Jón Arnór hraunaði yfir félagana í eldræðu: „Lítið út eins og fokking börn“ Sindri Sverrisson skrifar 23. febrúar 2022 12:00 Liðsfélagar Jóns Arnórs steinþögðu allir sem einn á meðan að hann hellti úr skálum reiði sinnar. Skjáskot/Stöð 2 Jón Arnór Stefánsson hraunaði gjörsamlega yfir orðlausa liðsfélaga sína í mikilli eldræðu sem hann flutti í búningsklefanum eftir að hafa tapað með Val gegn sínu gamla liði KR á síðustu leiktíð. Þættirnir Jón Arnór gefa einstaka sýn inn í síðustu leiktíðina á löngum og farsælum ferli þessa sigursæla körfuboltamanns. Hápunktur fyrsta þáttar var þrumuræða Jóns sem sjá má hér að neðan en hann úthúðaði liðsfélögum sínum eftir 80-71 tap gegn KR á Hlíðarenda fyrir rúmu ári síðan, og greinilegt að Jóni sárnaði sérstaklega að hafa tapað gegn sínu gamla liði. Klippa: Jón Arnór - Þrumuræða eftir tap gegn KR „Þá ertu að svara mér. Til hvers?“ Hann beindi orðum sínum sérstaklega að vini sínum Kristófer Acox í upphafi: „Við erum með „game plan“, sérstaklega varðandi skotmanninn þeirra, en hann fékk að gera það sem hann gerir. Ég veit ekki hvað við höfum átt þessar samræður oft, ég og þú Kristó, og fleiri… hvað er svona flókið við að fara bara á vinstri höndina á honum. Þetta er það sem hann gerir. Ég segi það við þig í annað skiptið sem hann skýtur í andlitið á þér, og þá ertu að svara mér. Til hvers? Farðu bara á fokking vinstri höndina á honum,“ sagði Jón. Okkar stóru menn eins og djöfulsins heybrækur Hann skipti svo yfir í ensku til þess að Miguel Cardoso og Sinisa Bilic gætu skilið skammirnar, foxillur yfir því að Tyler Sabin fengi að leika lausum hala í liði KR en hann var langstigahæstur með 33 stig í leiknum: Þættirnir um Jón Arnór eru sýndir á Stöð 2 Sport á miðviikudögum og á Stöð 2 á fimmtudögum. „Við leyfðum honum að komast í sinn gír og þess vegna setti hann niður skot allan fokking leikinn. Vegna þess að við gerum heimskuleg, helvítis mistök. Einfalda hluti. Við erum aumir frá byrjun leiksins. Bilic, og allir, þið lítið út eins og fokking börn þarna. Þeir spiluðu af öllu sínu hjarta, eru ekki einu sinni með stóran mann, en okkar stóru menn eru eins og djöfulsins heybrækur [e. fucking pussies],“ sagði Jón, í lauslegri þýðingu blaðamanns. „Leikáætlunin var skelfileg en við getum ekki einu sinni farið þarna og sýnt að minnsta kosti eitthvað. Einhverjar tilfinningar, eitthvað stolt, ekkert!“ sagði Jón. „Hverjum er ekki drullusama um ÍR?“ Hann kvaðst ekki hafa ætlað sér að æsa sig svona en missti svo gjörsamlega stjórn á sér og lét orð falla sem þóttu hreinlega of gróf fyrir sjónvarp. „Það eru engar afsakanir fyrir þessari skitu. Við erum ekki í standi, við erum fokking hægir og feitir, og lítum út eins og algjörir byrjendur þarna. Allt frá fokking sókninni og í fokking þjálfarateymið. Allir! Setjum þessa leikáætlun og þessa framkvæmd á henni í ruslið,“ sagði Jón, og við tök grafarþögn en liðsfélagar hans steinþögðu raunar allan tímann: „Gerið fokking betur, frá og með næstu fokking æfingu. Þetta er leikurinn sem þið áttuð að vera klárir í. Ekki gegn fokking ÍR [Valur vann ÍR í leiknum fyrir viðureignina við KR]. Hverjum er ekki drullusama um ÍR? Þetta er leikurinn sem þið áttuð að vera tilbúnir fyrir allt tímabilið.“ Leikstjóri þáttanna um Jón Arnór er Garðar Örn Arnarson og kvikmyndatökumaður Sigurður Már Davíðsson. Þeir fengu leyfi til að fylgja Jóni náið eftir alla síðustu leiktíð og það myndefni er meðal þess sem notað er í sex þátta seríu sem hóf göngu sína í síðustu viku. Þáttur númer tvö er sýndur á Stöð 2 Sport í kvöld kl. 22.05, og á Stöð 2 á morgun kl. 20. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Subway-deild karla Körfubolti Valur KR Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur Sjá meira
Þættirnir Jón Arnór gefa einstaka sýn inn í síðustu leiktíðina á löngum og farsælum ferli þessa sigursæla körfuboltamanns. Hápunktur fyrsta þáttar var þrumuræða Jóns sem sjá má hér að neðan en hann úthúðaði liðsfélögum sínum eftir 80-71 tap gegn KR á Hlíðarenda fyrir rúmu ári síðan, og greinilegt að Jóni sárnaði sérstaklega að hafa tapað gegn sínu gamla liði. Klippa: Jón Arnór - Þrumuræða eftir tap gegn KR „Þá ertu að svara mér. Til hvers?“ Hann beindi orðum sínum sérstaklega að vini sínum Kristófer Acox í upphafi: „Við erum með „game plan“, sérstaklega varðandi skotmanninn þeirra, en hann fékk að gera það sem hann gerir. Ég veit ekki hvað við höfum átt þessar samræður oft, ég og þú Kristó, og fleiri… hvað er svona flókið við að fara bara á vinstri höndina á honum. Þetta er það sem hann gerir. Ég segi það við þig í annað skiptið sem hann skýtur í andlitið á þér, og þá ertu að svara mér. Til hvers? Farðu bara á fokking vinstri höndina á honum,“ sagði Jón. Okkar stóru menn eins og djöfulsins heybrækur Hann skipti svo yfir í ensku til þess að Miguel Cardoso og Sinisa Bilic gætu skilið skammirnar, foxillur yfir því að Tyler Sabin fengi að leika lausum hala í liði KR en hann var langstigahæstur með 33 stig í leiknum: Þættirnir um Jón Arnór eru sýndir á Stöð 2 Sport á miðviikudögum og á Stöð 2 á fimmtudögum. „Við leyfðum honum að komast í sinn gír og þess vegna setti hann niður skot allan fokking leikinn. Vegna þess að við gerum heimskuleg, helvítis mistök. Einfalda hluti. Við erum aumir frá byrjun leiksins. Bilic, og allir, þið lítið út eins og fokking börn þarna. Þeir spiluðu af öllu sínu hjarta, eru ekki einu sinni með stóran mann, en okkar stóru menn eru eins og djöfulsins heybrækur [e. fucking pussies],“ sagði Jón, í lauslegri þýðingu blaðamanns. „Leikáætlunin var skelfileg en við getum ekki einu sinni farið þarna og sýnt að minnsta kosti eitthvað. Einhverjar tilfinningar, eitthvað stolt, ekkert!“ sagði Jón. „Hverjum er ekki drullusama um ÍR?“ Hann kvaðst ekki hafa ætlað sér að æsa sig svona en missti svo gjörsamlega stjórn á sér og lét orð falla sem þóttu hreinlega of gróf fyrir sjónvarp. „Það eru engar afsakanir fyrir þessari skitu. Við erum ekki í standi, við erum fokking hægir og feitir, og lítum út eins og algjörir byrjendur þarna. Allt frá fokking sókninni og í fokking þjálfarateymið. Allir! Setjum þessa leikáætlun og þessa framkvæmd á henni í ruslið,“ sagði Jón, og við tök grafarþögn en liðsfélagar hans steinþögðu raunar allan tímann: „Gerið fokking betur, frá og með næstu fokking æfingu. Þetta er leikurinn sem þið áttuð að vera klárir í. Ekki gegn fokking ÍR [Valur vann ÍR í leiknum fyrir viðureignina við KR]. Hverjum er ekki drullusama um ÍR? Þetta er leikurinn sem þið áttuð að vera tilbúnir fyrir allt tímabilið.“ Leikstjóri þáttanna um Jón Arnór er Garðar Örn Arnarson og kvikmyndatökumaður Sigurður Már Davíðsson. Þeir fengu leyfi til að fylgja Jóni náið eftir alla síðustu leiktíð og það myndefni er meðal þess sem notað er í sex þátta seríu sem hóf göngu sína í síðustu viku. Þáttur númer tvö er sýndur á Stöð 2 Sport í kvöld kl. 22.05, og á Stöð 2 á morgun kl. 20. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deild karla Körfubolti Valur KR Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti