafi komist að samkomulagi um að hann komi þar til starfa. Verkefni Arnórs fyrir ráðuneytið muni fyrst um sinn tengjast þátttöku Íslands í alþjóðlegum könnunum á hæfni nemenda. Hefur ráðherra farið þess á leit við Thelmu Cl. Þórðardóttur, lögfræðing og staðgengil forstjóra, að hún gegni forstjórastöðunni tímabundið í einn mánuð til að byrja með. Arnór er fyrsti forstjóri Menntamálastofnunar og hefur gegnt því starfi í um sjö ár. Áður starfaði hann hjá mennta- og menningarmálaráðuneytinu sem skrifstofustjóri, þróunarstjóri og deildarstjóri. Uppsögn starfsmanns dæmd ólögmæt Héraðsdómur komst í fyrra að þeirri niðurstöðu að Arnór hafi brotið stjórnsýslulög þegar hann sagði starfsmanni upp fyrirvaralaust árið 2019. Var íslenska ríkið dæmt til að greiða starfsmanninum tæpar níu milljónir króna í bætur. Í áðurnefndu áhættumati sem mannauðsfyrirtækið Auðnast framkvæmdi sagðist helmingur starfsfólks telja sig hafa orðið vitni að eða upplifað einelti, kynferðislega eða kynbundna áreitni, eða ofbeldi á vinnustað. Arnór gerði athugasemdir við áhættumatið. Taldi hann að vinnubrögð, framsetning og ályktanir þess stæðust í mörgum atriðum ekki faglegar og eðlilegar kröfur um nærgætni, hófsemd og stillingu við úrvinnslu mála af þessum toga. Fréttin hefur verið uppfærð. Starfsóánægja hjá Menntamálastofnun Skóla - og menntamál Stjórnsýsla Vistaskipti Tengdar fréttir Uppsögn starfsmanns Menntamálastofnunar dæmd ólögmæt Héraðsdómur dæmdi íslenska ríkið til að greiða starfsmanni Menntamálastofnunar tæpar níu milljónir króna í bætur fyrir ólögmæta uppsögn fyrir tveimur árum. Það var Arnór Guðmundsson, forstjóri stofnunarinnar, sem hafði sagt starfsmanninum upp fyrirvaralaust tveimur árum fyrr og þannig gerst brotlegur við stjórnsýslulög. 11. nóvember 2021 08:01 Starfsmenn kalla eftir afsögn Arnórs Starfsmenn Menntamálastofnunar sendu frá sér ályktun til menntamálaráðuneytisins í gær þar sem kallað er eftir afsögn forstjóra stofnunarinnar. Yfir 80 prósent starfsmanna sem greiddu atkvæði á starfsmannafundi í gær samþykktu ályktunina. 10. nóvember 2021 23:20 Svört mynd dregin upp af stjórnarháttum innan MMS Yfirstjórn Menntamálastofnunar og forstjórinn, Arnór Guðmundsson, fá falleinkunn í áhættumati sem mannauðsfyrirtækið Auðnast framkvæmdi að beiðni menntamálaráðuráðuneytisins. 10. nóvember 2021 07:05 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Sjá meira
Ólga hefur ríkt innan stofnunarinnar í nokkurn tíma og sendu starfsmenn MMS frá sér ályktun til ráðuneytisins í nóvember þar sem kallað var eftir afsögn forstjórans. Arnór og yfirstjórn MMS fékk falleinkunn í áhættumati sem mannauðsfyrirtækið Auðnast framkvæmdi að beiðni menntamálaráðuneytisins í fyrra. Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra og Arnór hafi komist að samkomulagi um að hann komi þar til starfa. Verkefni Arnórs fyrir ráðuneytið muni fyrst um sinn tengjast þátttöku Íslands í alþjóðlegum könnunum á hæfni nemenda. Hefur ráðherra farið þess á leit við Thelmu Cl. Þórðardóttur, lögfræðing og staðgengil forstjóra, að hún gegni forstjórastöðunni tímabundið í einn mánuð til að byrja með. Arnór er fyrsti forstjóri Menntamálastofnunar og hefur gegnt því starfi í um sjö ár. Áður starfaði hann hjá mennta- og menningarmálaráðuneytinu sem skrifstofustjóri, þróunarstjóri og deildarstjóri. Uppsögn starfsmanns dæmd ólögmæt Héraðsdómur komst í fyrra að þeirri niðurstöðu að Arnór hafi brotið stjórnsýslulög þegar hann sagði starfsmanni upp fyrirvaralaust árið 2019. Var íslenska ríkið dæmt til að greiða starfsmanninum tæpar níu milljónir króna í bætur. Í áðurnefndu áhættumati sem mannauðsfyrirtækið Auðnast framkvæmdi sagðist helmingur starfsfólks telja sig hafa orðið vitni að eða upplifað einelti, kynferðislega eða kynbundna áreitni, eða ofbeldi á vinnustað. Arnór gerði athugasemdir við áhættumatið. Taldi hann að vinnubrögð, framsetning og ályktanir þess stæðust í mörgum atriðum ekki faglegar og eðlilegar kröfur um nærgætni, hófsemd og stillingu við úrvinnslu mála af þessum toga. Fréttin hefur verið uppfærð.
Starfsóánægja hjá Menntamálastofnun Skóla - og menntamál Stjórnsýsla Vistaskipti Tengdar fréttir Uppsögn starfsmanns Menntamálastofnunar dæmd ólögmæt Héraðsdómur dæmdi íslenska ríkið til að greiða starfsmanni Menntamálastofnunar tæpar níu milljónir króna í bætur fyrir ólögmæta uppsögn fyrir tveimur árum. Það var Arnór Guðmundsson, forstjóri stofnunarinnar, sem hafði sagt starfsmanninum upp fyrirvaralaust tveimur árum fyrr og þannig gerst brotlegur við stjórnsýslulög. 11. nóvember 2021 08:01 Starfsmenn kalla eftir afsögn Arnórs Starfsmenn Menntamálastofnunar sendu frá sér ályktun til menntamálaráðuneytisins í gær þar sem kallað er eftir afsögn forstjóra stofnunarinnar. Yfir 80 prósent starfsmanna sem greiddu atkvæði á starfsmannafundi í gær samþykktu ályktunina. 10. nóvember 2021 23:20 Svört mynd dregin upp af stjórnarháttum innan MMS Yfirstjórn Menntamálastofnunar og forstjórinn, Arnór Guðmundsson, fá falleinkunn í áhættumati sem mannauðsfyrirtækið Auðnast framkvæmdi að beiðni menntamálaráðuráðuneytisins. 10. nóvember 2021 07:05 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Sjá meira
Uppsögn starfsmanns Menntamálastofnunar dæmd ólögmæt Héraðsdómur dæmdi íslenska ríkið til að greiða starfsmanni Menntamálastofnunar tæpar níu milljónir króna í bætur fyrir ólögmæta uppsögn fyrir tveimur árum. Það var Arnór Guðmundsson, forstjóri stofnunarinnar, sem hafði sagt starfsmanninum upp fyrirvaralaust tveimur árum fyrr og þannig gerst brotlegur við stjórnsýslulög. 11. nóvember 2021 08:01
Starfsmenn kalla eftir afsögn Arnórs Starfsmenn Menntamálastofnunar sendu frá sér ályktun til menntamálaráðuneytisins í gær þar sem kallað er eftir afsögn forstjóra stofnunarinnar. Yfir 80 prósent starfsmanna sem greiddu atkvæði á starfsmannafundi í gær samþykktu ályktunina. 10. nóvember 2021 23:20
Svört mynd dregin upp af stjórnarháttum innan MMS Yfirstjórn Menntamálastofnunar og forstjórinn, Arnór Guðmundsson, fá falleinkunn í áhættumati sem mannauðsfyrirtækið Auðnast framkvæmdi að beiðni menntamálaráðuráðuneytisins. 10. nóvember 2021 07:05