„Taívan er ekki Úkraína“ Samúel Karl Ólason skrifar 23. febrúar 2022 11:48 Hua Chunying, talskona utanríkisráðuneytis Kína. AP/Liu Zheng Ráðamenn í Kína segja ekki hægt að bera saman aðstæður Úkraínu og Taívans. Hið síðarnefnda ríki hafi ávallt verið óaðskiljanlegur hluti Kína. Í Taívan hafa yfirvöld áhyggjur af því að Kínverjar nýti sér deilurnar í Evrópu til mögulegra hernaðaraðgerða. Tsai Ing-wen, forseti Taívans, hefur lýst yfir samúð með Úkraínumönnum, þar sem stærri nágranni ógnar fullveldi ríkisins, en segir þó að aðstæður ríkjanna séu ekki sambærilegar. Forsetinn sagði þó á nýlegum fundi þjóðaröryggisráðs síns að öryggissveitir yrðu að auka viðbúnað sinn og eftirlit með mögulegum hernaðaraðgerðum frá Kína. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, lýsti sömuleiðis yfir áhyggjum sínum af Taívan í síðustu viku og hvaða skilaboð alþjóðasamfélagið myndi senda ef það stæði ekki þétt við fullveldi Úkraínu. Talskona utanríkisráðuneytis Kína blés í morgun á allar líkingar milli Taívans og Úkraínu. „Taívan er ekki Úkraína,“ sagði Hua Chunying, samkvæmt Reuters fréttaveitunni. „Taívan hefur alltaf verið óaðskiljanlegur hluti Kína. Það er óumdeilanleg og sagnfræðileg staðreynd.“ Í stuttu máli sagt þá segja Kínverjar að Taívan tilheyri Kína. Árið 1949 flúðu þjóðernissinna til eyjunnar undan kommúnistum í borgarastyrjöld landsins. Forsvarsmenn Kommúnistaflokksins hafa heitið því að ná völdum í Taívan, með valdi ef nauðsynlegt sé. Taívanar segjast sjálfstæðir og segjast ætla að verja frelsi þeirra og lýðræði. Sjálfstæðissinnum hefur vaxið ásmegin í Taívan á undanförnum árum en Taívanar hafa aldrei lýst yfir formlegu sjálfstæði. Xi Jinping, forseti Kína, hefur sagt að Taívan verði hluti af Kína, það sé óhjákvæmilegt og Kínverjar hafa beitt eyríkið auknum þrýstingi að undanförnu. Taívan Kína Úkraína Átök í Úkraínu Tengdar fréttir Litháar bogna undan þrýstingi Kínverja Ráðamenn í Litháen ætla mögulega að biðja Taívana um að breyta formlegu heiti ræðismannsskrifstofu Taívans í Litháen. Opnun skrifstofunnar hefur leitt til þess að Kína hefur beitt Litháen gífurlegum þrýstingi á undanförnum mánuðum. 26. janúar 2022 10:32 Japan og Bandaríkin taka höndum saman gegn Kína Ráðamenn í Japan og Bandaríkjunum lýstu í nótt yfir áhyggjum sínum af aukinni hernaðargetu Kína. Þá hétu þeir því að vinna nánar saman í varnarmálum eftir fjarfund utanríkis- og varnarmálaráðherra ríkjanna. 7. janúar 2022 09:14 Útsendarar Kína í innsta hring herafla Taívans og meðal lífvarða forsetans Kínverskir njósnarar hafa orðið sér út um útsendara í innsta hring lífvarða forseta Taívans og meðal forsvarsmanna herafla eyríkisins. Gagnnjósnarar Taívans eiga í erfiðri baráttu gegn umfangsmikilli njósnaherferð Kínverja sem ætlað er að veita upplýsingar um varnir eyjunnar og grafa undan leiðtogum hennar. 21. desember 2021 22:15 Kínverjar þrýsta á alþjóðleg fyrirtæki um að slíta tengsl við Litháen Ráðamenn í Kína hafa sagt alþjóðlegum fyrirtækjum að slíta öll tengsl við Litháen eða eiga annars á hættu að vera útilokuð frá mörkuðum í Kína. Samband ríkjanna hefur versnað mjög eftir að Taívan opnaði ræðismannsskrifstofu í Vilnius undir nafni Taívans. 9. desember 2021 10:39 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Fleiri fréttir Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Sjá meira
Tsai Ing-wen, forseti Taívans, hefur lýst yfir samúð með Úkraínumönnum, þar sem stærri nágranni ógnar fullveldi ríkisins, en segir þó að aðstæður ríkjanna séu ekki sambærilegar. Forsetinn sagði þó á nýlegum fundi þjóðaröryggisráðs síns að öryggissveitir yrðu að auka viðbúnað sinn og eftirlit með mögulegum hernaðaraðgerðum frá Kína. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, lýsti sömuleiðis yfir áhyggjum sínum af Taívan í síðustu viku og hvaða skilaboð alþjóðasamfélagið myndi senda ef það stæði ekki þétt við fullveldi Úkraínu. Talskona utanríkisráðuneytis Kína blés í morgun á allar líkingar milli Taívans og Úkraínu. „Taívan er ekki Úkraína,“ sagði Hua Chunying, samkvæmt Reuters fréttaveitunni. „Taívan hefur alltaf verið óaðskiljanlegur hluti Kína. Það er óumdeilanleg og sagnfræðileg staðreynd.“ Í stuttu máli sagt þá segja Kínverjar að Taívan tilheyri Kína. Árið 1949 flúðu þjóðernissinna til eyjunnar undan kommúnistum í borgarastyrjöld landsins. Forsvarsmenn Kommúnistaflokksins hafa heitið því að ná völdum í Taívan, með valdi ef nauðsynlegt sé. Taívanar segjast sjálfstæðir og segjast ætla að verja frelsi þeirra og lýðræði. Sjálfstæðissinnum hefur vaxið ásmegin í Taívan á undanförnum árum en Taívanar hafa aldrei lýst yfir formlegu sjálfstæði. Xi Jinping, forseti Kína, hefur sagt að Taívan verði hluti af Kína, það sé óhjákvæmilegt og Kínverjar hafa beitt eyríkið auknum þrýstingi að undanförnu.
Taívan Kína Úkraína Átök í Úkraínu Tengdar fréttir Litháar bogna undan þrýstingi Kínverja Ráðamenn í Litháen ætla mögulega að biðja Taívana um að breyta formlegu heiti ræðismannsskrifstofu Taívans í Litháen. Opnun skrifstofunnar hefur leitt til þess að Kína hefur beitt Litháen gífurlegum þrýstingi á undanförnum mánuðum. 26. janúar 2022 10:32 Japan og Bandaríkin taka höndum saman gegn Kína Ráðamenn í Japan og Bandaríkjunum lýstu í nótt yfir áhyggjum sínum af aukinni hernaðargetu Kína. Þá hétu þeir því að vinna nánar saman í varnarmálum eftir fjarfund utanríkis- og varnarmálaráðherra ríkjanna. 7. janúar 2022 09:14 Útsendarar Kína í innsta hring herafla Taívans og meðal lífvarða forsetans Kínverskir njósnarar hafa orðið sér út um útsendara í innsta hring lífvarða forseta Taívans og meðal forsvarsmanna herafla eyríkisins. Gagnnjósnarar Taívans eiga í erfiðri baráttu gegn umfangsmikilli njósnaherferð Kínverja sem ætlað er að veita upplýsingar um varnir eyjunnar og grafa undan leiðtogum hennar. 21. desember 2021 22:15 Kínverjar þrýsta á alþjóðleg fyrirtæki um að slíta tengsl við Litháen Ráðamenn í Kína hafa sagt alþjóðlegum fyrirtækjum að slíta öll tengsl við Litháen eða eiga annars á hættu að vera útilokuð frá mörkuðum í Kína. Samband ríkjanna hefur versnað mjög eftir að Taívan opnaði ræðismannsskrifstofu í Vilnius undir nafni Taívans. 9. desember 2021 10:39 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Fleiri fréttir Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Sjá meira
Litháar bogna undan þrýstingi Kínverja Ráðamenn í Litháen ætla mögulega að biðja Taívana um að breyta formlegu heiti ræðismannsskrifstofu Taívans í Litháen. Opnun skrifstofunnar hefur leitt til þess að Kína hefur beitt Litháen gífurlegum þrýstingi á undanförnum mánuðum. 26. janúar 2022 10:32
Japan og Bandaríkin taka höndum saman gegn Kína Ráðamenn í Japan og Bandaríkjunum lýstu í nótt yfir áhyggjum sínum af aukinni hernaðargetu Kína. Þá hétu þeir því að vinna nánar saman í varnarmálum eftir fjarfund utanríkis- og varnarmálaráðherra ríkjanna. 7. janúar 2022 09:14
Útsendarar Kína í innsta hring herafla Taívans og meðal lífvarða forsetans Kínverskir njósnarar hafa orðið sér út um útsendara í innsta hring lífvarða forseta Taívans og meðal forsvarsmanna herafla eyríkisins. Gagnnjósnarar Taívans eiga í erfiðri baráttu gegn umfangsmikilli njósnaherferð Kínverja sem ætlað er að veita upplýsingar um varnir eyjunnar og grafa undan leiðtogum hennar. 21. desember 2021 22:15
Kínverjar þrýsta á alþjóðleg fyrirtæki um að slíta tengsl við Litháen Ráðamenn í Kína hafa sagt alþjóðlegum fyrirtækjum að slíta öll tengsl við Litháen eða eiga annars á hættu að vera útilokuð frá mörkuðum í Kína. Samband ríkjanna hefur versnað mjög eftir að Taívan opnaði ræðismannsskrifstofu í Vilnius undir nafni Taívans. 9. desember 2021 10:39