Utanríkisráðherra um Úkraínu: „Það er ekki nóg að sýna samstöðu í orði eða tístum“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. febrúar 2022 19:02 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra. Vísir/Vilhelm Utanríkisráðherra segir hljóðið í varnarmálaráðherrum Norðurlandanna, Eystrasaltsríkjanna og Bretlands vera afar þungt. Hún hefur fundað með ráðherrunum síðustu daga vegna stöðunnar í Úkraínu en í gær viðurkenndu Rússar sjálfstæði tveggja héraða innan Úkraínu og sendu herlið inn í landið. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra ræddi við fréttastofu frá London, þar sem hún er nú stödd. „Fundir síðustu daga hafa verið með varnarmálaráðherrum þessara ríkja og hljóðið er mjög þungt, og hefur þyngst mjög, sérstaklega síðastliðinn sólarhring,“ sagði Þórdís Kolbrún og bætti við að svartsýnustu sviðsmyndir um stöðuna væru nú að raungerast. Verði að hafa afleiðingar Þórdís segir ljóst að athæfi Rússa í Úkraínu sé brot á alþjóðalögum sem ekki megi láta óátalið. „Þessi háttsemi verður að hafa afleiðingar, það er ekki nóg að sýna samstöðu í orði eða tístum, heldur þarf það að vera á borði, það þarf að vera í ákvörðunum. Þær ákvarðanir eru til að mynda þessar efnahagslegu þvinganir sem bæði Evrópusambandið, Bretland og Bandaríkin, og svo þjóðir með Evrópusambandinu ætla að sameinast um og hafa gert. Það skiptir máli, því þetta þarf að hafa afleiðingar,“ segir utanríkisráðherrann. Hún segir mikilvægt að alþjóðalög séu virt, sem og landamæri og lögsaga ríkja. Hér sé um skýrt brot á alþjóðalögum að ræða og það verði að hafa afleiðingar. Íslenska ríkið sé með í þeirri vegferð. Staðan ekki verið verri í áratugi Utanríkisráðherra segist þá telja að ógn stafi af þeim aðstæðum sem skapast hafa í Úkraínu. „Fyrst og síðast eru þetta miklar afleiðingar fyrir óbreytta borgara í Úkraínu. Svo veit maður ekki hver atburðarásin verður, þannig að við erum komin með þetta ástand inn í álfuna og það eru þarna nágrannaþjóðir við Úkraínu sem eru einfaldlega NATO-ríki, Evrópusambandsríki, þannig að staðan er einfaldlega alvarleg.“ Hún segir atburði síðasta sólarhrings vera í takt við svartsýnustu spár. „Þrátt fyrir að leiðir fyrir diplómatíska lausn séu alltaf opnar þá má alveg segja að þessar alvarlegri sviðsmyndir séu að raungerast og staðan hefur ekki verið eins alvarleg í áratugi á þessu svæði,“ segir Þórdís Kolbrún. Átök í Úkraínu Úkraína Rússland Utanríkismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir „Þetta er okkar heimili og land og við erum tilbúin“ Evrópusambandið hefur ákveðið að beita Rússa refsiaðgerðum vegna hernaðaraðgerða landsins í austurhluta Úkraínu. Sjálfstæðissinnar í austurhlutanum eru byrjaðir að kveða almenna borgara í herinn til að berjast við samlanda sína að sögn konu frá landinu sem býr hér. 22. febrúar 2022 14:01 Vaktin: Innrás Rússlands í Úkraínu Vladimír Pútín, forseti Rússlands, bað í dag um, og fékk fljótt, formlegt leyfi til að beita hernum utan landamæra ríkisins. Það var degi eftir að hann sendi hermenn inn í austurhluta Úkraínu þar sem aðskilnaðarsinnar sem eru hliðhollir Rússlandi og studdir af Rússum, ráða ríkjum. 22. febrúar 2022 06:39 Pútín viðurkennir sjálfstæði Luhansk og Donetsk Rússlandsforseti hefur undirritað tilskipun um viðurkenningu Rússlands á sjálfstæði héraðanna Luhansk og Donetsk í austurhluta Úkraínu. Hann sagði í ávarpi í kvöld að Úkraína ætti sér enga sögu um að vera raunveruleg þjóð. 21. febrúar 2022 19:02 Mest lesið „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru Sjá meira
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra ræddi við fréttastofu frá London, þar sem hún er nú stödd. „Fundir síðustu daga hafa verið með varnarmálaráðherrum þessara ríkja og hljóðið er mjög þungt, og hefur þyngst mjög, sérstaklega síðastliðinn sólarhring,“ sagði Þórdís Kolbrún og bætti við að svartsýnustu sviðsmyndir um stöðuna væru nú að raungerast. Verði að hafa afleiðingar Þórdís segir ljóst að athæfi Rússa í Úkraínu sé brot á alþjóðalögum sem ekki megi láta óátalið. „Þessi háttsemi verður að hafa afleiðingar, það er ekki nóg að sýna samstöðu í orði eða tístum, heldur þarf það að vera á borði, það þarf að vera í ákvörðunum. Þær ákvarðanir eru til að mynda þessar efnahagslegu þvinganir sem bæði Evrópusambandið, Bretland og Bandaríkin, og svo þjóðir með Evrópusambandinu ætla að sameinast um og hafa gert. Það skiptir máli, því þetta þarf að hafa afleiðingar,“ segir utanríkisráðherrann. Hún segir mikilvægt að alþjóðalög séu virt, sem og landamæri og lögsaga ríkja. Hér sé um skýrt brot á alþjóðalögum að ræða og það verði að hafa afleiðingar. Íslenska ríkið sé með í þeirri vegferð. Staðan ekki verið verri í áratugi Utanríkisráðherra segist þá telja að ógn stafi af þeim aðstæðum sem skapast hafa í Úkraínu. „Fyrst og síðast eru þetta miklar afleiðingar fyrir óbreytta borgara í Úkraínu. Svo veit maður ekki hver atburðarásin verður, þannig að við erum komin með þetta ástand inn í álfuna og það eru þarna nágrannaþjóðir við Úkraínu sem eru einfaldlega NATO-ríki, Evrópusambandsríki, þannig að staðan er einfaldlega alvarleg.“ Hún segir atburði síðasta sólarhrings vera í takt við svartsýnustu spár. „Þrátt fyrir að leiðir fyrir diplómatíska lausn séu alltaf opnar þá má alveg segja að þessar alvarlegri sviðsmyndir séu að raungerast og staðan hefur ekki verið eins alvarleg í áratugi á þessu svæði,“ segir Þórdís Kolbrún.
Átök í Úkraínu Úkraína Rússland Utanríkismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir „Þetta er okkar heimili og land og við erum tilbúin“ Evrópusambandið hefur ákveðið að beita Rússa refsiaðgerðum vegna hernaðaraðgerða landsins í austurhluta Úkraínu. Sjálfstæðissinnar í austurhlutanum eru byrjaðir að kveða almenna borgara í herinn til að berjast við samlanda sína að sögn konu frá landinu sem býr hér. 22. febrúar 2022 14:01 Vaktin: Innrás Rússlands í Úkraínu Vladimír Pútín, forseti Rússlands, bað í dag um, og fékk fljótt, formlegt leyfi til að beita hernum utan landamæra ríkisins. Það var degi eftir að hann sendi hermenn inn í austurhluta Úkraínu þar sem aðskilnaðarsinnar sem eru hliðhollir Rússlandi og studdir af Rússum, ráða ríkjum. 22. febrúar 2022 06:39 Pútín viðurkennir sjálfstæði Luhansk og Donetsk Rússlandsforseti hefur undirritað tilskipun um viðurkenningu Rússlands á sjálfstæði héraðanna Luhansk og Donetsk í austurhluta Úkraínu. Hann sagði í ávarpi í kvöld að Úkraína ætti sér enga sögu um að vera raunveruleg þjóð. 21. febrúar 2022 19:02 Mest lesið „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru Sjá meira
„Þetta er okkar heimili og land og við erum tilbúin“ Evrópusambandið hefur ákveðið að beita Rússa refsiaðgerðum vegna hernaðaraðgerða landsins í austurhluta Úkraínu. Sjálfstæðissinnar í austurhlutanum eru byrjaðir að kveða almenna borgara í herinn til að berjast við samlanda sína að sögn konu frá landinu sem býr hér. 22. febrúar 2022 14:01
Vaktin: Innrás Rússlands í Úkraínu Vladimír Pútín, forseti Rússlands, bað í dag um, og fékk fljótt, formlegt leyfi til að beita hernum utan landamæra ríkisins. Það var degi eftir að hann sendi hermenn inn í austurhluta Úkraínu þar sem aðskilnaðarsinnar sem eru hliðhollir Rússlandi og studdir af Rússum, ráða ríkjum. 22. febrúar 2022 06:39
Pútín viðurkennir sjálfstæði Luhansk og Donetsk Rússlandsforseti hefur undirritað tilskipun um viðurkenningu Rússlands á sjálfstæði héraðanna Luhansk og Donetsk í austurhluta Úkraínu. Hann sagði í ávarpi í kvöld að Úkraína ætti sér enga sögu um að vera raunveruleg þjóð. 21. febrúar 2022 19:02