Meint brot blaðamanna tengjast ekki gögnum sem birtust í umfjöllun um Samherja Kolbeinn Tumi Daðason og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 23. febrúar 2022 11:58 Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri á Norðurlandi eystra, og blaðamennirnir fjórir. Aðalsteinn Kjartansson á Stundinni, Þóra Arnórsdóttir hjá Kveiki og Arnar Þór Ingólfsson og Þórður Snær Júlíusson á Kjarnanum. Vísir Fyrirhuguð skýrslutaka lögreglustjórans á Norðurlandi eystra yfir fjórum blaðamönnum tengist ekki þeim gögnum sem voru birt í umfjöllun þeirra um hina svo kölluðu „skæruliðadeild“ Samherja. Blaðamennirnir eru grunaðir um brot gegn friðhelgi einkalífs vegna annarra gagna en þeirra sem notuð voru í viðkomandi umfjöllun. Gunnar Ingi Jóhannsson, lögmaður Aðalsteins Kjartanssonar blaðamanns á Stundinni, staðfestir þetta við Ríkisútvarpið. Aðalsteinn, einn blaðamannanna fjögurra, lét reyna á réttmæti aðgerða lögreglu að kalla blaðamenn í skýrslutöku. Málflutningur er fyrirhugaður í dag klukkan 16:30 en gögnum var skilað til Héraðsdóms Norðurlands eystra í morgun. Flest bendir til að þinghald í málinu verði opið en fyrstu upplýsingar bentu til að dómari í málinu ætlaði að hafa þinghaldið lokað. Gunnar Ingi staðfestir í samtali við fréttastofu að fram komi í greinargerð lögreglu að lögregla hafi upplýsingar um hver hafi stolið síma Páls Steingrímssonar skipstjóra hjá Samherja. Viðkomandi væri ekki blaðamaður og tengist ekki fjölmiðlum. Sú kenning að blaðamenn hafi stolið símanum eigi því ekki við rök að styðjast. Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður á Stundinni, Þórður Snær Júlíusson ritstjóri Kjarnans, Arnar Þór Ingólfsson blaðamaður á Kjarnanum og Þóra Arnórsdóttir ritstjóri Kveiks, voru í síðustu viku boðuð til yfirheyrslu hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra vegna meintra brota á friðhelgi einkalífs. Blaðamennirnir hafa talið frá upphafi að yfirheyrslurnar væru vegna umfjöllunar þeirra um svo kallaða skæruliðadeild Samherja, en blaðamenn Kjarnans og Stundarinnar fjölluðu um deildina í röð greina í maí í fyrra þar sem birt voru samskipti milli meðlima skæruliðadeildarinnar á samfélagsmiðlum og í tölvupóstsamskiptum. Áður en umfjöllunin birtist kærði Páll Steingrímsson skipstjóri hjá Samherja stuld á farsíma til lögreglunnar á Akureyri og lögmaður Samherja fullyrti á sínum tíma að eitrað hefði verið fyrir Páli og síma hans stolið meðan hann lá alvarlega veikur á sjúkrahúsi. Það hefur þó ekki verið staðfest að gögnin sem umfjöllunin byggði á hafi komið úr síma Páls. Lögreglumál Fjölmiðlar Samherjaskjölin Rannsókn lögreglunnar á Akureyri á blaðamönnum Tengdar fréttir Brynjar þráspurði Jón Trausta um hvort Stundin væri með gögnin úr síma Páls Brynjar Níelsson, aðstoðarmaður innanríkisráðherra, þráspurði Jón Trausta Reynisson, framkvæmdastjóra Stundarinnar um hvort að fjölmiðlinn hefði gögn úr síma Páls Steingrímssonar undir höndum. Brynjar telur að blaðamennirnir fjórir sem hafa réttarstöðu grunaðra væru ekki með slíka réttarstöðu ef málið snerist eingöngu um nýtingu blaðamanna á gögnum. 20. febrúar 2022 13:21 Yfirheyrslum allra blaðamannanna frestað Yfirheyrslum yfir blaðamönnum Kjarnans, Stundarinnar og RÚV vegna meintra brota á lögum um friðhelgi einkalífs hefur verið frestað. Lögreglan á Norðurlandi eystra boðaði fjóra blaðmenn til yfirheyrslu vegna fréttaflutnings um svokallaða „skæruliðadeild“ Samherja. 19. febrúar 2022 18:44 Óskar eftir úrskurði um lögmæti aðgerða lögreglustjóra Lögmaður Aðalsteins Kjartanssonar, blaðamanns á Stundinni og eins þeirra sem lögreglustjórinn á Norðurlandi hefur veitt réttarstöðu sakbornings vegna umfjöllunar um „skæruliðadeild“ Samherja, hefur afhent Héraðsdómi Norðurlands eystra kæru þar sem farið er fram á úrskurð um lögmæti aðgerða lögreglustjórans. 18. febrúar 2022 19:28 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Fleiri fréttir Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Sjá meira
Gunnar Ingi Jóhannsson, lögmaður Aðalsteins Kjartanssonar blaðamanns á Stundinni, staðfestir þetta við Ríkisútvarpið. Aðalsteinn, einn blaðamannanna fjögurra, lét reyna á réttmæti aðgerða lögreglu að kalla blaðamenn í skýrslutöku. Málflutningur er fyrirhugaður í dag klukkan 16:30 en gögnum var skilað til Héraðsdóms Norðurlands eystra í morgun. Flest bendir til að þinghald í málinu verði opið en fyrstu upplýsingar bentu til að dómari í málinu ætlaði að hafa þinghaldið lokað. Gunnar Ingi staðfestir í samtali við fréttastofu að fram komi í greinargerð lögreglu að lögregla hafi upplýsingar um hver hafi stolið síma Páls Steingrímssonar skipstjóra hjá Samherja. Viðkomandi væri ekki blaðamaður og tengist ekki fjölmiðlum. Sú kenning að blaðamenn hafi stolið símanum eigi því ekki við rök að styðjast. Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður á Stundinni, Þórður Snær Júlíusson ritstjóri Kjarnans, Arnar Þór Ingólfsson blaðamaður á Kjarnanum og Þóra Arnórsdóttir ritstjóri Kveiks, voru í síðustu viku boðuð til yfirheyrslu hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra vegna meintra brota á friðhelgi einkalífs. Blaðamennirnir hafa talið frá upphafi að yfirheyrslurnar væru vegna umfjöllunar þeirra um svo kallaða skæruliðadeild Samherja, en blaðamenn Kjarnans og Stundarinnar fjölluðu um deildina í röð greina í maí í fyrra þar sem birt voru samskipti milli meðlima skæruliðadeildarinnar á samfélagsmiðlum og í tölvupóstsamskiptum. Áður en umfjöllunin birtist kærði Páll Steingrímsson skipstjóri hjá Samherja stuld á farsíma til lögreglunnar á Akureyri og lögmaður Samherja fullyrti á sínum tíma að eitrað hefði verið fyrir Páli og síma hans stolið meðan hann lá alvarlega veikur á sjúkrahúsi. Það hefur þó ekki verið staðfest að gögnin sem umfjöllunin byggði á hafi komið úr síma Páls.
Lögreglumál Fjölmiðlar Samherjaskjölin Rannsókn lögreglunnar á Akureyri á blaðamönnum Tengdar fréttir Brynjar þráspurði Jón Trausta um hvort Stundin væri með gögnin úr síma Páls Brynjar Níelsson, aðstoðarmaður innanríkisráðherra, þráspurði Jón Trausta Reynisson, framkvæmdastjóra Stundarinnar um hvort að fjölmiðlinn hefði gögn úr síma Páls Steingrímssonar undir höndum. Brynjar telur að blaðamennirnir fjórir sem hafa réttarstöðu grunaðra væru ekki með slíka réttarstöðu ef málið snerist eingöngu um nýtingu blaðamanna á gögnum. 20. febrúar 2022 13:21 Yfirheyrslum allra blaðamannanna frestað Yfirheyrslum yfir blaðamönnum Kjarnans, Stundarinnar og RÚV vegna meintra brota á lögum um friðhelgi einkalífs hefur verið frestað. Lögreglan á Norðurlandi eystra boðaði fjóra blaðmenn til yfirheyrslu vegna fréttaflutnings um svokallaða „skæruliðadeild“ Samherja. 19. febrúar 2022 18:44 Óskar eftir úrskurði um lögmæti aðgerða lögreglustjóra Lögmaður Aðalsteins Kjartanssonar, blaðamanns á Stundinni og eins þeirra sem lögreglustjórinn á Norðurlandi hefur veitt réttarstöðu sakbornings vegna umfjöllunar um „skæruliðadeild“ Samherja, hefur afhent Héraðsdómi Norðurlands eystra kæru þar sem farið er fram á úrskurð um lögmæti aðgerða lögreglustjórans. 18. febrúar 2022 19:28 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Fleiri fréttir Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Sjá meira
Brynjar þráspurði Jón Trausta um hvort Stundin væri með gögnin úr síma Páls Brynjar Níelsson, aðstoðarmaður innanríkisráðherra, þráspurði Jón Trausta Reynisson, framkvæmdastjóra Stundarinnar um hvort að fjölmiðlinn hefði gögn úr síma Páls Steingrímssonar undir höndum. Brynjar telur að blaðamennirnir fjórir sem hafa réttarstöðu grunaðra væru ekki með slíka réttarstöðu ef málið snerist eingöngu um nýtingu blaðamanna á gögnum. 20. febrúar 2022 13:21
Yfirheyrslum allra blaðamannanna frestað Yfirheyrslum yfir blaðamönnum Kjarnans, Stundarinnar og RÚV vegna meintra brota á lögum um friðhelgi einkalífs hefur verið frestað. Lögreglan á Norðurlandi eystra boðaði fjóra blaðmenn til yfirheyrslu vegna fréttaflutnings um svokallaða „skæruliðadeild“ Samherja. 19. febrúar 2022 18:44
Óskar eftir úrskurði um lögmæti aðgerða lögreglustjóra Lögmaður Aðalsteins Kjartanssonar, blaðamanns á Stundinni og eins þeirra sem lögreglustjórinn á Norðurlandi hefur veitt réttarstöðu sakbornings vegna umfjöllunar um „skæruliðadeild“ Samherja, hefur afhent Héraðsdómi Norðurlands eystra kæru þar sem farið er fram á úrskurð um lögmæti aðgerða lögreglustjórans. 18. febrúar 2022 19:28